Öskraði á fréttakonu og bað hana um að finna Úkraínu á korti Kjartan Kjartansson skrifar 24. janúar 2020 23:40 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP/Andrew Medichini Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hellti úr skálum reiði sinnar yfir fréttakonu sem spurði hann erfiðra spurninga um aðild hans að atburðum sem leiddu til kæru á hendur Donald Trump forseta fyrir embættisbrot. Lét ráðherrann fréttakonuna jafnframt benda sér á Úkraínu á korti. Spurningar Mary Louise Kelly, fréttakonu NPR-útvarpsstöðvarinnar, um hvort að Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefði komið starfsmönnum utanríkisþjónustunnar sem lentu í hringiðu atburðanna sem leiddu til kærunnar gegn Trump til varnar virðist hafa farið fyrir brjóstið á ráðherranum. Eftir viðtalið segir Kelly að hún hafi verið leidd inn í herbergi til Pompeo þar sem ráðherrann hafi beðið hennar. Þar hafi Pompeo öskrað á hana um það bil jafn lengi og viðtal þeirra áður hafði tekið. Lýsti Pompeo megnri óánægju með að Kelly hefði spurt hann út í Úkraínu sem Trump forseti er sakaður um að hafa reynt að þvinga til að hjálpa sér fyrir forsetakosningarnar á þessu ári með pólitískum rannsóknum á hendur keppinauti hans. „Hann spurði „Heldur þú að Bandaríkjamönnum sé ekki sama um Úkraínu?“. Hann notaði F-orðið í þeirri setningu og mörgum öðrum,“ segir Kelly um samskipti sín við ráðherrann. Pompeo lét þó ekki þar við sitja heldur spurði hann fréttakonuna hvort hún gæti fundið Úkraínu á korti. Þegar Kelly gat það bað hann aðstoðarmann sinn um að koma með ómerkt heimskort. „Ég benti á Úkraínu. Hann lagði kortið frá sér. Hann sagði: „fólk á eftir að heyra af þessu“,“ segir Kelly. NPR's Mary Louise Kelly says the following happened after the interview in which she asked some tough questions to Secretary of State Mike Pompeo. pic.twitter.com/cRTb71fZvX— Daniel Dale (@ddale8) January 24, 2020 Fullyrti að hann hefði varið alla embættismenn sína Í viðtalinu gekk Kelly á Pompeo varðandi gagnrýni starfsmanna utanríkisþjónustunnar á að hann hefði sem ráðherra ekki komið þeim til varnar í orrahríðinni í kringum samskipti Trump við Úkraínu. Sérstaklega vísaði Kelly til Marie Yovanovitch sem Trump forseti lét kalla heim sem sendiherra í Kænugarði eftir það sem núverandi og fyrrverandi embættismenn utanríkisþjónustunnar hafa lýst sem ófrægingarherferð Rudys Giuliani, persónulegs lögmanns Trump, gegn henni. Pompeo bægði spurningunni í fyrstu frá sér með því að afskrifa gagnrýnendurna sem „nafnlausa heimildarmenn“ Kelly. Þegar hún benti honum á að Michael McKinley, fyrrverandi aðalráðgjafi Pompeo, hefði borið vitni eiðsvarinn fyrir Bandaríkjaþingi um að hann hafi sagt af sér að hluta til vegna þess að ráðuneytið kom starfsmönnum ekki til varnar sagðist Pompeo ekki ætla að svara því sem McKinley „kynna að hafa“ sagt. „Ég hef varið alla embættismenn utanríkisráðuneytisins. Við höfum byggt upp frábært teymi,“ fullyrti ráðherrann. Svar Pompeo var á sömu leið þegar Kelly spurði hann sérstaklega út í hlutskipti Yovanovitch. Bað hún hann um að vísa sér á ummæli þar sem hann hefði varið hana. „Ég hef sagt allt sem ég ætla að segja,“ svaraði Pompeo. Amazing clip. Pompeo: zip.Brava, @NPRKelly and Morning Edition. I don't get to say that very often these days, but it is justified here. pic.twitter.com/3iEHEPjCef— Jay Rosen (@jayrosen_nyu) January 24, 2020 Sakaður um að misbeita valdi sínu í samskiptum við Úkraínu Öldungadeild Bandaríkjaþings réttar nú yfir Trump forseta vegna kæru fulltrúadeildarinnar á hendur honum um embættisbrot. Trump er sakaður um að hafa misnotað vald sitt þegar hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka Joe Biden, pólitískan keppinaut, og um að hafa hindrað rannsókn þingsins. Trump og Giuliani reyndu að fá Úkraínumenn til þess að rannsaka meinta spillingu Biden þar í landi og stoðlausa samsæriskenningu þeirra um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Í því skyni reyndu Giuliani og samverkamenn hans í Úkraínu að ryðja Yovanovitch sendiherra úr vegi. Í frægu símtali við Volodýmýr Zelenskíj, forseta Úkraínu, í sumar talaði Trump forseti illa um Yovanovitch og fullyrti að hún ætti eftir að „lenda í ýmsu“. Yovanovitch bar vitni við rannsókn fulltrúadeildarinnar og sagði að henni hafi fundist sér ógnað með orðum forsetans þegar hún las þau. Núverandi og fyrrverandi embættismenn ríkisstjórnar Trump sem báru vitni í rannsókninni töldu að Trump og Giuliani hefðu skilyrt hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð og fund í Hvíta húsinu sem Úkraínumennirnir sóttust eftir við að tilkynnt yrði um rannsóknir á Biden og samsæriskenningu þeirra. