Landsréttur hafnaði kröfum Eimskips Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. janúar 2020 11:38 Eimskip krafðist þess fyrir Landsrétti að aflétt yrði haldi sem Samkeppniseftirlitið hefði lagt á gögn fyrirtækisins við húsleitir hjá því og að afritum gagnanna yrði eytt. vísir/rakel Landsréttur hefur hafnað kröfum Eimskips í máli sem fyrirtækið hefur rekið í tengslum við rannsókn Samkeppniseftirlitsins á ætluðu ólögmætu samráði fyrirtækisins við Samskip. Úrskurðurinn var kveðinn upp í gær. Að því er segir í tilkynningu á vef Samkeppniseftirlitsins um málið krafðist Eimskip þess fyrir Landsrétti að aflétt yrði haldi sem Samkeppniseftirlitið hefði lagt á gögn fyrirtækisins við húsleitir hjá því og að afritum gagnanna yrði eytt. Í tilkynningunni er forsaga málsins svo reifuð. Það er rifjað upp að þann 1. júlí í fyrra hafi Eimskip krafist þess fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að dómurinn úrskurðaði annars vegar að rannsókn Samkeppniseftirlitsins á ætluðu ólögmætu samráði fyrirtækisins væri og að henni skyldi hætt. Hins vegar var þess krafist að aflétt yrði haldi sem lagt hafði verið á gögn fyrirtækisins á árunum 2013 og 2014 og að gögnunum yrði eytt. Umfang rannsóknarinnar án fordæma „Til stuðnings kröfum sínum hefur Eimskip byggt m.a. á því að rannsókn málsins hafi tekið óeðlilega langan tíma, að Samkeppniseftirlitið hafi blekkt dómstóla, að haldlagning gagna í húsleitunum hafi verið ólögmæt og að starfsmenn eftirlitsins séu vanhæfir þar sem þeir hafi tekið þátt í rannsókn lögreglu á þætti stjórnenda Eimskips í hinu ætlaða samráði. Einnig hafi Samkeppniseftirlitið brotið gegn mannréttindum Eimskips, m.a. þar sem eftirlitið hefði haldið áfram rannsókn málsins eftir að hafa áður fellt hana niður. Samkeppniseftirlitið hefur fyrir dómstólum rökstudd að ekkert sé hæft í þessum málatilbúnaði Eimskips. Þann 10. október 2019 vísaði Héraðsdómur Reykjavíkur frá umræddri kröfu Eimskips um að úrskurðað yrði að rannsókn Samkeppniseftirlitsins væri ólögmæt og að henni skyldi hætt. Eimskip kærði úrskurðinn til Landsréttar. Með úrskurði 24. október 2019 staðfesti Landsréttur niðurstöðu héraðsdóms. Eftir stóð þá krafa Eimskips um að aflétt yrði haldi sem hafði verið lagt á gögn fyrirtækisins og að afritum slíkra gagna yrði eytt. Með úrskurði 18. desember hafnaði Héraðsdómur Reykjavíkur þeirri kröfu Eimskips sem eftir stóð, þ.e. að aflétt yrði haldi sem var lagt á gögn fyrirtækisins og að afritum gagnanna yrði eytt. Eimskip skaut málinu til Landsréttar,“ segir á vef Samkeppniseftirlitsins. Með úrskurði sínum í gær staðfesti Landsréttur svo þann úrskurð héraðsdóms. Á vef Samkeppniseftirlitsins kemur jafnframt fram að rannsókn á ætluðu ólögmætum verðsamráði Eimskips og Samskips sé í forgangi hjá stofnuninni. Umfang rannsóknarinnar, sem hófst í kjölfar ábendinga frá bæði viðskiptavinum og keppinautum fyrirtækjanna, er án fordæma við rannsókn samkeppnismála hér á landi. Dómsmál Samkeppnismál Skipaflutningar Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Eimskip Tengdar fréttir Forstjóri Eimskips „engu nær“ um ætluð samkeppnislagabrot Forstjórar bæði Eimskips og Samskipa með réttarstöðu sakbornings vegna rannsóknar á samkeppnislagabrotum sem hófst fyrir fimm árum. Upplýsingafulltrúi Eimskips segir að forstjóri félagsins hafi óskað eftir gögnum um í hverju ætluð samkeppnislagabrot felist en engar upplýsingar fengið. 22. maí 2018 19:00 Forstjórar Eimskips og Samskipa með stöðu sakbornings Eru á meðal fjögurra manna sem hafa stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á meintum samkeppnisbrotum Eimskips og Samskipa. 22. maí 2018 07:59 Kröfu Eimskips hafnað í fordæmalausu samkeppnismáli Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu Eimskips um að aflétt yrði haldi Samkeppniseftirlitsins á gögnum sem handlögð voru í húsleit eftirlitsins hjá Eimskipum í desember 2013 og júní 2014. Krafan var sömuleiðis að þeim afritum yrði eytt. 18. desember 2019 14:37 Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Landsréttur hefur hafnað kröfum Eimskips í máli sem fyrirtækið hefur rekið í tengslum við rannsókn Samkeppniseftirlitsins á ætluðu ólögmætu samráði fyrirtækisins við Samskip. Úrskurðurinn var kveðinn upp í gær. Að því er segir í tilkynningu á vef Samkeppniseftirlitsins um málið krafðist Eimskip þess fyrir Landsrétti að aflétt yrði haldi sem Samkeppniseftirlitið hefði lagt á gögn fyrirtækisins við húsleitir hjá því og að afritum gagnanna yrði eytt. Í tilkynningunni er forsaga málsins svo reifuð. Það er rifjað upp að þann 1. júlí í fyrra hafi Eimskip krafist þess fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að dómurinn úrskurðaði annars vegar að rannsókn Samkeppniseftirlitsins á ætluðu ólögmætu samráði fyrirtækisins væri og að henni skyldi hætt. Hins vegar var þess krafist að aflétt yrði haldi sem lagt hafði verið á gögn fyrirtækisins á árunum 2013 og 2014 og að gögnunum yrði eytt. Umfang rannsóknarinnar án fordæma „Til stuðnings kröfum sínum hefur Eimskip byggt m.a. á því að rannsókn málsins hafi tekið óeðlilega langan tíma, að Samkeppniseftirlitið hafi blekkt dómstóla, að haldlagning gagna í húsleitunum hafi verið ólögmæt og að starfsmenn eftirlitsins séu vanhæfir þar sem þeir hafi tekið þátt í rannsókn lögreglu á þætti stjórnenda Eimskips í hinu ætlaða samráði. Einnig hafi Samkeppniseftirlitið brotið gegn mannréttindum Eimskips, m.a. þar sem eftirlitið hefði haldið áfram rannsókn málsins eftir að hafa áður fellt hana niður. Samkeppniseftirlitið hefur fyrir dómstólum rökstudd að ekkert sé hæft í þessum málatilbúnaði Eimskips. Þann 10. október 2019 vísaði Héraðsdómur Reykjavíkur frá umræddri kröfu Eimskips um að úrskurðað yrði að rannsókn Samkeppniseftirlitsins væri ólögmæt og að henni skyldi hætt. Eimskip kærði úrskurðinn til Landsréttar. Með úrskurði 24. október 2019 staðfesti Landsréttur niðurstöðu héraðsdóms. Eftir stóð þá krafa Eimskips um að aflétt yrði haldi sem hafði verið lagt á gögn fyrirtækisins og að afritum slíkra gagna yrði eytt. Með úrskurði 18. desember hafnaði Héraðsdómur Reykjavíkur þeirri kröfu Eimskips sem eftir stóð, þ.e. að aflétt yrði haldi sem var lagt á gögn fyrirtækisins og að afritum gagnanna yrði eytt. Eimskip skaut málinu til Landsréttar,“ segir á vef Samkeppniseftirlitsins. Með úrskurði sínum í gær staðfesti Landsréttur svo þann úrskurð héraðsdóms. Á vef Samkeppniseftirlitsins kemur jafnframt fram að rannsókn á ætluðu ólögmætum verðsamráði Eimskips og Samskips sé í forgangi hjá stofnuninni. Umfang rannsóknarinnar, sem hófst í kjölfar ábendinga frá bæði viðskiptavinum og keppinautum fyrirtækjanna, er án fordæma við rannsókn samkeppnismála hér á landi.
Dómsmál Samkeppnismál Skipaflutningar Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Eimskip Tengdar fréttir Forstjóri Eimskips „engu nær“ um ætluð samkeppnislagabrot Forstjórar bæði Eimskips og Samskipa með réttarstöðu sakbornings vegna rannsóknar á samkeppnislagabrotum sem hófst fyrir fimm árum. Upplýsingafulltrúi Eimskips segir að forstjóri félagsins hafi óskað eftir gögnum um í hverju ætluð samkeppnislagabrot felist en engar upplýsingar fengið. 22. maí 2018 19:00 Forstjórar Eimskips og Samskipa með stöðu sakbornings Eru á meðal fjögurra manna sem hafa stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á meintum samkeppnisbrotum Eimskips og Samskipa. 22. maí 2018 07:59 Kröfu Eimskips hafnað í fordæmalausu samkeppnismáli Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu Eimskips um að aflétt yrði haldi Samkeppniseftirlitsins á gögnum sem handlögð voru í húsleit eftirlitsins hjá Eimskipum í desember 2013 og júní 2014. Krafan var sömuleiðis að þeim afritum yrði eytt. 18. desember 2019 14:37 Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Forstjóri Eimskips „engu nær“ um ætluð samkeppnislagabrot Forstjórar bæði Eimskips og Samskipa með réttarstöðu sakbornings vegna rannsóknar á samkeppnislagabrotum sem hófst fyrir fimm árum. Upplýsingafulltrúi Eimskips segir að forstjóri félagsins hafi óskað eftir gögnum um í hverju ætluð samkeppnislagabrot felist en engar upplýsingar fengið. 22. maí 2018 19:00
Forstjórar Eimskips og Samskipa með stöðu sakbornings Eru á meðal fjögurra manna sem hafa stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á meintum samkeppnisbrotum Eimskips og Samskipa. 22. maí 2018 07:59
Kröfu Eimskips hafnað í fordæmalausu samkeppnismáli Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu Eimskips um að aflétt yrði haldi Samkeppniseftirlitsins á gögnum sem handlögð voru í húsleit eftirlitsins hjá Eimskipum í desember 2013 og júní 2014. Krafan var sömuleiðis að þeim afritum yrði eytt. 18. desember 2019 14:37