Kylian Mbappe er hrifinn af Liverpool liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2020 11:30 Kylian Mbappe hefur verið orðaður við bæði Real Madrid og Liverpool. Hér er hann í leik á móti íslenska landsliðinu. Getty/Tim Clayton Kylian Mbappe, framherji franska stórliðsins Paris Saint Germain og lykilmaður í heimsmeistaraliði Frakka, líkir Liverpool liðinu við vél í nýju viðtali við breska ríkisútvarpið. Kylian Mbappe er líklega stærsta stjarnan sem hefur verið orðuð við Liverpool liðið á síðustu mánuðum en þar á ferðinni, að margra mati, besti ungi knattspyrnumaður heims. Kylian Mbappe hefur farið á kostum með bæði Paris Saint Germain liðinu sem og með franska landsliðinu og er kominn í hóp þeirra allra bestu þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gamall. Kylian Mbappe talks about #LFC being 'a machine', his links to Real Madrid and his hopes for the rest of the season with PSG. This is fascinating https://t.co/u0rmzD7SNmpic.twitter.com/f4aimo1iHq— BBC Sport (@BBCSport) January 21, 2020 Í viðtalinu við breska ríkisútvarpið var Kylian Mbappe spurður út í Liverpool liðið sem er nú með sextán stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Kylian Mbappe stóð fastur á því að hann væri leikmaður Paris Saint Germain og að hann væri með allan hugann við að spila með franska stórliðinu. Blaðamaður BBC hitti á hann þegar Kylian Mbappe var að kynna góðsgerðasamtök sín „Inspired by Kylian Mbappe (IBKM).“ Mbappe var aftur á móti alveg tilbúinn að tala um Liverpool liðið sem hefur vakið aðdáun hans. „Það er stórkostlegt sem Liverpool liðið er að gera þessa stundina. Þeir eru eins og vél, hafa fundið taktinn og takast á við hvern leik á sama hátt,“ sagði Kylian Mbappe. „Þeir hafa enn ekki tapað deildarleik. Þetta lítur kannski úr fyrir að vera auðvelt þegar þú horfir á þá en það er það ekki. Þessir gæjar eru einbeittir, spila á þriggja daga frestir en vinna, vinna og vinna,“ sagði Mbappe. Kylian Mbappe has a lot of praise for Liverpool, who he says are "a machine". In full: https://t.co/bQkf7u6iBr#LFC#PSG#bbcfootballpic.twitter.com/v8pQg91pIL— BBC Sport (@BBCSport) January 21, 2020 „Nú er vandamálið að allir horfa á Liverpool liðið og allir eru að fylgjast með því hvað liðin geta gert á móti þeim. Þeir þurfa því alltaf að vera að sanna styrk sinn en þetta er mjög gott lið með virkilega góðan knattspyrnustjóra,“ sagði Mbappe. Mbappe hefur aðeins verið orðaður við Liverpool en þó aðallega við spænska liðið Real Madrid. „Það eru allir að tala um það og ég talaði líka um það þegar ég var ungur. Núna er ég leikmaður og veit að þetta er ekki rétti tíminn til að ræða slík mál,“ sagði Mbappe. „Við erum í janúar og þetta er tími tímabilsins þar sem peningarnir flæða. Ímyndaðu þér ef ég svara þessari spurningu þinni og segi eitthvað. Allir fara að tala um það og það er ekki gott fyrir PSG,“ sagði Mbappe. „Ég er núna leikmaður PSG og er hér hundrað prósent. Ég vil hjálpa mínu félagi að vaxa á þessu tímabili og vinna fullt af titlum. Það er ekki gott fyrir mig að tala um framtíðina,“ sagði Mbappe. „Ég hugsa vel um klúbbinn því hann hjálpaði mér. Ég kom hingað þegar ég var átján ára. Ég var efnilegur en engin stórstjarna. Nú er ég stórstjarna og það er PSG og franska landsliðinu að þakka,“ sagði Mbappe. „Ég er rólegur og einbeittur á það að spila með PSG. Við verðum síðan bara að sjá til eftir tímabilið. Núna hugsa ég bara um að spila minn fótbolta,“ sagði Mbappe. Enski boltinn Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Sjá meira
