Heiðursmaðurinn sem kom Íslandi á heimskortið Hrafn Jökulsson skrifar 26. janúar 2020 11:49 Þegar Íslendingar afsköffuðu kónginn 1944 var að mörgu að hyggja, svona fyrir utan heimsstyrjöld sem þá stóð yfir. Örþjóð í Norður-Atlantshafi þurfti að sanna tilverurétt sinn; að hún gæti staðið á eigin fótum efnahagslega og þróað alla þá innviði sem eitt samfélag þarf. Eitt var nú að byggja vegi og brýr og skóla, veiða fisk og selja útum allar trissur -- þessi nýfrjálsa þjóð þurfti líka hetjur og fyrirmyndir, sem sýnt gátu umheiminum að dvergþjóðin á eldfjallaeyjunni gat teflt fram afreksfólki á heimsmælikvarða. Slíkur maður var hinn kornungi Friðrik Ólafsson, sem í dag fagnar 85 ára afmæli. Hann fæddist 1935 og tók þátt í fyrsta skákmótinu ellefu ára gamall -- löngu áður en eðlilegt og sjálfsagt þótti að börn gætu keppt við fullorðna á jafnréttisgrundvelli. Kjörorð skákhreyfingarinnar voru að vísu ,,Við erum ein fjölskylda" -- en sú fjölskylda samanstóð að mestu af virðulegum miðaldra körlum; það var fréttaefni ef kona sást að tafli á skákmóti; hvað þá ellefu ára gutti. Til að gera langa og ævintýralega sögu stutta. Friðrik varð fyrst Íslandsmeistari 1952 og fimm sinnum eftir það (alltaf þegar hann var meðal keppenda) og var í áratugi okkar langfremsti meistari. Og ekki alveg nóg með það: Á fáum árum gerðust þau undur og stórmerki að þessi ungi og hógværi Íslendingur komst í hóp bestu skákmanna í heimi. Á sjötta áratugnum (og löngum síðar) fylgdist öll þjóðin með afrekum Friðriks. Fyrir utan nokkra misgleymda pólitíkusa var Friðrik alveg örugglega oftast á forsíðum blaðanna -- og hafði umfram blessaða stjórnmálamennina að öll þjóðin elskaði hann og dáði. Með því að leggja heimsins fremstu meistara að velli sýndi Friðrik litlu, nýfrjálsu þjóðinni að vitsmunalega vorum við engir dvergar. „Við“ gátum unnið hvern sem var. Heiðursmaðurinn og meistarinn Friðrik Ólafsson ásamt greinarhöfundi við svörtu og hvítu reitina. En auðvitað vorum það ekki „við“ sem sigruðum í skákum Friðriks Ólafssonar. Það gerði hann sjálfur, og það fengu heimsmeistarar á borð við Tal, Fischer, Petrosjan og Karpov að reyna. Og það sýndi Friðrik þegar hann vann hið fáheyrða afrek að komast á Áskorendamótið í skák, en þar tefldu átta bestu skákmenn heims um réttinn til að skora á sjálfan heimsmeistarann. Við þetta mætti bæta löngum lista af skákmótum þar sem Friðrik fór á kostum og það var fyrst og fremst vegna afreka hans að Íslendingar réðust í það stórvirki að halda fyrsta Reykjavíkurmótið í skák 1964, og kom þannig Íslandi endanlega og vel og rækilega á heimskort skáklistarinnar. Látið ykkur ekki til hugar koma að heimsmeistaraeinvígi Fischers og Spasskys 1972 hefði verið haldið í Reykjavík, ef Friðrik hefði ekki áður byggt upp orðspor Íslands í skákheiminum. Það hefði einfaldlega ekki hvarflað að neinum, frekar en að halda einvígi aldarinnar í Færeyjum eða Fiji. Það er til marks um þá virðingu sem Friðrik naut (og nýtur) í alþjóða skákhreyfingunni að hann var kjörinn forseti FIDE árið 1978 og gegndi embættinu í fjögur ár. Þann tíma notaði Friðrik vel, ferðaðist til ótal landa til að boða fagnaðarerindi skáklistarinnar. Friðrik var ,,the last gentleman of FIDE", svo vitnað sé í hinn mikla Kasparov. Eftir forsetatíð hjá FIDE varð Friðrik skrifstofustjóri Alþingis, og í stað þess að þreyta tafl við Tal og Fischer voru andstæðingarnir ástríðufullir áhugamenn á borð við Vilmund Gylfason og Halldór Blöndal. En Friðrik sýnir öllum mótherjum sínum sömu virðingu, og hrósar jafnvel óforbetranlegum flóðhestum; þó ekki sé fyrir annað en viðleitni. Þegar við Hróksliðar hófum okkar starf fyrir meira en tuttugu árum var ómetanlegt að geta leitað til Friðriks, bæði um heilræði og hvatningu, og þátttöku í skákviðburðum. Friðrik var meðal keppenda á