Segir pólitíkina í borginni oft á lágu plani Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2020 11:31 Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir pólitíkina í borginni oft á lágu plani. Vísir/Vilhelm Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist stundum hálf skammast sín fyrir að vera í borgarstjórn. Stemningin sé stundum erfið og pólitíkin í borginni oft á lágu plani. Þetta sagði Hildur í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun. „Það er bæði algerlega frábært og draumastarfið mitt og ég er full af ástríðu og í þessu af öllu hjarta en svo getur það líka verið alveg ótrúlega undarlegt starfsumhverfi, bara pólitíkin,“ segir Hildur. Starfið sé allt öðruvísi en hún hafi fengið að venjast í fyrri störfum, en Hildur starfaði sem lögfræðingur áður en hún fór út í pólitík. Þar sé mikil skilvirkni og maður þurfi að gera grein fyrir hverju einasta korteri sem maður vinni. Allt sé mjög faglegt og vandað og maður hræðist að gera ekki nógu vel. Ekki stemning fyrir gömlu fari „Stundum hef ég staðið mig að því að hálfskammast mín fyrir að vera partur af þessu. Það eru sem betur fer margir þarna sem eru sömu skoðunar og ég og mjög gjarnan vilja breyta þessu. Þetta er í einhverju gömlu fari sem ég held að sé ekki stemning fyrir lengur,“ segir Hildur. Kannski er það bara því fjölmiðlar matreiða það svoleiðis, en mér finnst þið dálítið óþekk? „Já, ég er ekkert hissa á því að þér finnist það. Mér finnst pólitíkin í borgini oft á svolítið lágu plani, ég verð að segja það,“ segir Hildur. „Auðvitað verður fólk að gera sér grein fyrir því að bara brotabrot af starfinu birtist í fjölmiðlum og lang stærstur hluti vinnunnar fer fram inni á lokuðum nefndarfundum sem enginn sér og þar eru almennt allir mjög „civiliseraðir“ og hlutirnir ganga vel,“ segir hún. „Auðvitað er ágreiningur en það er bara gert grein fyrir honum á yfirvegaðan hátt. Auðvitað, almennt, en ég er kannski meira að tala um borgarstjórnarfundina sjálfa þar sem eru sviðslistir í gangi þar. Þar eiga menn til að fara í manninn en ekki boltann og svona.“ „Ég trúi því að verði breytingar og eins og ég segi með nýjum kynslóðum og nýju fólki þá eru fleiri sem vilja sjá breytingar á þessu.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Hildi í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Bakaríið Reykjavík Tengdar fréttir Skrifstofustjóri borgarstjóra: „Skaðlegt að kjörnir fulltrúar þurfi ítrekað að verjast árásum borgarfulltrúans á mig“ Það er skaðlegt að kjörnir fulltrúar þurfi ítrekað að verjast árásum borgarfulltrúans á mig og annað starfsfólk borgarinnar í stað þess að geta einbeitt sér að því að vinna að góðum málum í þágu borgarbúa. Það er líka skaðlegt fyrir mig, fjölskyldu mína og mína heilsu,“ skrifar Helga Björg Ragnarsdóttir skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra í færslu á Facebook-síðu sinni. 14. ágúst 2020 23:10 Fylgisaukning þrátt fyrir „harðan og ósanngjarnan áróður“ Núverandi borgarstjórnarmeirihluti fengi rúman meirihluta væri gengið til kosninga í dag ef marka má nýja könnun Zenter sem birtist í Fréttablaðinu í dag. 14. ágúst 2020 16:47 Núverandi meirihluti fengi rúman meirihluta Meirihlutinn myndi bæta við sig þremur borgarfulltrúum og fá 58 prósent atkvæða borgarbúa. 