Fyrrum leikmaður Liverpool hraunar yfir Paul Pogba | Myndband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. janúar 2020 23:00 Eru vandræði Manchester United virkilega Paul Pogba að kenna? Vísir/Getty Jason McAteer, fyrrum leikmaður Liverpool og írska landsliðsins, virðist hafa fundið ástæðu fyrir slæmu gengi Manchester United á leiktíðinni. Þetta er allt Paul Pogba, þeim Paul Pogba sem varð heimsmeistari með Frakklandi sumarið 2018 og var margfaldur Ítalíumeistari með Juventus áður en hann gekk til liðs við Manchester United vorið 2016. McAteer, sem starfar í dag hjá beIn Sports sem er staðsett í Katar, telur að Ole Gunnar Solskjær sé ekki rétti maðurinn í starfið. McAteer var að störfum hjá beIN Sports yfir leik Manchester United og Burnley á Old Trafford í gærkvöld þar sem heimamenn máttu þola óvænt 0-2 tap. Eftir leik lét þessi fyrrum leikmaður Bolton Wanderers, Liverpool, Blackburn Rovers, Sunderland og Tranmere Rovers gamminn geisa.Ég skil ekki Paul Pogba, hann passar ekki inn í Manchester United. Það er ástæða fyrir því að Sir Alex Ferguson lét hann fara á sínum tíma. Af hverju kaupa þeir hann til baka? Fyrir mína parta veldur hann usla í búningsklefanum. Hann hefur of mikil áhrif á yngri leikmenn liðsins og það er ekki það sem þú vilt, sagði McAteer meðal annars áður en hann hélt áfram.Þú vilt James Milner, Jordan Henderson og Adam Lallana í búningsklefanum þínum. Leikmenn sem segja þér hvernig þú átt að lifa lífinu og vinna titla.Eftir að ræða Liverpool enn frekar þá segir McAteer að United skorti leiðtoga, þeir séu ekki með neinn að stýra skútunni og að Ole Gunnar Solskjær sé ekki rétti maðurinn til þess. Vert er að taka fram að Paul Pogba hefur unnið fleiri titla en James Milner, Jordan Henderson og Adam Lallana til samans þrátt fyrir að vera yngri en þeir allir. Þá var Paul Pogba hvergi sjáanlegur er Man Utd beið afhroð gegn Burnley í kvöld þar sem leikmaðurinn hefur verið meiddur á ökkla nær allt tímabilið og þurfti að fara í aðgerð eftir að læknalið félagsins gaf honum grænt ljós á að spila gegn Rochdale í Deildarbikarnum fyrr á leiktíðinni. "I don't get Paul Pogba... He just upsets the dressing room. He has too much influence on the younger players."@MCATEER4 knows who to blame for #MUFC's demise. #beINPL#MUNBURhttps://t.co/WV13QNyk6Mpic.twitter.com/RY4wEuyQVy— beIN SPORTS (@beINSPORTS_EN) January 22, 2020 Enski boltinn Tengdar fréttir Solskjær svaraði Ian Wright fullum hálsi Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er ekki hrifinn af því tali að hann hafi valdið meiðslum Marcus Rashford. 22. janúar 2020 11:00 Solskjær leitar til íþróttasálfræðings vegna vandræða gegn smærri liðunum Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er sagður vilja fá íþróttasálfræðing til starfa hjá félaginu. 22. janúar 2020 17:30 Margfaldur meistari með Man. United talaði eftir leikinn um eitrað andrúmsloft á Old Trafford Það er óhætt að segja að tap Manchester United í gærkvöldi á heimavelli á móti Burnley hafi farið illa í bæði stuðningsmenn félagsins sem og nokkra knattspyrnusérfræðinga. 23. janúar 2020 09:00 United hefur tapað fleiri deildarleikjum en það hefur unnið síðan Solskjær var ráðinn til frambúðar Manchester United hefur tapað tólf deildarleikjum en aðeins unnið ellefu eftir að Ole Gunnar Solskjær var ráðinn knattspyrnustjóri liðsins til frambúðar. 23. janúar 2020 07:30 Bítlarnir höfðu ekki enn gefið út plötu síðast þegar Burnley vann á Old Trafford Burnley vann sinn fyrsta sigur á Manchester United á Old Trafford í 58 ár í gær. 23. janúar 2020 13:30 „Strákarnir hafa gert frábærlega á þessu tímabili en þetta var ekki nógu gott“ Knattspyrnustjóri Manchester United stendur þétt við bakið á sínum mönnum. 22. janúar 2020 23:11 Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Sjá meira