Kylian Mbappe, framherji franska stórliðsins Paris Saint Germain og lykilmaður í heimsmeistaraliði Frakka, líkir Liverpool liðinu við vél í nýju viðtali við breska ríkisútvarpið. Kylian Mbappe er líklega stærsta stjarnan sem hefur verið orðuð við Liverpool liðið á síðustu mánuðum en þar á ferðinni, að margra mati, besti ungi knattspyrnumaður heims. Kylian Mbappe hefur farið á kostum með bæði Paris Saint Germain liðinu sem og með franska landsliðinu og er kominn í hóp þeirra allra bestu þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gamall. Kylian Mbappe talks about #LFC being 'a machine', his links to Real Madrid and his hopes for the rest of the season with PSG. This is fascinating https://t.co/u0rmzD7SNmpic.twitter.com/f4aimo1iHq— BBC Sport (@BBCSport) January 21, 2020 Í viðtalinu við breska ríkisútvarpið var Kylian Mbappe spurður út í Liverpool liðið sem er nú með sextán stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Kylian Mbappe stóð fastur á því að hann væri leikmaður Paris Saint Germain og að hann væri með allan hugann við að spila með franska stórliðinu. Blaðamaður BBC hitti á hann þegar Kylian Mbappe var að kynna góðsgerðasamtök sín „Inspired by Kylian Mbappe (IBKM).“ Mbappe var aftur á móti alveg tilbúinn að tala um Liverpool liðið sem hefur vakið aðdáun hans. „Það er stórkostlegt sem Liverpool liðið er að gera þessa stundina. Þeir eru eins og vél, hafa fundið taktinn og takast á við hvern leik á sama hátt,“ sagði Kylian Mbappe. „Þeir hafa enn ekki tapað deildarleik. Þetta lítur kannski úr fyrir að vera auðvelt þegar þú horfir á þá en það er það ekki. Þessir gæjar eru einbeittir, spila á þriggja daga frestir en vinna, vinna og vinna,“ sagði Mbappe. Kylian Mbappe has a lot of praise for Liverpool, who he says are "a machine". In full: https://t.co/bQkf7u6iBr#LFC#PSG#bbcfootballpic.twitter.com/v8pQg91pIL— BBC Sport (@BBCSport) January 21, 2020 „Nú er vandamálið að allir horfa á Liverpool liðið og allir eru að fylgjast með því hvað liðin geta gert á móti þeim. Þeir þurfa því alltaf að vera að sanna styrk sinn en þetta er mjög gott lið með virkilega góðan knattspyrnustjóra,“ sagði Mbappe. Mbappe hefur aðeins verið orðaður við Liverpool en þó aðallega við spænska liðið Real Madrid. „Það eru allir að tala um það og ég talaði líka um það þegar ég var ungur. Núna er ég leikmaður og veit að þetta er ekki rétti tíminn til að ræða slík mál,“ sagði Mbappe. „Við erum í janúar og þetta er tími tímabilsins þar sem peningarnir flæða. Ímyndaðu þér ef ég svara þessari spurningu þinni og segi eitthvað. Allir fara að tala um það og það er ekki gott fyrir PSG,“ sagði Mbappe. „Ég er núna leikmaður PSG og er hér hundrað prósent. Ég vil hjálpa mínu félagi að vaxa á þessu tímabili og vinna fullt af titlum. Það er ekki gott fyrir mig að tala um framtíðina,“ sagði Mbappe. „Ég hugsa vel um klúbbinn því hann hjálpaði mér. Ég kom hingað þegar ég var átján ára. Ég var efnilegur en engin stórstjarna. Nú er ég stórstjarna og það er PSG og franska landsliðinu að þakka,“ sagði Mbappe. „Ég er rólegur og einbeittur á það að spila með PSG. Við verðum síðan bara að sjá til eftir tímabilið. Núna hugsa ég bara um að spila minn fótbolta,“ sagði Mbappe.
Enski boltinn Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Sjá meira