Innlent

Skipa starfs­hóp til að styrkja at­vinnu­líf og bú­setu á Flat­eyri

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Snjóflóðin sem féllu á Flateyri og Suðureyri fyrr í mánuðinum ollu mikilli eyðileggingu, einkum á Flateyri.
Snjóflóðin sem féllu á Flateyri og Suðureyri fyrr í mánuðinum ollu mikilli eyðileggingu, einkum á Flateyri. Vísir/Egill

Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa ákveðið að skipa starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri við Önundarfjörð í kjölfar snjóflóðanna þann 14. janúar síðastliðinn.

Verkefni starfshópsins er að kanna leiðir til að byggja upp traust íbúa Flateyrar á samfélagslegum innviðum og gera tillögur um aðgerðir sem styrkt geta stoðir byggðarinnar, að því er segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins.

Starfshópurinn er þannig skipaður:

  • Teitur Björn Einarsson, lögmaður, fulltrúi fjármála- og efnahagsráðherra, formaður
  • Lísa Kristjánsdóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra
  • Hermann Sæmundsson, skrifstofustjóri í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu
  • Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir, varabæjarfulltrúi í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar

Miðað er við að starfshópurinn skili tillögum sínum fyrir 1. mars 2020.

Ríkisstjórnin ákvað í síðustu viku að skipa starfshóp sem fara mun yfir framkvæmdaáætlun ofanflóðasjóðs í kjölfar snjóflóðanna. Í þeim starfshópi munu sitja fulltrúar fjármála- og efnahagsráðuneytisins og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Hópurinn mun jafnframt leggja til heildstætt mat á framkvæmdir við ofanflóðavarnir með áherslu á tímabil næstu fjármálaáætlunar fyrir árin 2021-2025 sem kynnt verður í vor.


Tengdar fréttir

Töluð hrein vestfirska á íbúafundum á Flateyri og Suðureyri

búafundur var haldinn á Gunnukaffi á Flateyri í Önundarfirði í dag og stendur nú yfir annar slíkur í félagsheimilinu á Suðureyri við Súgandafjörð en á dögunum féllu snjóflóð í fjörðunum tveimur eins og mikið hefur verið fjallað um.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×