Fótbolti

Mbappé skaut á gagnrýnendur frönsku deildarinnar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mbappé skýtur ekki aðeins föstum skotum á knattspyrnuvellinum heldur einnig á samfélagsmiðlum.
Mbappé skýtur ekki aðeins föstum skotum á knattspyrnuvellinum heldur einnig á samfélagsmiðlum. EPA-EFE/YOAN VALAT

Kylian Mbappé, leikmaður Paris Saint-Germain og franska landsliðsins, nýtti sér samfélagsmiðilinn Twitter í gærkvöld til að skjóta létt á þá sem hafa gagnrýnt frönsku deildina undanfarin misseri.

Franska úrvalsdeildin hefur verið kölluð „bændadeild“ af mörgum sem telja hana ekki jafn góða og til að mynda ensku, spænsku eða þýsku úrvalsdeildirnar.

Er þetta notað sem rök fyrir því að til dæmis Zlatan Ibrahimovic hafi blómstrað í Frakkalndi, því hann hafi verið að spila gegn liðum fullum af bændum frekar en heimsklassa varnarmönnum.

Eitthvað hefur þetta farið undir skinnið hjá Mbappé – sem er af mörgum talinn arftaki Lionel Messi og Cristiano Ronaldo þegar kemur að því hver sé besti leikmaður í heimi – en Mbappé er aðeins 21 árs gamall.

Eftir ótrúlegan 3-1 sigur Lyon á Manchester City í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. Þar með eru tvö lið úr frönsku deildinni komin í undanúrslit keppninnar.

Það sem vekur enn meiri athygli er að Lyon lenti aðeins í 7. sæti deildarinnar sem var aflýst vegna kórónufaraldursins þegar 28 umferðum var lokið.

Lyon sló Juventus út í 16-liða úrslitum og þó það verði að teljast ólíklegt að þeir nái að slá stórlið Bayern Munich út í undanúrslitum þá væri glapræði að veðja gegn Frökkunum sem koma sífellt á óvart.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×