Innlent

Stakur jarðskjálfti í Mýrdalsjökli

Samúel Karl Ólason skrifar
Mælingar veðurstofunnar gefa ekki í skyn að einhverskonar hræringar eigi sér stað undir Mýrdalsjökli.
Mælingar veðurstofunnar gefa ekki í skyn að einhverskonar hræringar eigi sér stað undir Mýrdalsjökli. Vísir/Vilhelm

Jarðskjálftamælar Veðurstofu Íslands greindu í morgun jarðskjálfta sem var 2,8 að stærð í Mýrdalsjökli. Nánar tiltekið í sigkatli númer 16 og um klukkan átta í morgun. Engin tilkynning hefur borist um að skjálftinn hafi fundist og samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni mældust engir aðrir skjálftar á svæðinu.

Í raun hafa skjálftamælar veðurstofunnar verið einkar rólegir undanfarna daga.

Ekkert útlit er fyrir einhvers konar hræringar í jöklinum, samkvæmt mælingum veðurstofunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×