Liverpool mætti tapa sex leikjum í röð en væri samt enn á toppnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2020 08:00 Mohamed Salah fagnar marki með Liverpool. Getty/Michael Regan Liverpool er komið með nítján stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 útisigur á West Ham í gærkvöldi. Liverpool er með 70 stig en Manchester City er í öðru sæti með 51 stig. Bæði liðin eiga núna eftir fjórtán leiki en það eru síðan 22 stig á milli Liverpool og Leicester City sem er í þriðja sætinu. Manchester City getur því náð 42 stigum til viðbótar eða samtals 93 stigum. Liverpool vantar því 24 stig í viðbót til að tryggja sér titilinn. 2-0 sigur Liverpool í gær nægði líka liðinu að vera einnig með betri markatölu en City þótt að Liverpool menn þurfti nú ekki að hafa miklar áhyggjur af slíku. Sú ótrúlega staðreynd er komin upp að Liverpool gæti tapað sex næstu leikjum sínum í deildinni en væri samt ennþá með eins stigs forskot. Næstu sex leikir Liverpool liðsins eru á móti Southampton, Norwich, West Ham, Watford, Bournemouth og Everton. Áttundi leikur héðan í frá er á móti Manchester City og vinni Liverpool og City alla sína leiki þangað til þá gæti Liverpool tryggt sér titilinn í þeim leik. Um leið og Manchester City tapar stigum þá gæti Liverpool tryggt sér titilinn í leikjunum á undan sem eru á móti Everton á Goodison Park og Crystal Palace á Anfield. Liverpool liðið hefur nú leikið 41 deildarleik í röð án taps og hefur unnið 36 af þeim. Aðeins tvö lið hafa leikið fleiri leiki í röð án þess að tapa en það eru (49 þar til í október 2004) og Nottingham Forest (42 þar til í nóvember 1978). Liverpool er búið að vinna fimmtán deildarleiki í röð en því hafa aðeins þrjú önnur lið náð. Það eru Manchester City (18, desember 2017, Liverpool (17, október 2019) og Manchester City (15, ágúst 2019). Liverpool liðið hefur náð í 70 stig úr aðeins 24 deildarleikjum á þessari leiktíð en ekkert annað lið í efstu deild á Englandi hefur verið fljótari að ná slíkum stigafjölda. 19 - Liverpool have beaten every team they’ve faced in the Premier League this season – the first time they’ve ever achieved this feat in a top-flight campaign. Imperious. pic.twitter.com/D8ApxHBW2L— OptaJoe (@OptaJoe) January 29, 2020 Liverpool átti aðeins eftir að vinna West Ham og varð því í gær aðeins sjötta liðið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að vinna öll hin liðin í deildinni. Ekkert hinna náði því þó fyrir janúarlok. Þetta er líka í fyrsta sinn í 127 ár sem Liverpool liðið nær þessu það er að vinna öll hin lið deildarinnar. Six sides have beaten every team in a single Premier League season: 2005/06 Chelsea 2010/11 Man Utd 2017/18 Man City 2017/18 Man Utd 2018/19 Man City 2019/20 Liverpool Liverpool did it the fastest. pic.twitter.com/tynJ5Asd8K— Squawka Football (@Squawka) January 29, 2020 Liverpool have beaten every team in a single top-flight league season for the first time in the club's 127-year history. Boom. pic.twitter.com/zeuFbYduHi— Squawka Football (@Squawka) January 29, 2020 Enski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Sjá meira
Liverpool er komið með nítján stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 útisigur á West Ham í gærkvöldi. Liverpool er með 70 stig en Manchester City er í öðru sæti með 51 stig. Bæði liðin eiga núna eftir fjórtán leiki en það eru síðan 22 stig á milli Liverpool og Leicester City sem er í þriðja sætinu. Manchester City getur því náð 42 stigum til viðbótar eða samtals 93 stigum. Liverpool vantar því 24 stig í viðbót til að tryggja sér titilinn. 2-0 sigur Liverpool í gær nægði líka liðinu að vera einnig með betri markatölu en City þótt að Liverpool menn þurfti nú ekki að hafa miklar áhyggjur af slíku. Sú ótrúlega staðreynd er komin upp að Liverpool gæti tapað sex næstu leikjum sínum í deildinni en væri samt ennþá með eins stigs forskot. Næstu sex leikir Liverpool liðsins eru á móti Southampton, Norwich, West Ham, Watford, Bournemouth og Everton. Áttundi leikur héðan í frá er á móti Manchester City og vinni Liverpool og City alla sína leiki þangað til þá gæti Liverpool tryggt sér titilinn í þeim leik. Um leið og Manchester City tapar stigum þá gæti Liverpool tryggt sér titilinn í leikjunum á undan sem eru á móti Everton á Goodison Park og Crystal Palace á Anfield. Liverpool liðið hefur nú leikið 41 deildarleik í röð án taps og hefur unnið 36 af þeim. Aðeins tvö lið hafa leikið fleiri leiki í röð án þess að tapa en það eru (49 þar til í október 2004) og Nottingham Forest (42 þar til í nóvember 1978). Liverpool er búið að vinna fimmtán deildarleiki í röð en því hafa aðeins þrjú önnur lið náð. Það eru Manchester City (18, desember 2017, Liverpool (17, október 2019) og Manchester City (15, ágúst 2019). Liverpool liðið hefur náð í 70 stig úr aðeins 24 deildarleikjum á þessari leiktíð en ekkert annað lið í efstu deild á Englandi hefur verið fljótari að ná slíkum stigafjölda. 19 - Liverpool have beaten every team they’ve faced in the Premier League this season – the first time they’ve ever achieved this feat in a top-flight campaign. Imperious. pic.twitter.com/D8ApxHBW2L— OptaJoe (@OptaJoe) January 29, 2020 Liverpool átti aðeins eftir að vinna West Ham og varð því í gær aðeins sjötta liðið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að vinna öll hin liðin í deildinni. Ekkert hinna náði því þó fyrir janúarlok. Þetta er líka í fyrsta sinn í 127 ár sem Liverpool liðið nær þessu það er að vinna öll hin lið deildarinnar. Six sides have beaten every team in a single Premier League season: 2005/06 Chelsea 2010/11 Man Utd 2017/18 Man City 2017/18 Man Utd 2018/19 Man City 2019/20 Liverpool Liverpool did it the fastest. pic.twitter.com/tynJ5Asd8K— Squawka Football (@Squawka) January 29, 2020 Liverpool have beaten every team in a single top-flight league season for the first time in the club's 127-year history. Boom. pic.twitter.com/zeuFbYduHi— Squawka Football (@Squawka) January 29, 2020
Enski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Sjá meira