14. ágúst 2020 06:40 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist stundum hálf skammast sín fyrir að vera í borgarstjórn. Stemningin sé stundum erfið og pólitíkin í borginni oft á lágu plani. Þetta sagði Hildur í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun. „Það er bæði algerlega frábært og draumastarfið mitt og ég er full af ástríðu og í þessu af öllu hjarta en svo getur það líka verið alveg ótrúlega undarlegt starfsumhverfi, bara pólitíkin,“ segir Hildur. Starfið sé allt öðruvísi en hún hafi fengið að venjast í fyrri störfum, en Hildur starfaði sem lögfræðingur áður en hún fór út í pólitík. Þar sé mikil skilvirkni og maður þurfi að gera grein fyrir hverju einasta korteri sem maður vinni. Allt sé mjög faglegt og vandað og maður hræðist að gera ekki nógu vel. Ekki stemning fyrir gömlu fari „Stundum hef ég staðið mig að því að hálfskammast mín fyrir að vera partur af þessu. Það eru sem betur fer margir þarna sem eru sömu skoðunar og ég og mjög gjarnan vilja breyta þessu. Þetta er í einhverju gömlu fari sem ég held að sé ekki stemning fyrir lengur,“ segir Hildur. Kannski er það bara því fjölmiðlar matreiða það svoleiðis, en mér finnst þið dálítið óþekk? „Já, ég er ekkert hissa á því að þér finnist það. Mér finnst pólitíkin í borgini oft á svolítið lágu plani, ég verð að segja það,“ segir Hildur. „Auðvitað verður fólk að gera sér grein fyrir því að bara brotabrot af starfinu birtist í fjölmiðlum og lang stærstur hluti vinnunnar fer fram inni á lokuðum nefndarfundum sem enginn sér og þar eru almennt allir mjög „civiliseraðir“ og hlutirnir ganga vel,“ segir hún. „Auðvitað er ágreiningur en það er bara gert grein fyrir honum á yfirvegaðan hátt. Auðvitað, almennt, en ég er kannski meira að tala um borgarstjórnarfundina sjálfa þar sem eru sviðslistir í gangi þar. Þar eiga menn til að fara í manninn en ekki boltann og svona.“ „Ég trúi því að verði breytingar og eins og ég segi með nýjum kynslóðum og nýju fólki þá eru fleiri sem vilja sjá breytingar á þessu.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Hildi í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Bakaríið Reykjavík Tengdar fréttir Skrifstofustjóri borgarstjóra: „Skaðlegt að kjörnir fulltrúar þurfi ítrekað að verjast árásum borgarfulltrúans á mig“ Það er skaðlegt að kjörnir fulltrúar þurfi ítrekað að verjast árásum borgarfulltrúans á mig og annað starfsfólk borgarinnar í stað þess að geta einbeitt sér að því að vinna að góðum málum í þágu borgarbúa. Það er líka skaðlegt fyrir mig, fjölskyldu mína og mína heilsu,“ skrifar Helga Björg Ragnarsdóttir skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra í færslu á Facebook-síðu sinni. 14. ágúst 2020 23:10 Fylgisaukning þrátt fyrir „harðan og ósanngjarnan áróður“ Núverandi borgarstjórnarmeirihluti fengi rúman meirihluta væri gengið til kosninga í dag ef marka má nýja könnun Zenter sem birtist í Fréttablaðinu í dag. 14. ágúst 2020 16:47 Núverandi meirihluti fengi rúman meirihluta Meirihlutinn myndi bæta við sig þremur borgarfulltrúum og fá 58 prósent atkvæða borgarbúa. 14. ágúst 2020 06:40 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Skrifstofustjóri borgarstjóra: „Skaðlegt að kjörnir fulltrúar þurfi ítrekað að verjast árásum borgarfulltrúans á mig“ Það er skaðlegt að kjörnir fulltrúar þurfi ítrekað að verjast árásum borgarfulltrúans á mig og annað starfsfólk borgarinnar í stað þess að geta einbeitt sér að því að vinna að góðum málum í þágu borgarbúa. Það er líka skaðlegt fyrir mig, fjölskyldu mína og mína heilsu,“ skrifar Helga Björg Ragnarsdóttir skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra í færslu á Facebook-síðu sinni. 14. ágúst 2020 23:10
Fylgisaukning þrátt fyrir „harðan og ósanngjarnan áróður“ Núverandi borgarstjórnarmeirihluti fengi rúman meirihluta væri gengið til kosninga í dag ef marka má nýja könnun Zenter sem birtist í Fréttablaðinu í dag. 14. ágúst 2020 16:47
Núverandi meirihluti fengi rúman meirihluta Meirihlutinn myndi bæta við sig þremur borgarfulltrúum og fá 58 prósent atkvæða borgarbúa. 14. ágúst 2020 06:40
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent