Tíu atriði sem hafa breyst verulega á vinnustöðum 7. febrúar 2020 12:00 Öll ásýnd og umhverfi vinnustaða hefur gjörbreyst. Skápar og skúffur eru sjaldséð sjón enda flest allt orðið rafrænt. Vísir/Getty Nú er um það rætt að breytingar næstu tíu til fimmtán ár verði svo hraðar að það sem áður tók hátt í eina öld muni nú gerast á ríflega áratug. En atvinnulífið og vinnustaðir eru í sífelldri þróun þótt oftast sé það nú svo að margt gleymist á skömmum tíma. Við rifjum upp tíu atriði á léttu nótunum. 1. Ekki lengur bara níu til fimm. Það er hægt að hugsa breytingar á vinnutíma á ýmsa vegu. Sumum dettur í hug sveigjanlegur vinnutími. Öðrum dettur í hug tæknin og það hvernig fólk er sítengt vinnunni í gegnum tölvupóst og síma. 2. Rými og húsgögn. Það er sjaldséð í dag að sjá stórar forstjóraskrifstofur eða heilu skáparaðirnar af möppum. Já ,,möppudýrin“ eru á undanhaldi og rými og húsgögn hafa gjörbreyst. 3. Hollusta og heilsa. Þegar pabbi þinn var ungur var örugglega ekki boðið upp á mikið salat í hádeginu eða jógaherbergi í fyrirtækinu. Hollusta og heilsa var almennt ekki í fyrirrúmi og því síður var rætt um kulnun eða forvarnir gegn kulnun. 4. Starfsframi á þínum forsendum. Einu sinni var algengt að vinna á sama stað út ævina. Þetta þykir fátítt í dag og nánast óhugsandi í huga yngra fólksins. 5. Myndvarpi og fax. Faxið var lengi vel það nýjasta nýtt og þar á undan rafmagnsritvélin. Á öllum borðum var heftari staðalbúnaður. Kynningar fóru fram með glærum sem búið var að skrifa á og þær lagðar á myndvarpa. Í flestum tilvikum eru þetta skrifborðshlutir sem börn myndu spyrja um hvað væri rétt eins og Kodak filman er öllum gleymd. Þá eru skífusímarnir löngu gleymdir og grafnir og snjallsímavæðingin smátt og smátt að ryðja almennum borðsímum úr vegi. Tölvan þótti bylting á sínum tíma. Á fyrstu tölvunum var letur oftast gult eða grænt á litinn.Vísir/Getty 6. Klæðnaður. Karlmenn í jakkafötum. Konur í dröktum, kjólum eða öðrum sambærilegum fatnaði. Í dag: Snyrtilegur klæðnaður sem þó getur verið töff fatnaður af öllu tagi þar sem hverjum og einum er leyft að klæðast eins og hann/hún kýs. 7. Fæðingarorlof. Fyrir mæður og feður. Hverjum hefði nú dottið þetta í hug á sínum tíma? 8. Reykingar bannaðar. Ótrúlegt en satt þá var þetta nú víðast hvar leyft hér einu sinni. Það þótti ekkert tiltökumál þótt viðskiptavinum mætti sígrettureykur þegar komið væri inn eða að þungur vindlareykur leggði frá forstjóraskrifstofunni. 9. Jafnrétti. Það þótti eðlilegt hér einu sinni að karlmaðurinn væri fyrirvinnan en konur sáu um heimili og börn. Einstaka störf voru í boði fyrir konur en þau voru ekki mörg. Jafnræði hefur aukist og ólíkt því sem áður var þá telst það eðlilegt að ræða jafnrétti. 10. Nýjar samskiptareglur. #metoo velti mörgum steinum og almennt þykir það eðlileg krafa í dag að samstarfsfólk og kyn komi fram við hvort annað af kurteisi og virðingu. Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Sjá meira
Nú er um það rætt að breytingar næstu tíu til fimmtán ár verði svo hraðar að það sem áður tók hátt í eina öld muni nú gerast á ríflega áratug. En atvinnulífið og vinnustaðir eru í sífelldri þróun þótt oftast sé það nú svo að margt gleymist á skömmum tíma. Við rifjum upp tíu atriði á léttu nótunum. 1. Ekki lengur bara níu til fimm. Það er hægt að hugsa breytingar á vinnutíma á ýmsa vegu. Sumum dettur í hug sveigjanlegur vinnutími. Öðrum dettur í hug tæknin og það hvernig fólk er sítengt vinnunni í gegnum tölvupóst og síma. 2. Rými og húsgögn. Það er sjaldséð í dag að sjá stórar forstjóraskrifstofur eða heilu skáparaðirnar af möppum. Já ,,möppudýrin“ eru á undanhaldi og rými og húsgögn hafa gjörbreyst. 3. Hollusta og heilsa. Þegar pabbi þinn var ungur var örugglega ekki boðið upp á mikið salat í hádeginu eða jógaherbergi í fyrirtækinu. Hollusta og heilsa var almennt ekki í fyrirrúmi og því síður var rætt um kulnun eða forvarnir gegn kulnun. 4. Starfsframi á þínum forsendum. Einu sinni var algengt að vinna á sama stað út ævina. Þetta þykir fátítt í dag og nánast óhugsandi í huga yngra fólksins. 5. Myndvarpi og fax. Faxið var lengi vel það nýjasta nýtt og þar á undan rafmagnsritvélin. Á öllum borðum var heftari staðalbúnaður. Kynningar fóru fram með glærum sem búið var að skrifa á og þær lagðar á myndvarpa. Í flestum tilvikum eru þetta skrifborðshlutir sem börn myndu spyrja um hvað væri rétt eins og Kodak filman er öllum gleymd. Þá eru skífusímarnir löngu gleymdir og grafnir og snjallsímavæðingin smátt og smátt að ryðja almennum borðsímum úr vegi. Tölvan þótti bylting á sínum tíma. Á fyrstu tölvunum var letur oftast gult eða grænt á litinn.Vísir/Getty 6. Klæðnaður. Karlmenn í jakkafötum. Konur í dröktum, kjólum eða öðrum sambærilegum fatnaði. Í dag: Snyrtilegur klæðnaður sem þó getur verið töff fatnaður af öllu tagi þar sem hverjum og einum er leyft að klæðast eins og hann/hún kýs. 7. Fæðingarorlof. Fyrir mæður og feður. Hverjum hefði nú dottið þetta í hug á sínum tíma? 8. Reykingar bannaðar. Ótrúlegt en satt þá var þetta nú víðast hvar leyft hér einu sinni. Það þótti ekkert tiltökumál þótt viðskiptavinum mætti sígrettureykur þegar komið væri inn eða að þungur vindlareykur leggði frá forstjóraskrifstofunni. 9. Jafnrétti. Það þótti eðlilegt hér einu sinni að karlmaðurinn væri fyrirvinnan en konur sáu um heimili og börn. Einstaka störf voru í boði fyrir konur en þau voru ekki mörg. Jafnræði hefur aukist og ólíkt því sem áður var þá telst það eðlilegt að ræða jafnrétti. 10. Nýjar samskiptareglur. #metoo velti mörgum steinum og almennt þykir það eðlileg krafa í dag að samstarfsfólk og kyn komi fram við hvort annað af kurteisi og virðingu.
Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Sjá meira