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Úkraína Tengdar fréttir Taldi Úkraínu ekki fá aðstoð nema að fallist yrði á kröfur Trump Að minnsta kosti þrír embættismenn ríkisstjórnar Trump forseta hafa nú borið vitni um að hernaðaraðstoð við Úkraínu hafi verið skilyrt við rannsóknir sem Trump krafðist frá stjórnvöldum í Kænugarði. 7. nóvember 2019 09:30 Taldi sér ógnað með orðum Trump við Úkraínuforseta Fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu hefur enn áhyggjur af hefndaraðgerðum eftir að hann las ummæli Trump forseta um hann í símtali við forseta Úkraínu. 5. nóvember 2019 11:45 Ný gögn sýna fram á samskipti Pompeo og Giuliani Gögn sem utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur afhent samtökunum American Oversight eftir aðgangsbeiðni þeirra sýna fram á ítrekuð samskipti utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump. 23. nóvember 2019 12:22 Bauð upplýsingar um Biden í skiptum fyrir brottrekstur sendiherra Ný gögn varpa frekara ljósi á tilraunir bandamanna Trump Bandaríkjaforseta til að grafa upp skaðlegar upplýsingar um pólitískan andstæðing hans í Úkraínu. 15. janúar 2020 11:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hellti úr skálum reiði sinnar yfir fréttakonu sem spurði hann erfiðra spurninga um aðild hans að atburðum sem leiddu til kæru á hendur Donald Trump forseta fyrir embættisbrot. Lét ráðherrann fréttakonuna jafnframt benda sér á Úkraínu á korti. Spurningar Mary Louise Kelly, fréttakonu NPR-útvarpsstöðvarinnar, um hvort að Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefði komið starfsmönnum utanríkisþjónustunnar sem lentu í hringiðu atburðanna sem leiddu til kærunnar gegn Trump til varnar virðist hafa farið fyrir brjóstið á ráðherranum. Eftir viðtalið segir Kelly að hún hafi verið leidd inn í herbergi til Pompeo þar sem ráðherrann hafi beðið hennar. Þar hafi Pompeo öskrað á hana um það bil jafn lengi og viðtal þeirra áður hafði tekið. Lýsti Pompeo megnri óánægju með að Kelly hefði spurt hann út í Úkraínu sem Trump forseti er sakaður um að hafa reynt að þvinga til að hjálpa sér fyrir forsetakosningarnar á þessu ári með pólitískum rannsóknum á hendur keppinauti hans. „Hann spurði „Heldur þú að Bandaríkjamönnum sé ekki sama um Úkraínu?“. Hann notaði F-orðið í þeirri setningu og mörgum öðrum,“ segir Kelly um samskipti sín við ráðherrann. Pompeo lét þó ekki þar við sitja heldur spurði hann fréttakonuna hvort hún gæti fundið Úkraínu á korti. Þegar Kelly gat það bað hann aðstoðarmann sinn um að koma með ómerkt heimskort. „Ég benti á Úkraínu. Hann lagði kortið frá sér. Hann sagði: „fólk á eftir að heyra af þessu“,“ segir Kelly. NPR's Mary Louise Kelly says the following happened after the interview in which she asked some tough questions to Secretary of State Mike Pompeo. pic.twitter.com/cRTb71fZvX— Daniel Dale (@ddale8) January 24, 2020 Fullyrti að hann hefði varið alla embættismenn sína Í viðtalinu gekk Kelly á Pompeo varðandi gagnrýni starfsmanna utanríkisþjónustunnar á að hann hefði sem ráðherra ekki komið þeim til varnar í orrahríðinni í kringum samskipti Trump við Úkraínu. Sérstaklega vísaði Kelly til Marie Yovanovitch sem Trump forseti lét kalla heim sem sendiherra í Kænugarði eftir það sem núverandi og fyrrverandi embættismenn utanríkisþjónustunnar hafa lýst sem ófrægingarherferð Rudys Giuliani, persónulegs lögmanns Trump, gegn henni. Pompeo bægði spurningunni í fyrstu frá sér með því að afskrifa gagnrýnendurna sem „nafnlausa heimildarmenn“ Kelly. Þegar hún benti honum á að Michael McKinley, fyrrverandi aðalráðgjafi Pompeo, hefði borið vitni eiðsvarinn fyrir Bandaríkjaþingi um að hann hafi sagt af sér að hluta til vegna þess að ráðuneytið kom starfsmönnum