sjálfu Grænlandsmótinu 2003 -- fyrsta mótinu í sögu landsins -- við komum á endurfundum og einvígi hans og Larsens (sem áratugum saman háðu harða keppni og gerðu nánast aldrei jafntefli) -- við héldum 75 ára afmælismót hans í Djúpavík, og jafnan var Friðrik líka boðinn og búinn að tefla á mótum af öllum stærðum og gerðum, nú eða leika listir sínar í fjöltefli. Ef ég hefði aðeins eitt orð til að lýsa Friðriki Ólafssyni væri það heiðursmaður. Hann er auðvitað snillingur líka -- frábær blanda! -- en máske er hann, þegar öllu er á botninn hvolft, sá Íslendingur sem hvað mest og jákvæðust áhrif hefur haft á litla lýðveldið í norðri. Hann tefldi úr þjóðinni vitsmunalega vanmáttarkennd, og laðaði þúsundir og aftur þúsundir Íslendinga að skákborðinu; og já, ALLIR höfðu áhuga á skák þegar Friðrik var á toppnum, hvort sem viðkomandi kunni skil á hinum fínni blæbrigðum manntaflsins eða ekki. Ég sagði áðan að heimsmeistaraeinvígi Fischers og Spasskys hefði aldrei verið haldið á Íslandi nema vegna þess að Friðrik hafði skapað jarðveginn. Tökum ef-söguna aðeins lengra: Ef heimsmeistaraeinvígið 1972 -- stærsti viðburður í 28 ára sögu lýðveldisins -- hefði farið fram annarsstaðar, myndi áreiðanlega engum hafa dottið í hug að Íslendingar réðu við að halda með örskömmum fyrirfara leiðtogafund Reagans og Gorbatsjovs 1987. Það var því meira en maklegt að Friðrik skyldi gerður að heiðursborgara Reykjavíkur, svona ofan á allar aðrar vegtyllur og viðurkenningar. Sjálfur er hann gjörsneyddur hégóma, og unir sér best í skemmtilegum samræðum eða við margvíslegt grúsk á hinu fallega heimili þeirra Auðar Júlíusdóttur. Í dag, 26. janúar, er Skákdagur Íslands haldinn; auðvitað á afmælisdegi meistarans okkar. Hér getiði lesið um feril Friðriks og skoðað hans stórbrotna skartgripaskrín: https://skaksogufelagid.is/Höfundur er forseti Hróksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skák Einvígi aldarinnar Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Þegar Íslendingar afsköffuðu kónginn 1944 var að mörgu að hyggja, svona fyrir utan heimsstyrjöld sem þá stóð yfir. Örþjóð í Norður-Atlantshafi þurfti að sanna tilverurétt sinn; að hún gæti staðið á eigin fótum efnahagslega og þróað alla þá innviði sem eitt samfélag þarf. Eitt var nú að byggja vegi og brýr og skóla, veiða fisk og selja útum allar trissur -- þessi nýfrjálsa þjóð þurfti líka hetjur og fyrirmyndir, sem sýnt gátu umheiminum að dvergþjóðin á eldfjallaeyjunni gat teflt fram afreksfólki á heimsmælikvarða. Slíkur maður var hinn kornungi Friðrik Ólafsson, sem í dag fagnar 85 ára afmæli. Hann fæddist 1935 og tók þátt í fyrsta skákmótinu ellefu ára gamall -- löngu áður en eðlilegt og sjálfsagt þótti að börn gætu keppt við fullorðna á jafnréttisgrundvelli. Kjörorð skákhreyfingarinnar voru að vísu ,,Við erum ein fjölskylda" -- en sú fjölskylda samanstóð að mestu af virðulegum miðaldra körlum; það var fréttaefni ef kona sást að tafli á skákmóti; hvað þá ellefu ára gutti. Til að gera langa og ævintýralega sögu stutta. Friðrik varð fyrst Íslandsmeistari 1952 og fimm sinnum eftir það (alltaf þegar hann var meðal keppenda) og var í áratugi okkar langfremsti meistari. Og ekki alveg nóg með það: Á fáum árum gerðust þau undur og stórmerki að þessi ungi og hógværi Íslendingur komst í hóp bestu skákmanna í heimi. Á sjötta áratugnum (og löngum síðar) fylgdist öll þjóðin með afrekum Friðriks. Fyrir utan nokkra misgleymda pólitíkusa var Friðrik alveg örugglega oftast á forsíðum blaðanna -- og hafði umfram blessaða stjórnmálamennina að öll þjóðin elskaði hann og dáði. Með því að leggja heimsins fremstu meistara að velli sýndi Friðrik litlu, nýfrjálsu þjóðinni að vitsmunalega vorum við engir dvergar. „Við“ gátum unnið hvern sem var. Heiðursmaðurinn og meistarinn Friðrik Ólafsson ásamt