Hafði mælst á 190 kílómetra hraða áður en slysið varð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. ágúst 2020 11:28 Bílaröð myndaðist á slysstað. Mynd/Vegagerðin. Ökumaður mótorhjóls sem missti stjórn á hjólinu á þjóðvegi 1 um Kambana síðastliðinn föstudag hafði mælst á 190 kílómetra hraða við Ölkelduháls. Hann slasaðist ekki alvarlega en loka þurfti veginum á meðan viðbragsaðilar störfuðu á vettvangi slyssins. Líkt og greint var frá á föstudaginn varð slysið síðdegis á föstudaginn og sjá mátti langar bílaraðir við slysstað á meðan viðbragsaðilar sinntu ökumanninum og gengu frá vettvangi. Í færslu á vef Lögreglunnar á Suðurlandi segir að ökumaðurinn hafi misst stjórn á mótorhjólinu og lent utan í víravegriði við veginn. Ökumaðurinn kastaðist yfir á öfugan vegarhelming, en vegriðið greip hjólið. Meiðsl ökumannsins reyndust eins og fyrr segir ekki alvarleg. Í færslunni segir einnig að lögreglumenn sem verið höfðu við hraðamælingar á Hellisheiði til móts við Ölkelduháls höfðu gefið manninum stöðvunarmerki eftir að hraði hjólsins hafði mælst 190 kílómetrar á klukkustund. „Hann virti stöðvunarmerkin engu, virðist hafa aukið við hraðann, og hvarf úr sjónmáli,“ segir í færslunni, en skömmu eftir þessa hraðamælingu varð slysið og óku lögreglumennirnir sem gáfu ökumanninum stöðvunarmerki fram á slysið. Þá segir einnig að fleiri ökumenn hafi ekið hratt á þessum slóðum en tölur eins og 138 og 141 hafi sést á mælum lögreglu. Fimmtán þessara mála séu á vegum þar sem leyfður hraði er ýmist 50 eða 70 kílómetrar á klukkustund. Lögreglumál Samgönguslys Tengdar fréttir Lokað til austurs eftir umferðarslys í Kömbunum Suðurlandsvegi hefur verið lokað við Þrengsli fyrir umferð til austurs. 14. ágúst 2020 15:51 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Ökumaður mótorhjóls sem missti stjórn á hjólinu á þjóðvegi 1 um Kambana síðastliðinn föstudag hafði mælst á 190 kílómetra hraða við Ölkelduháls. Hann slasaðist ekki alvarlega en loka þurfti veginum á meðan viðbragsaðilar störfuðu á vettvangi slyssins. Líkt og greint var frá á föstudaginn varð slysið síðdegis á föstudaginn og sjá mátti langar bílaraðir við slysstað á meðan viðbragsaðilar sinntu ökumanninum og gengu frá vettvangi. Í færslu á vef Lögreglunnar á Suðurlandi segir að ökumaðurinn hafi misst stjórn á mótorhjólinu og lent utan í víravegriði við veginn. Ökumaðurinn kastaðist yfir á öfugan vegarhelming, en vegriðið greip hjólið. Meiðsl ökumannsins reyndust eins og fyrr segir ekki alvarleg. Í færslunni segir einnig að lögreglumenn sem verið höfðu við hraðamælingar á Hellisheiði til móts við Ölkelduháls höfðu gefið manninum stöðvunarmerki eftir að hraði hjólsins hafði mælst 190 kílómetrar á klukkustund. „Hann virti stöðvunarmerkin engu, virðist hafa aukið við hraðann, og hvarf úr sjónmáli,“ segir í færslunni, en skömmu eftir þessa hraðamælingu varð slysið og óku lögreglumennirnir sem gáfu ökumanninum stöðvunarmerki fram á slysið. Þá segir einnig að fleiri ökumenn hafi ekið hratt á þessum slóðum en tölur eins og 138 og 141 hafi sést á mælum lögreglu. Fimmtán þessara mála séu á vegum þar sem leyfður hraði er ýmist 50 eða 70 kílómetrar á klukkustund.
Lögreglumál Samgönguslys Tengdar fréttir Lokað til austurs eftir umferðarslys í Kömbunum Suðurlandsvegi hefur verið lokað við Þrengsli fyrir umferð til austurs. 14. ágúst 2020 15:51 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Lokað til austurs eftir umferðarslys í Kömbunum Suðurlandsvegi hefur verið lokað við Þrengsli fyrir umferð til austurs. 14. ágúst 2020 15:51