ekki til varnar sagðist Pompeo ekki ætla að svara því sem McKinley „kynna að hafa“ sagt. „Ég hef varið alla embættismenn utanríkisráðuneytisins. Við höfum byggt upp frábært teymi,“ fullyrti ráðherrann. Svar Pompeo var á sömu leið þegar Kelly spurði hann sérstaklega út í hlutskipti Yovanovitch. Bað hún hann um að vísa sér á ummæli þar sem hann hefði varið hana. „Ég hef sagt allt sem ég ætla að segja,“ svaraði Pompeo. Amazing clip. Pompeo: zip.Brava, @NPRKelly and Morning Edition. I don't get to say that very often these days, but it is justified here. pic.twitter.com/3iEHEPjCef— Jay Rosen (@jayrosen_nyu) January 24, 2020 Sakaður um að misbeita valdi sínu í samskiptum við Úkraínu Öldungadeild Bandaríkjaþings réttar nú yfir Trump forseta vegna kæru fulltrúadeildarinnar á hendur honum um embættisbrot. Trump er sakaður um að hafa misnotað vald sitt þegar hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka Joe Biden, pólitískan keppinaut, og um að hafa hindrað rannsókn þingsins. Trump og Giuliani reyndu að fá Úkraínumenn til þess að rannsaka meinta spillingu Biden þar í landi og stoðlausa samsæriskenningu þeirra um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Í því skyni reyndu Giuliani og samverkamenn hans í Úkraínu að ryðja Yovanovitch sendiherra úr vegi. Í frægu símtali við Volodýmýr Zelenskíj, forseta Úkraínu, í sumar talaði Trump forseti illa um Yovanovitch og fullyrti að hún ætti eftir að „lenda í ýmsu“. Yovanovitch bar vitni við rannsókn fulltrúadeildarinnar og sagði að henni hafi fundist sér ógnað með orðum forsetans þegar hún las þau. Núverandi og fyrrverandi embættismenn ríkisstjórnar Trump sem báru vitni í rannsókninni töldu að Trump og Giuliani hefðu skilyrt hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð og fund í Hvíta húsinu sem Úkraínumennirnir sóttust eftir við að tilkynnt yrði um rannsóknir á Biden og samsæriskenningu þeirra.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Úkraína Tengdar fréttir Taldi Úkraínu ekki fá aðstoð nema að fallist yrði á kröfur Trump Að minnsta kosti þrír embættismenn ríkisstjórnar Trump forseta hafa nú borið vitni um að hernaðaraðstoð við Úkraínu hafi verið skilyrt við rannsóknir sem Trump krafðist frá stjórnvöldum í Kænugarði. 7. nóvember 2019 09:30 Taldi sér ógnað með orðum Trump við Úkraínuforseta Fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu hefur enn áhyggjur af hefndaraðgerðum eftir að hann las ummæli Trump forseta um hann í símtali við forseta Úkraínu. 5. nóvember 2019 11:45 Ný gögn sýna fram á samskipti Pompeo og Giuliani Gögn sem utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur afhent samtökunum American Oversight eftir aðgangsbeiðni þeirra sýna fram á ítrekuð samskipti utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump. 23. nóvember 2019 12:22 Bauð upplýsingar um Biden í skiptum fyrir brottrekstur sendiherra Ný gögn varpa frekara ljósi á tilraunir bandamanna Trump Bandaríkjaforseta til að grafa upp skaðlegar upplýsingar um pólitískan andstæðing hans í Úkraínu. 15. janúar 2020 11:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Taldi Úkraínu ekki fá aðstoð nema að fallist yrði á kröfur Trump Að minnsta kosti þrír embættismenn ríkisstjórnar Trump forseta hafa nú borið vitni um að hernaðaraðstoð við Úkraínu hafi verið skilyrt við rannsóknir sem Trump krafðist frá stjórnvöldum í Kænugarði. 7. nóvember 2019 09:30
Taldi sér ógnað með orðum Trump við Úkraínuforseta Fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu hefur enn áhyggjur af hefndaraðgerðum eftir að hann las ummæli Trump forseta um hann í símtali við forseta Úkraínu. 5. nóvember 2019 11:45
Ný gögn sýna fram á samskipti Pompeo og Giuliani Gögn sem utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur afhent samtökunum American Oversight eftir aðgangsbeiðni þeirra sýna fram á ítrekuð samskipti utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump. 23. nóvember 2019 12:22
Bauð upplýsingar um Biden í skiptum fyrir brottrekstur sendiherra Ný gögn varpa frekara ljósi á tilraunir bandamanna Trump Bandaríkjaforseta til að grafa upp skaðlegar upplýsingar um pólitískan andstæðing hans í Úkraínu. 15. janúar 2020 11:00