Jákvæð umsögn um vottunarferli MAX-vélanna hefur ekki áhrif á Icelandair Birgir Olgeirsson skrifar 25. janúar 2020 22:00 Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair. Vísir/Baldur Ánægja bandarískra flugmálayfirvalda með góðan gang í vottunarferli Max-vélanna hefur engin áhrif á áætlanir Icelandair. Forstjórinn býst við þotunum í lok september en fáist grænt ljós fyrr verða þær teknar í notkun. Bandarísk flugmálayfirvöld greindu frá því í gær að flugfélög gætu mögulega tekið Boeing 737 Max-þotur sínar aftur í notkun fyrr en Boeing hafi áætlað. Fregnirnar koma einungis þremur dögum eftir að Boeing varaði flugfélög við því að þau ættu ekki að reikna með því að geta tekið þoturnar aftur inn í flugflota sinn fyrir mitt ár 2020. „Það sem kom fram frá flugmálayfirvöldum í Bandaríkjunum er í rauninni það að ferlið hefur gengið ágætlega síðustu daga og vikur. Tímalínan sem Boeing gaf út í vikunni er versta sviðsmyndin, þannig að hugsanlega gerist þetta fyrr. Ef það gerist fyrr þá munum við taka vélarnar í notkun við það tímamark. Þetta er ekki að breyta okkar tímaplönum í dag,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Forstjóri bandarísku flugmálastofnunarinnar sagði frá því gær að stofnunin hafi ekki sett sér nein tímamörk varðandi vottunarferli Max-vélanna. Stofnunin væri þó ánægð með góðan gang þeirrar vinnu síðustu vikur. Greint var frá því síðasta miðvikudag að forsvarsmenn Icelandair geri ekki ráð fyrir því að geta notað Boeing 737 Max-vélar félagsins næsta sumar í ljósi áðurnefndra fregna frá Boeing. Þarf félagið því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum lengur í rekstri en áætlað var. Meðal aldur þeirra er 24 ár. Bogi segir þær hins vegar traustar og góðar. „Við erum með 757 vélarnar og 767 vélarnar sem eru frábærar vélar og hafa reynst félaginu mjög vel. Viðhald véla er með þeim hætti að mjög reglulega er skipt um mjög mikið af búnaði í vélunum. Þannig að það er mjög margt í þessum vélum sem er tiltölulega nýtt. Vélarnar eru algjörlega í stakk búnar til að fljúga í sumar og miklu lengur ef þörf krefur. Þetta eru frábærar vélar.“ Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Ánægja bandarískra flugmálayfirvalda með góðan gang í vottunarferli Max-vélanna hefur engin áhrif á áætlanir Icelandair. Forstjórinn býst við þotunum í lok september en fáist grænt ljós fyrr verða þær teknar í notkun. Bandarísk flugmálayfirvöld greindu frá því í gær að flugfélög gætu mögulega tekið Boeing 737 Max-þotur sínar aftur í notkun fyrr en Boeing hafi áætlað. Fregnirnar koma einungis þremur dögum eftir að Boeing varaði flugfélög við því að þau ættu ekki að reikna með því að geta tekið þoturnar aftur inn í flugflota sinn fyrir mitt ár 2020. „Það sem kom fram frá flugmálayfirvöldum í Bandaríkjunum er í rauninni það að ferlið hefur gengið ágætlega síðustu daga og vikur. Tímalínan sem Boeing gaf út í vikunni er versta sviðsmyndin, þannig að hugsanlega gerist þetta fyrr. Ef það gerist fyrr þá munum við taka vélarnar í notkun við það tímamark. Þetta er ekki að breyta okkar tímaplönum í dag,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Forstjóri bandarísku flugmálastofnunarinnar sagði frá því gær að stofnunin hafi ekki sett sér nein tímamörk varðandi vottunarferli Max-vélanna. Stofnunin væri þó ánægð með góðan gang þeirrar vinnu síðustu vikur. Greint var frá því síðasta miðvikudag að forsvarsmenn Icelandair geri ekki ráð fyrir því að geta notað Boeing 737 Max-vélar félagsins næsta sumar í ljósi áðurnefndra fregna frá Boeing. Þarf félagið því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum lengur í rekstri en áætlað var. Meðal aldur þeirra er 24 ár. Bogi segir þær hins vegar traustar og góðar. „Við erum með 757 vélarnar og 767 vélarnar sem eru frábærar vélar og hafa reynst félaginu mjög vel. Viðhald véla er með þeim hætti að mjög reglulega er skipt um mjög mikið af búnaði í vélunum. Þannig að það er mjög margt í þessum vélum sem er tiltölulega nýtt. Vélarnar eru algjörlega í stakk búnar til að fljúga í sumar og miklu lengur ef þörf krefur. Þetta eru frábærar vélar.“
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira