Bobby skorar bara á útivelli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2020 11:00 Roberto Firmino fagnar sigurmarki sínu í gær. Getty/Andrew Powell Roberto Firmino sá til þess að sigurganga Liverpool hélt áfram í gær þegar hann skoraði sigurmarkið á móti Wolverhampton Wanderers þegar aðeins sex mínútur voru eftir af leiknum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Bobby Firmino kemur sterkur inn í útileikjum Liverpool á þessu tímabili. Bobby skorar nefnilega bara á útivelli því öll átta deildarmörk hans á leiktíðinni hafa komið utan Anfield. All eight of Roberto Firmino's Premier League goals this season have come away from Anfield: St Mary’s Turf Moor Stamford Bridge Selhurst Park King Power Tottenham Hotspur Stadium Molineux The biggest one yet. pic.twitter.com/lrQ0Tz2zeY— Squawka Football (@Squawka) January 23, 2020 Hann hefur skorað á Mary’s, Turf Moor, Stamford Bridge, Selhurst Park, King Power, Tottenham Hotspur Stadium og Molineux en ekki á Anfield. Þetta var þriðja sigurmark Firmino í útileikjum Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð og alls hafa mörk hans á útivelli skilað Liverpool tíu aukastigum. Firmino hefur skorað þessi átta útivallarmörk í ellefu útileikjum en er markalaus í tólf deildarleikjum sínum á Anfield. 6 - Roberto Firmino has scored six goals in his last eight games for Liverpool in all competitions, as many as he had in his previous 32 appearances for the club before this. Señor. #WOLLIVpic.twitter.com/rxEVtzjhq5— OptaJoe (@OptaJoe) January 23, 2020 Það má síðan ekki gleyma því að það var einmitt Bobby Firminos sem skoraði sigurmarkið í báðum leikjum Liverpool í heimsmeistarakeppni félagsliða sem fór einmitt fram í Katar. Firmino skoraði þá sigurmarkið í framlengingu í 2-1 sigri á Monterrey í undanúrslitunum og svo eina markið í úrslitaleiknum á móti Flamengo en það mark kom líka í framlengingu. Þetta þýðir að öll tíu mörk Bobby Firmino í öllum keppnum á tímabilinu hafa komið utan Liverpool-borgar.Mörkin hjá Bobby Firmino 2019-20 og mikilvægi þeirra Sigurmark á móti Wolves í 2-1 sigri [+2 stig] Sigurmark á móti Tottenham í 1-0 sigri [+2 stig] Tvö mörk á móti Leicester í 4-0 sigri Sigurmark á móti Crystal Palace í 2-1 sigri [+2 stig] Seinna markið á móti Chelsea í 2-1 sigri [+2 stig] Þriðja markið á móti Burnley í 3-0 sigri Seinna markið á móti Southampton í 2-1 sigri [+2 stig] + Sigurmark á móti Monterrey í 2-1 sigri Sigurmark á móti Flamengo í 1-0 sigriMörk á heimavelli: 0 mörk í 16 leikjum í öllum keppnumMörk á útivelli: 10 mörk í 17 leikjum í öllum keppnum Enski boltinn Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Sjá meira
Roberto Firmino sá til þess að sigurganga Liverpool hélt áfram í gær þegar hann skoraði sigurmarkið á móti Wolverhampton Wanderers þegar aðeins sex mínútur voru eftir af leiknum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Bobby Firmino kemur sterkur inn í útileikjum Liverpool á þessu tímabili. Bobby skorar nefnilega bara á útivelli því öll átta deildarmörk hans á leiktíðinni hafa komið utan Anfield. All eight of Roberto Firmino's Premier League goals this season have come away from Anfield: St Mary’s Turf Moor Stamford Bridge Selhurst Park King Power Tottenham Hotspur Stadium Molineux The biggest one yet. pic.twitter.com/lrQ0Tz2zeY— Squawka Football (@Squawka) January 23, 2020 Hann hefur skorað á Mary’s, Turf Moor, Stamford Bridge, Selhurst Park, King Power, Tottenham Hotspur Stadium og Molineux en ekki á Anfield. Þetta var þriðja sigurmark Firmino í útileikjum Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð og alls hafa mörk hans á útivelli skilað Liverpool tíu aukastigum. Firmino hefur skorað þessi átta útivallarmörk í ellefu útileikjum en er markalaus í tólf deildarleikjum sínum á Anfield. 6 - Roberto Firmino has scored six goals in his last eight games for Liverpool in all competitions, as many as he had in his previous 32 appearances for the club before this. Señor. #WOLLIVpic.twitter.com/rxEVtzjhq5— OptaJoe (@OptaJoe) January 23, 2020 Það má síðan ekki gleyma því að það var einmitt Bobby Firminos sem skoraði sigurmarkið í báðum leikjum Liverpool í heimsmeistarakeppni félagsliða sem fór einmitt fram í Katar. Firmino skoraði þá sigurmarkið í framlengingu í 2-1 sigri á Monterrey í undanúrslitunum og svo eina markið í úrslitaleiknum á móti Flamengo en það mark kom líka í framlengingu. Þetta þýðir að öll tíu mörk Bobby Firmino í öllum keppnum á tímabilinu hafa komið utan Liverpool-borgar.Mörkin hjá Bobby Firmino 2019-20 og mikilvægi þeirra Sigurmark á móti Wolves í 2-1 sigri [+2 stig] Sigurmark á móti Tottenham í 1-0 sigri [+2 stig] Tvö mörk á móti Leicester í 4-0 sigri Sigurmark á móti Crystal Palace í 2-1 sigri [+2 stig] Seinna markið á móti Chelsea í 2-1 sigri [+2 stig] Þriðja markið á móti Burnley í 3-0 sigri Seinna markið á móti Southampton í 2-1 sigri [+2 stig] + Sigurmark á móti Monterrey í 2-1 sigri Sigurmark á móti Flamengo í 1-0 sigriMörk á heimavelli: 0 mörk í 16 leikjum í öllum keppnumMörk á útivelli: 10 mörk í 17 leikjum í öllum keppnum
Enski boltinn Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Sjá meira