„Hann er eins og Terminator eða Sauron með hringinn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. janúar 2020 09:00 Adama Traore hefur verið á miklu flugi það sem af er leiktíð. Svona lýsa Tim Spiers og James Pearce, blaðamann The Athletic, hinu eldfljóta og nautsterka afmælisbarni gærdagsins, Adama Traore. Þessi magnaði leikmaður fagnaði 24 ára afmæli sínu í gær. Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, fór fögrum orðum um Traore eftir leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni nýverið. Liverpool vann þann leik, líkt og nær alla aðra leiki sína á þessari leiktíð, en Traore var stórkostlegur í liði Wolves. Andy Robertson, vinstri bakvörður Liverpool, fékk gult spjald fyrir að brjóta á Traore í leiknum og varð þar með 28. leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni sem fær spjald fyrir að brjóta á þessum magnaða vængmanni Wolves. Andy Robertson every time he turns around and sees Adama Traore running at him:#WOLLIVpic.twitter.com/vbtaCdRENo— Josh Marley (@Josh12Marley) January 23, 2020 Þeir Spiers og Pearce fjalla þó ekki um Traore út frá sínum skoðunum né Klopp heldur heyrðu þeir í leikmönnum deildarinnar og ræddu við þá um það hvernig væri að spila gegn þessu mennska fjalli sem Traore er orðinn. Fyrsti maður sem þeir spurðu var Virgil van Dijk, miðvörður Liverpool, en sá er enginn smá smíði sjálfur.„Hann er með hraða. Hann er mögulega fljótastu leikmaður deildarinnar,“ segir Hollendingurinn áður en hann heldur áfram.„Það er augljóslega mikill styrkur fyrir Wolves að hafa hann þarna úti á vængnum. Þú þarft að ákveða þig hvort þú ætlir að fara nálægt honum eða leyfa honum að hlaupa af stað.“Liverpool vörnin hefur verið einkar öflug það sem af er tímabili og gefið fá færi á sér. Raunar hefur liðið aðeins fengið á sig 15 mörk til þessa í 23 leikjum, þar af aðeins eitt í síðustu átta. Wolves náði hins vegar að skapa sér þónokkur færi í leik liðanna í miðri viku, flest öll þökk sé útsjónarsemi Traore. Spiers og Pearce heyrðu einnig í Jarlath O‘Rourke, leikmanni Norður-írska liðsins Crusaders en þeir mættu Wolves í undankeppni Evrópudeildarinnar. O´Rourke fékk það hlutverk að dekka Traore í leiknum.„Ógnvekjandi,“ voru orð O'Rourke er hann var spurður út í hvernig tilfinningin hefði verið þegar það var ljóst að Adama Traore væri hans megin í uppstillingu Wolves það kvöld. Norður-Írinn komst ágætlega frá rimmunni en Wolves fór samt sem áður örugglega áfram. O'Rourke fékk þó ágætis minjagrip en hann fékk treyju Traore eftir síðari leikinn. Sú er nú í ramma upp á vegg. Þá tjáði Jetro Williams, varnarmaður Newcastle United, sig um það hvernig væri að spila gegn Traore fyrr í þessum mánuði. Hann líkti honum einfaldlega við Cristiano Ronaldo.„Hann er þekktur sem fljótasti maðurinn í fótboltanum og ég get staðfest það,“ sagði Williams um Traore. Hann nefndi svo Ronaldo en hann lék gegn honum er Portúgal og Holland mættust í Þjóðadeildinni. Líkamlegir yfirburðir ásamt ógnvekjandi hraða var það sem Williams taldi vera líkt með þeim félögum. Það er ljóst að ef Traore heldur framgöngu sinni áfram þá verður hann kominn í mun stærra lið en Wolves áður en langt er um liðið. Adama Traoré now has 7 PL assists this season, only Kevin De Bruyne (15) and Trent Alexander-Arnold (10) have more. Very impressive for a player with “no end product.” pic.twitter.com/idOsj8g3Y9— Statman Dave (@StatmanDave) January 23, 2020 Enski boltinn Tengdar fréttir Ótrúleg sigurganga Liverpool heldur áfram Liverpool vann 2-1 sigur á útivelli gegn Wolves er liðin mættust á Molineux-leikvanginum í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 23. janúar 2020 22:00 Endurkomusigur Úlfanna gegn City Möguleikar Manchester City á að ná Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar minnkuðu í kvöld þegar City tapaði fyrir Úlfunum á útivelli. 27. desember 2019 21:45 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Ipswich | Saka lausar Skytturnar þurfa svör gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Sjá meira
Svona lýsa Tim Spiers og James Pearce, blaðamann The Athletic, hinu eldfljóta og nautsterka afmælisbarni gærdagsins, Adama Traore. Þessi magnaði leikmaður fagnaði 24 ára afmæli sínu í gær. Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, fór fögrum orðum um Traore eftir leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni nýverið. Liverpool vann þann leik, líkt og nær alla aðra leiki sína á þessari leiktíð, en Traore var stórkostlegur í liði Wolves. Andy Robertson, vinstri bakvörður Liverpool, fékk gult spjald fyrir að brjóta á Traore í leiknum og varð þar með 28. leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni sem fær spjald fyrir að brjóta á þessum magnaða vængmanni Wolves. Andy Robertson every time he turns around and sees Adama Traore running at him:#WOLLIVpic.twitter.com/vbtaCdRENo— Josh Marley (@Josh12Marley) January 23, 2020 Þeir Spiers og Pearce fjalla þó ekki um Traore út frá sínum skoðunum né Klopp heldur heyrðu þeir í leikmönnum deildarinnar og ræddu við þá um það hvernig væri að spila gegn þessu mennska fjalli sem Traore er orðinn. Fyrsti maður sem þeir spurðu var Virgil van Dijk, miðvörður Liverpool, en sá er enginn smá smíði sjálfur.„Hann er með hraða. Hann er mögulega fljótastu leikmaður deildarinnar,“ segir Hollendingurinn áður en hann heldur áfram.„Það er augljóslega mikill styrkur fyrir Wolves að hafa hann þarna úti á vængnum. Þú þarft að ákveða þig hvort þú ætlir að fara nálægt honum eða leyfa honum að hlaupa af stað.“Liverpool vörnin hefur verið einkar öflug það sem af er tímabili og gefið fá færi á sér. Raunar hefur liðið aðeins fengið á sig 15 mörk til þessa í 23 leikjum, þar af aðeins eitt í síðustu átta. Wolves náði hins vegar að skapa sér þónokkur færi í leik liðanna í miðri viku, flest öll þökk sé útsjónarsemi Traore. Spiers og Pearce heyrðu einnig í Jarlath O‘Rourke, leikmanni Norður-írska liðsins Crusaders en þeir mættu Wolves í undankeppni Evrópudeildarinnar. O´Rourke fékk það hlutverk að dekka Traore í leiknum.„Ógnvekjandi,“ voru orð O'Rourke er hann var spurður út í hvernig tilfinningin hefði verið þegar það var ljóst að Adama Traore væri hans megin í uppstillingu Wolves það kvöld. Norður-Írinn komst ágætlega frá rimmunni en Wolves fór samt sem áður örugglega áfram. O'Rourke fékk þó ágætis minjagrip en hann fékk treyju Traore eftir síðari leikinn. Sú er nú í ramma upp á vegg. Þá tjáði Jetro Williams, varnarmaður Newcastle United, sig um það hvernig væri að spila gegn Traore fyrr í þessum mánuði. Hann líkti honum einfaldlega við Cristiano Ronaldo.„Hann er þekktur sem fljótasti maðurinn í fótboltanum og ég get staðfest það,“ sagði Williams um Traore. Hann nefndi svo Ronaldo en hann lék gegn honum er Portúgal og Holland mættust í Þjóðadeildinni. Líkamlegir yfirburðir ásamt ógnvekjandi hraða var það sem Williams taldi vera líkt með þeim félögum. Það er ljóst að ef Traore heldur framgöngu sinni áfram þá verður hann kominn í mun stærra lið en Wolves áður en langt er um liðið. Adama Traoré now has 7 PL assists this season, only Kevin De Bruyne (15) and Trent Alexander-Arnold (10) have more. Very impressive for a player with “no end product.” pic.twitter.com/idOsj8g3Y9— Statman Dave (@StatmanDave) January 23, 2020
Enski boltinn Tengdar fréttir Ótrúleg sigurganga Liverpool heldur áfram Liverpool vann 2-1 sigur á útivelli gegn Wolves er liðin mættust á Molineux-leikvanginum í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 23. janúar 2020 22:00 Endurkomusigur Úlfanna gegn City Möguleikar Manchester City á að ná Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar minnkuðu í kvöld þegar City tapaði fyrir Úlfunum á útivelli. 27. desember 2019 21:45 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Ipswich | Saka lausar Skytturnar þurfa svör gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Sjá meira
Ótrúleg sigurganga Liverpool heldur áfram Liverpool vann 2-1 sigur á útivelli gegn Wolves er liðin mættust á Molineux-leikvanginum í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 23. janúar 2020 22:00
Endurkomusigur Úlfanna gegn City Möguleikar Manchester City á að ná Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar minnkuðu í kvöld þegar City tapaði fyrir Úlfunum á útivelli. 27. desember 2019 21:45