Jason McAteer, fyrrum leikmaður Liverpool og írska landsliðsins, virðist hafa fundið ástæðu fyrir slæmu gengi Manchester United á leiktíðinni. Þetta er allt Paul Pogba, þeim Paul Pogba sem varð heimsmeistari með Frakklandi sumarið 2018 og var margfaldur Ítalíumeistari með Juventus áður en hann gekk til liðs við Manchester United vorið 2016. McAteer, sem starfar í dag hjá beIn Sports sem er staðsett í Katar, telur að Ole Gunnar Solskjær sé ekki rétti maðurinn í starfið. McAteer var að störfum hjá beIN Sports yfir leik Manchester United og Burnley á Old Trafford í gærkvöld þar sem heimamenn máttu þola óvænt 0-2 tap. Eftir leik lét þessi fyrrum leikmaður Bolton Wanderers, Liverpool, Blackburn Rovers, Sunderland og Tranmere Rovers gamminn geisa.Ég skil ekki Paul Pogba, hann passar ekki inn í Manchester United. Það er ástæða fyrir því að Sir Alex Ferguson lét hann fara á sínum tíma. Af hverju kaupa þeir hann til baka? Fyrir mína parta veldur hann usla í búningsklefanum. Hann hefur of mikil áhrif á yngri leikmenn liðsins og það er ekki það sem þú vilt, sagði McAteer meðal annars áður en hann hélt áfram.Þú vilt James Milner, Jordan Henderson og Adam Lallana í búningsklefanum þínum. Leikmenn sem segja þér hvernig þú átt að lifa lífinu og vinna titla.Eftir að ræða Liverpool enn frekar þá segir McAteer að United skorti leiðtoga, þeir séu ekki með neinn að stýra skútunni og að Ole Gunnar Solskjær sé ekki rétti maðurinn til þess. Vert er að taka fram að Paul Pogba hefur unnið fleiri titla en James Milner, Jordan Henderson og Adam Lallana til samans þrátt fyrir að vera yngri en þeir allir. Þá var Paul Pogba hvergi sjáanlegur er Man Utd beið afhroð gegn Burnley í kvöld þar sem leikmaðurinn hefur verið meiddur á ökkla nær allt tímabilið og þurfti að fara í aðgerð eftir að læknalið félagsins gaf honum grænt ljós á að spila gegn Rochdale í Deildarbikarnum fyrr á leiktíðinni. "I don't get Paul Pogba... He just upsets the dressing room. He has too much influence on the younger players."@MCATEER4 knows who to blame for #MUFC's demise. #beINPL#MUNBURhttps://t.co/WV13QNyk6Mpic.twitter.com/RY4wEuyQVy— beIN SPORTS (@beINSPORTS_EN) January 22, 2020
Enski boltinn Tengdar fréttir Solskjær svaraði Ian Wright fullum hálsi Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er ekki hrifinn af því tali að hann hafi valdið meiðslum Marcus Rashford. 22. janúar 2020 11:00 Solskjær leitar til íþróttasálfræðings vegna vandræða gegn smærri liðunum Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er sagður vilja fá íþróttasálfræðing til starfa hjá félaginu. 22. janúar 2020 17:30 Margfaldur meistari með Man. United talaði eftir leikinn um eitrað andrúmsloft á Old Trafford Það er óhætt að segja að tap Manchester United í gærkvöldi á heimavelli á móti Burnley hafi farið illa í bæði stuðningsmenn félagsins sem og nokkra knattspyrnusérfræðinga. 23. janúar 2020 09:00 United hefur tapað fleiri deildarleikjum en það hefur unnið síðan Solskjær var ráðinn til frambúðar Manchester United hefur tapað tólf deildarleikjum en aðeins unnið ellefu eftir að Ole Gunnar Solskjær var ráðinn knattspyrnustjóri liðsins til frambúðar. 23. janúar 2020 07:30 Bítlarnir höfðu ekki enn gefið út plötu síðast þegar Burnley vann á Old Trafford Burnley vann sinn fyrsta sigur á Manchester United á Old Trafford í 58 ár í gær. 23. janúar 2020 13:30 „Strákarnir hafa gert frábærlega á þessu tímabili en þetta var ekki nógu gott“ Knattspyrnustjóri Manchester United stendur þétt við bakið á sínum mönnum. 22. janúar 2020 23:11 Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Sjá meira
Solskjær svaraði Ian Wright fullum hálsi Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er ekki hrifinn af því tali að hann hafi valdið meiðslum Marcus Rashford. 22. janúar 2020 11:00
Solskjær leitar til íþróttasálfræðings vegna vandræða gegn smærri liðunum Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er sagður vilja fá íþróttasálfræðing til starfa hjá félaginu. 22. janúar 2020 17:30
Margfaldur meistari með Man. United talaði eftir leikinn um eitrað andrúmsloft á Old Trafford Það er óhætt að segja að tap Manchester United í gærkvöldi á heimavelli á móti Burnley hafi farið illa í bæði stuðningsmenn félagsins sem og nokkra knattspyrnusérfræðinga. 23. janúar 2020 09:00
United hefur tapað fleiri deildarleikjum en það hefur unnið síðan Solskjær var ráðinn til frambúðar Manchester United hefur tapað tólf deildarleikjum en aðeins unnið ellefu eftir að Ole Gunnar Solskjær var ráðinn knattspyrnustjóri liðsins til frambúðar. 23. janúar 2020 07:30
Bítlarnir höfðu ekki enn gefið út plötu síðast þegar Burnley vann á Old Trafford Burnley vann sinn fyrsta sigur á Manchester United á Old Trafford í 58 ár í gær. 23. janúar 2020 13:30
„Strákarnir hafa gert frábærlega á þessu tímabili en þetta var ekki nógu gott“ Knattspyrnustjóri Manchester United stendur þétt við bakið á sínum mönnum. 22. janúar 2020 23:11