Hlúðu að ferðamönnunum í Hellisheiðarvirkjun Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. janúar 2020 11:18 Önnur rútan valt á hliðina utan við veginn. Sautján ferðamenn voru í henni. Vísir/baldur Tvær rútur með 38 ferðamenn voru á austurleið þegar þær höfnuðu út af Suðurlandsvegi á Hellisheiði í morgun. Fjöldahjálparstöð var opnuð í skamman tíma í Hellisheiðarvirkjun þar sem hlúð var að ferðamönnunum. Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir óvenjumörg hópslys hafa orðið í umdæminu í janúarmánuði. Suðurlandsvegi var lokað þegar óhappið varð á níunda tímanum. Rúturnar lentu út af veginum tæpan kílómetra austan við afleggjarann að Hellisheiðarvirkjun. Sjúkrabílar og tækjabíll frá höfuðborgarsvæðinu voru komnir á vettvang á tíunda tímanum auk þess sem sjúkrabílar frá Selfossi voru sendir á slysstað. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir að strax hafi verið ljóst að ekki væri um alvarlegt atvik að ræða. „Önnur þeirra veltur, í henni eru sautján farþegar. Hin fer á hjólunum út fyrir veg og í henni er 21 farþegi. Við fáum strax tilkynningu um þetta og jafnframt tilkynningu um að það sé talið að það sé enginn meiddur í þessu.“ Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.Vísir/vilhelm Aðgerðastjórn var virkjuð á Selfossi þegar tilkynning barst um óhappið en hún lauk störfum á ellefta tímanum. Fjöldahjálparstöð var einnig opnuð í skamman tíma í Hellisheiðarvirkjun þar sem ferðamennirnir voru skoðaðir. Fólkið var svo sótt þangað og því ekið til Reykjavíkur. Oddur segir að enn sé ekkert staðfest varðandi tildrög óhappsins en slæmt veður er á vettvangi. „Það hefur svosem ekkert verið rætt um tildrögin eða frásögn ökumanna en veðursfarslegar ástæður hafa örugglega spilað þarna inn í.“ Ljóst er að mikið hefur mætt á lögreglu á Suðurlandi síðustu vikur en mörg umferðarslys, misalvarleg, hafa orðið í umdæminu frá áramótum. Oddur segir mánuðinn hafa verið óvenjuannasaman hjá lögreglu í þessum efnum. „Já, við höfum ekki fengið neitt sérstakt frí frá þessu í janúar og venjulega er þetta nú ekki daglega uppi á borði hjá okkur.“ Lögreglumál Samgönguslys Ölfus Tengdar fréttir Tvær rútur með á fjórða tug ferðamanna fuku út af veginum á Hellisheiði Ekki er talið að neinn sé alvarlega slasaður og viðbragð í samræmi við það. 25. janúar 2020 08:57 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Tvær rútur með 38 ferðamenn voru á austurleið þegar þær höfnuðu út af Suðurlandsvegi á Hellisheiði í morgun. Fjöldahjálparstöð var opnuð í skamman tíma í Hellisheiðarvirkjun þar sem hlúð var að ferðamönnunum. Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir óvenjumörg hópslys hafa orðið í umdæminu í janúarmánuði. Suðurlandsvegi var lokað þegar óhappið varð á níunda tímanum. Rúturnar lentu út af veginum tæpan kílómetra austan við afleggjarann að Hellisheiðarvirkjun. Sjúkrabílar og tækjabíll frá höfuðborgarsvæðinu voru komnir á vettvang á tíunda tímanum auk þess sem sjúkrabílar frá Selfossi voru sendir á slysstað. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir að strax hafi verið ljóst að ekki væri um alvarlegt atvik að ræða. „Önnur þeirra veltur, í henni eru sautján farþegar. Hin fer á hjólunum út fyrir veg og í henni er 21 farþegi. Við fáum strax tilkynningu um þetta og jafnframt tilkynningu um að það sé talið að það sé enginn meiddur í þessu.“ Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.Vísir/vilhelm Aðgerðastjórn var virkjuð á Selfossi þegar tilkynning barst um óhappið en hún lauk störfum á ellefta tímanum. Fjöldahjálparstöð var einnig opnuð í skamman tíma í Hellisheiðarvirkjun þar sem ferðamennirnir voru skoðaðir. Fólkið var svo sótt þangað og því ekið til Reykjavíkur. Oddur segir að enn sé ekkert staðfest varðandi tildrög óhappsins en slæmt veður er á vettvangi. „Það hefur svosem ekkert verið rætt um tildrögin eða frásögn ökumanna en veðursfarslegar ástæður hafa örugglega spilað þarna inn í.“ Ljóst er að mikið hefur mætt á lögreglu á Suðurlandi síðustu vikur en mörg umferðarslys, misalvarleg, hafa orðið í umdæminu frá áramótum. Oddur segir mánuðinn hafa verið óvenjuannasaman hjá lögreglu í þessum efnum. „Já, við höfum ekki fengið neitt sérstakt frí frá þessu í janúar og venjulega er þetta nú ekki daglega uppi á borði hjá okkur.“
Lögreglumál Samgönguslys Ölfus Tengdar fréttir Tvær rútur með á fjórða tug ferðamanna fuku út af veginum á Hellisheiði Ekki er talið að neinn sé alvarlega slasaður og viðbragð í samræmi við það. 25. janúar 2020 08:57 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Tvær rútur með á fjórða tug ferðamanna fuku út af veginum á Hellisheiði Ekki er talið að neinn sé alvarlega slasaður og viðbragð í samræmi við það. 25. janúar 2020 08:57