Töluð hrein vestfirska á íbúafundum á Flateyri og Suðureyri Andri Eysteinsson skrifar 20. janúar 2020 21:42 Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Vísir/Egill Íbúafundur var haldinn á Gunnukaffi á Flateyri í Önundarfirði í dag og stendur nú yfir annar slíkur í félagsheimilinu á Suðureyri við Súgandafjörð en á dögunum féllu snjóflóð í fjörðunum tveimur eins og mikið hefur verið fjallað um. Byggðirnar tvær eru hluti Ísafjarðarbæjar og var Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar á meðal þeirra sem ræddu málin á Flateyri. Fundurinn var vel sóttur og segir Guðmundur að fleiri hafi hann sótt en eigi lögheimili á Flateyri. „Þetta varðar okkur öll. Þarna var fólk frá nágrannabyggðarlögunum því öll búum við við þessa mannskæðu náttúruvá. Við erum öll með spurningar og þetta hittir Flateyringa og Súðvíkinga beint í hjartastað vegna sögunnar. Þetta ýfir upp svo ótrúlega erfið og djúp sár og snerti strengi okkar allra,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Frá hafnarsvæðinu á Flateyri eftir að snjóflóðið skall á.Vísir/Egill Fundurinn á Flateyri stóð yfir í um tvær klukkustundir og var hver einasta sekúnda þar fullnýtt að sögn Guðmundar. „Þetta var hitafundur, rosalega mikill tilfinningafundur en líka einn mikilvægasti fundur sem ég hef nokkurn tímann komið á. Fólk talaði bara hreina og tæra vestfirsku, fólk var reitt og lýsti vonbrigðum sínum, sagði Guðmundur og bætti við að fundargestum finnist það ekki hafa nægileg tæki og tól til þess að bjarga sér sjálfu þegar eitthvað bjátar á. „Vonbrigðin og reiðin eru mjög skiljanleg en á sama tíma fannst mér vera mikill baráttuandi. Ég á von að Súgfirðingar tali jafn hreina og beina vestfirsku og Flateyringar.“ Fundina sitja, auk bæjarbúa og Guðmundar bæjarstjóra, fulltrúar frá almannavörnum, Rauða krossinum, lögreglu, ofanflóðasjóði og tryggingum. „Við reyndum að fá sem flesta sem gætu svarað spurningunum sem koma upp á fundunum,“ segir Guðmundur. Einnig eru á fundinum starfsfólk Ísafjarðarbæjar sem munu skrásetja það sem fram kemur á fundinum verða það verðmætar upplýsingar sem eiga að vera í hryggjarstykkið í aðgerðum að sögn Guðmundar. Flateyri við Önundarfjörð.Vísir/Egill Þá segir Guðmundur það til marks um ágæti íslensks samfélags að honum hafa borist símtöl frá Katrínu Jakobsdóttur ,forsætisráðherra, eingöngu til þess að láta vita að íbúar Vestfjarða væru í hugsunum hennar. „Þetta er það sem mér finnst svo dásamlegt við íslenskt samfélag. Að það sé komið milliliðalaust samband á milli mín og forsætisráðherra til þess að við séum algjörlega með augun á boltanum og áttum okkur á að við þurfum að vera fumlaus og ábyrg í því sem við þurfum að taka fyrir hendi,“ sagði Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar á leið til íbúafundar á Suðureyri. Almannavarnir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Íbúafundur var haldinn á Gunnukaffi á Flateyri í Önundarfirði í dag og stendur nú yfir annar slíkur í félagsheimilinu á Suðureyri við Súgandafjörð en á dögunum féllu snjóflóð í fjörðunum tveimur eins og mikið hefur verið fjallað um. Byggðirnar tvær eru hluti Ísafjarðarbæjar og var Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar á meðal þeirra sem ræddu málin á Flateyri. Fundurinn var vel sóttur og segir Guðmundur að fleiri hafi hann sótt en eigi lögheimili á Flateyri. „Þetta varðar okkur öll. Þarna var fólk frá nágrannabyggðarlögunum því öll búum við við þessa mannskæðu náttúruvá. Við erum öll með spurningar og þetta hittir Flateyringa og Súðvíkinga beint í hjartastað vegna sögunnar. Þetta ýfir upp svo ótrúlega erfið og djúp sár og snerti strengi okkar allra,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Frá hafnarsvæðinu á Flateyri eftir að snjóflóðið skall á.Vísir/Egill Fundurinn á Flateyri stóð yfir í um tvær klukkustundir og var hver einasta sekúnda þar fullnýtt að sögn Guðmundar. „Þetta var hitafundur, rosalega mikill tilfinningafundur en líka einn mikilvægasti fundur sem ég hef nokkurn tímann komið á. Fólk talaði bara hreina og tæra vestfirsku, fólk var reitt og lýsti vonbrigðum sínum, sagði Guðmundur og bætti við að fundargestum finnist það ekki hafa nægileg tæki og tól til þess að bjarga sér sjálfu þegar eitthvað bjátar á. „Vonbrigðin og reiðin eru mjög skiljanleg en á sama tíma fannst mér vera mikill baráttuandi. Ég á von að Súgfirðingar tali jafn hreina og beina vestfirsku og Flateyringar.“ Fundina sitja, auk bæjarbúa og Guðmundar bæjarstjóra, fulltrúar frá almannavörnum, Rauða krossinum, lögreglu, ofanflóðasjóði og tryggingum. „Við reyndum að fá sem flesta sem gætu svarað spurningunum sem koma upp á fundunum,“ segir Guðmundur. Einnig eru á fundinum starfsfólk Ísafjarðarbæjar sem munu skrásetja það sem fram kemur á fundinum verða það verðmætar upplýsingar sem eiga að vera í hryggjarstykkið í aðgerðum að sögn Guðmundar. Flateyri við Önundarfjörð.Vísir/Egill Þá segir Guðmundur það til marks um ágæti íslensks samfélags að honum hafa borist símtöl frá Katrínu Jakobsdóttur ,forsætisráðherra, eingöngu til þess að láta vita að íbúar Vestfjarða væru í hugsunum hennar. „Þetta er það sem mér finnst svo dásamlegt við íslenskt samfélag. Að það sé komið milliliðalaust samband á milli mín og forsætisráðherra til þess að við séum algjörlega með augun á boltanum og áttum okkur á að við þurfum að vera fumlaus og ábyrg í því sem við þurfum að taka fyrir hendi,“ sagði Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar á leið til íbúafundar á Suðureyri.
Almannavarnir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira