Fótbolti

Mögulega er Pep að flækja hlutina of mikið í stóru leikjunum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guardiola reynir að koma skilaboðum áleiðis til sinna manna.
Guardiola reynir að koma skilaboðum áleiðis til sinna manna. Miguel A. Lopes/Getty Images

Atli Viðar Björnsson, einn af sérfræðingum Stöðvar 2 þegar kemur að Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu sem og Pepsi Max deildinni velti fyrir sér þeirri hugmynd að mögulega væri Pep Guardiola – hinn magnaði þjálfari Manchester City – að flækja hlutina um og of. 

Pep á það til að breyta uppleggi sínu í leikjum sem þessum og oftar en ekki kemur það í bakið á honum. Í gær byrjaði City-liðið til að mynda í 3-5-2 leikkerfi til að spegla leikkerfi Lyon. Það gekk ekki upp, í síðari hálfleik breytti Pep í hefðbundið 4-3-3 og City jafnaði skömmu síðar.

Ásamt Atla Viðari var Davíð Þór Viðarsson - sérfræðingur - og að sjálfsögðu Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi.

„Hefur það ekki loðað við hann á þessum ögurstundum virðist hann ofhugsa hlutina og breyta til, að því að manni finnst bara til að vera sniðugur og oftar en ekki virðist hann fá það í bakið,“ sagði Atli Viðar eftir að umræðan snérist að Guardiola.

„Svona ofhugsun einhver,“ skaut Kjartan Atli inn í.

„Bara klárlega. Það er mjög góður punktur. En ég held líka – af því hann er búinn að brenna sig mjög oft á þessari keppni – þá var hann aðeins að reyna að fara inn í þennan leik dálítið varfærnislega en svo er allt önnur spurning hvort hann eigi að vera gera það,“ sagði Davíð Þór í kjölfarið.

Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Meistaradeildarmörkin - Frammistaða Barcelona

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×