greinarhöfundi við svörtu og hvítu reitina. En auðvitað vorum það ekki „við“ sem sigruðum í skákum Friðriks Ólafssonar. Það gerði hann sjálfur, og það fengu heimsmeistarar á borð við Tal, Fischer, Petrosjan og Karpov að reyna. Og það sýndi Friðrik þegar hann vann hið fáheyrða afrek að komast á Áskorendamótið í skák, en þar tefldu átta bestu skákmenn heims um réttinn til að skora á sjálfan heimsmeistarann. Við þetta mætti bæta löngum lista af skákmótum þar sem Friðrik fór á kostum og það var fyrst og fremst vegna afreka hans að Íslendingar réðust í það stórvirki að halda fyrsta Reykjavíkurmótið í skák 1964, og kom þannig Íslandi endanlega og vel og rækilega á heimskort skáklistarinnar. Látið ykkur ekki til hugar koma að heimsmeistaraeinvígi Fischers og Spasskys 1972 hefði verið haldið í Reykjavík, ef Friðrik hefði ekki áður byggt upp orðspor Íslands í skákheiminum. Það hefði einfaldlega ekki hvarflað að neinum, frekar en að halda einvígi aldarinnar í Færeyjum eða Fiji. Það er til marks um þá virðingu sem Friðrik naut (og nýtur) í alþjóða skákhreyfingunni að hann var kjörinn forseti FIDE árið 1978 og gegndi embættinu í fjögur ár. Þann tíma notaði Friðrik vel, ferðaðist til ótal landa til að boða fagnaðarerindi skáklistarinnar. Friðrik var ,,the last gentleman of FIDE", svo vitnað sé í hinn mikla Kasparov. Eftir forsetatíð hjá FIDE varð Friðrik skrifstofustjóri Alþingis, og í stað þess að þreyta tafl við Tal og Fischer voru andstæðingarnir ástríðufullir áhugamenn á borð við Vilmund Gylfason og Halldór Blöndal. En Friðrik sýnir öllum mótherjum sínum sömu virðingu, og hrósar jafnvel óforbetranlegum flóðhestum; þó ekki sé fyrir annað en viðleitni. Þegar við Hróksliðar hófum okkar starf fyrir meira en tuttugu árum var ómetanlegt að geta leitað til Friðriks, bæði um heilræði og hvatningu, og þátttöku í skákviðburðum. Friðrik var meðal keppenda á sjálfu Grænlandsmótinu 2003 -- fyrsta mótinu í sögu landsins -- við komum á endurfundum og einvígi hans og Larsens (sem áratugum saman háðu harða keppni og gerðu nánast aldrei jafntefli) -- við héldum 75 ára afmælismót hans í Djúpavík, og jafnan var Friðrik líka boðinn og búinn að tefla á mótum af öllum stærðum og gerðum, nú eða leika listir sínar í fjöltefli. Ef ég hefði aðeins eitt orð til að lýsa Friðriki Ólafssyni væri það heiðursmaður. Hann er auðvitað snillingur líka -- frábær blanda! -- en máske er hann, þegar öllu er á botninn hvolft, sá Íslendingur sem hvað mest og jákvæðust áhrif hefur haft á litla lýðveldið í norðri. Hann tefldi úr þjóðinni vitsmunalega vanmáttarkennd, og laðaði þúsundir og aftur þúsundir Íslendinga að skákborðinu; og já, ALLIR höfðu áhuga á skák þegar Friðrik var á toppnum, hvort sem viðkomandi kunni skil á hinum fínni blæbrigðum manntaflsins eða ekki. Ég sagði áðan að heimsmeistaraeinvígi Fischers og Spasskys hefði aldrei verið haldið á Íslandi nema vegna þess að Friðrik hafði skapað jarðveginn. Tökum ef-söguna aðeins lengra: Ef heimsmeistaraeinvígið 1972 -- stærsti viðburður í 28 ára sögu lýðveldisins -- hefði farið fram annarsstaðar, myndi áreiðanlega engum hafa dottið í hug að Íslendingar réðu við að halda með örskömmum fyrirfara leiðtogafund Reagans og Gorbatsjovs 1987. Það var því meira en maklegt að Friðrik skyldi gerður að heiðursborgara Reykjavíkur, svona ofan á allar aðrar vegtyllur og viðurkenningar. Sjálfur er hann gjörsneyddur hégóma, og unir sér best í skemmtilegum samræðum eða við margvíslegt grúsk á hinu fallega heimili þeirra Auðar Júlíusdóttur. Í dag, 26. janúar, er Skákdagur Íslands haldinn; auðvitað á afmælisdegi meistarans okkar. Hér getiði lesið um feril Friðriks og skoðað hans stórbrotna skartgripaskrín: https://skaksogufelagid.is/Höfundur er forseti Hróksins.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun