Viðskipti innlent

Samið við verk­taka um byggingu bað­lóns á Kárs­nesi

Atli Ísleifsson skrifar
Baðlónið verður við Vesturvör á Kársnesi.
Baðlónið verður við Vesturvör á Kársnesi. Nature Resort ehf

Nature Resort ehf og ÍAV hf. undirrituðu í dag verksamning sem felur í sér að ÍAV verður aðalverktaki við uppbyggingu á baðlóni fyrir Nature Resort ehf við Vesturvör á Kársnesi í Kópavogi.

Í tilkynningu kemur fram hlutverk ÍAV verði að stýra uppbyggingu á baðlóni við sjóinn, kaldri laug og gufuböðum.

„Nýbyggingin, sem verður á tveimur hæðum, mun meðal annars hýsa móttöku, skiptiklefa, veitingasölu og verslun, auk ýmis stoð- og tæknirými. Jarðvinnuframkvæmdir og lagnavinna í jörðu hófust haustið 2019 á vegum verkkaupa.

Verkefnið er í eigu Nature Resort ehf. og hafa aðaleigendur félagsins, Eyþór Guðjónsson og Gestur Þórisson stýrt uppbyggingu þess á undanförnum árum í samvinnu við afþreyingar- og ferðaþjónustu fyrirtækið Pursuit. Pursuit verður rekstraraðili baðlónsins og hefur Dagný Hrönn Pétursdóttur, sem starfaði sem framkvæmdastjóri Bláa lónsins í 10 ár, verið ráðin framkvæmdastjóri,“ segir í tilkynningunni.

Í fyrri fréttum hefur komið fram að áætlað sé að baðlónið opni á næsta ári, árið 2021.

Sigurður Ragnarsson forstjóri ÍAV, Eyþór Guðjónsson og Gestur Þórisson, aðaleigendur Nature Resort ehf, við undirritun samningsins. Í aftari röð eru stjórneyndateymi verksins frá ÍAV þau Haukur Magnússon, Oddur Helgi Oddsson, Ólafur Már Lárusson, Andrea Ösp Viðarsdóttir og Kristján Arinbjarnarsson. Á myndina vantar Sigurjón Jónsson verkefnisstjóra.Nature Resort.

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×