Eftirminnilegustu leikirnir við Rússa á stórmótum: Kjálkabrotinn Petersson, tóninn gefinn í Peking og Vínarvals Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. janúar 2020 08:30 Ísland og Rússland hafa sextán sinnum mæst á stórmótum. Ísland mætir Rússlandi í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í handbolta 2020 í Malmö í dag. Leikurinn hefst klukkan 17:15 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Ísland er með tvö stig í E-riðli eftir sigurinn frækna á Danmörku á laugardaginn, 30-31. Rússland tapaði hins vegar fyrir Ungverjalandi, 26-25, og verður að vinna í dag. Í tilefni af leiknum gegn Rússlandi í dag hefur Vísir rifjað upp fjóra eftirminnilegustu leiki Íslendinga og Rússa á stórmótum í gegnum tíðina.Ísland 19-23 Samveldið, ÓL 1992Landsmenn fylgdust vel með leiknum gegn Samveldinu í undanúrslitum Ólympíuleikanna 1992. Þessi mynd er af forsíðu DV 7. ágúst.skjáskot af timarit.isÍslenska landsliðið kom á óvart á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992 og komst alla leið í undanúrslit. Þar mætti Ísland Samveldinu. Leikurinn var jafn þótt Rússar væru með frumkvæðið. Staðan í hálfleik var 9-11, Samveldinu í vil. Ísland komst yfir í seinni hálfleik, 16-15, en Samveldið svaraði með þremur mörkum í röð, náði undirtökunum og vann að lokum fjögurra marka sigur, 19-23. „Það vantaði meiri yfirvegun hjá strákunum þegar við náðum forystunni í síðari hálfleik. Gegn liði eins og Samveldismönnum má ekkert gefa eftir því þá er leikurinn farinn,“ sagði landsliðsþjálfarinn Þorbergur Aðalsteinsson við DV eftir leikinn. Íslendingar mættu Frökkum í leiknum um bronsið og lutu í lægra haldi, 24-20. Fjórða sætið varð niðurstaðan sem var þá besti árangur Íslands á Ólympíuleikum. Samveldið varð Ólympíumeistari eftir sigur á Svíþjóð í úrslitaleiknum, 20-22.Mörk Íslands: Valdimar Grímsson 6/2, Geir Sveinsson 5, Júlíus Jónasson 4, Héðinn Gilsson 2, Sigurður Bjarnason 1, Jakob Sigurðsson 1.Ísland 34-32 Rússland, EM 2006Arnór Atlason skoraði tvö mörk gegn Rússum á EM 2006.vísir/epaÍsland tapaði fyrstu ellefu leikjunum gegn Rússlandi á stórmótum. Fyrsti sigurinn kom loks í milliriðli á EM 2006. Íslendingar léku frábærlega í leiknum í St. Gallen, eins og þeir gerðu á löngum köflum á EM í Sviss. Þeir byrjuðu reyndar illa og lentu 1-4 undir en komu svo með 9-1 áhlaup og náðu yfirhöndinni. Alexander Petersson kjálkabrotnaði snemma leiks en lét það ekki á sig fá. Alexander, sem er með svipað háan sársaukaþröskuld og innbrotsþjófarnir í Home Alone myndunum, lék frábærlega og skoraði fjögur mörk. Hann spilaði hins vegar ekki fleiri leiki á EM. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur Íslendinga með ellefu mörk. Ólafur Stefánsson, sem meiddist í fyrsta leik mótsins gegn Serbíu og Svartfjallalandi, skoraði átta mörk og gaf tíu stoðsendingar. Lemstrað íslenskt lið tapaði naumlega fyrir Króatíu, 28-29, í næsta leik sínum í milliriðli. Og í síðasta leiknum eyðilagði óbermið Kjetil Strand svo allt, ósælla minninga.Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 11, Ólafur Stefánsson 8, Alexander Petersson 4, Róbert Gunnarsson 4, Snorri Steinn Guðjónsson 4/1, Arnór Atlason 2, Vignir Svavarsson 1.Ísland 33-31 Rússland, ÓL 2008Snorri Steinn skorar eitt tólf marka sinna gegn Rússum á Ólympíuleikunum 2008.vísir/gettyÍslendingar gáfu tóninn á Ólympíuleikunum 2008 með því að vinna Rússa, 33-31, í fyrsta leik sínum í Peking. Snorri Steinn Guðjónsson átti stórleik og skoraði tólf mörk úr jafn mörgum skotum. Sigurinn var öruggari en lokatölurnar gefa til kynna því Rússland skoraði sjö af síðustu níu mörkum leiksins. Björgvin Páll Gústavsson lék sinn fyrsta leik á stórmóti og varði tólf skot, eða 35% þeirra skota sem hann fékk á sig. Ingimundur Ingimundarson átti einnig eftirminnilega innkomu í vörnina. Guðjón Valur gat ekki leikið vegna meiðsla en Sturla Ásgeirsson fyllti skarð hans og skoraði þrjú mörk. Íslendingar sýndu styrk sinn strax í fyrsta leik og fylgdu því eftir með sigri á Þjóðverjum í næsta leik, 33-29. Íslensku leikmennirnir komust svo alla leið í úrslit og fengu silfur og fálkaorðu við heimkomuna.Mörk Íslands: Snorri Steinn Guðjónsson 12/6, Alexander Petersson 6, Arnór Atlason 6, Sturla Ásgeirsson 3, Ólafur Stefánsson 3, Róbert Gunnarsson 2, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1.Ísland 38-30 Rússland, EM 2010Vignir Svavarsson skorar gegn Rússum á EM 2010.vísir/epaAuðveldasti leikur Íslands á EM 2010 var gegn Rússlandi. Eftir að hafa gert jafntefli við Króata, 26-26, í fyrsta leik sínum í milliriðli rústuðu Íslendingar Rússum, 38-30, í öðrum leiknum. Þetta var þriðji sigur Íslands í síðustu fjórum leikjum gegn Rússlandi á stórmótum. Leikurinn í Vín var aldrei spennandi. Ísland komst í 8-2 og munurinn í hálfleik var níu mörk, 19-10. Guðmundur Guðmundsson gat leyft sér þann munað að hvíla lykilmenn í seinni hálfleiknum sem var aldrei spennandi. Ellefu leikmenn Íslands skoruðu í leiknum. Snorri Steinn og Alexander voru markahæstir með sjö mörk hvor. Björgvin Páll varði 16 skot (41%). Ísland sem tryggði sér svo sæti í undanúrslitum með sigri á Noregi, 35-34, í miklum spennuleik. Íslendingar töpuðu fyrir Frökkum í undanúrslitunum en unnu Pólverja í bronsleiknum og fenug því verðlaun á öðru stórmótinu í röð.Mörk Íslands: Snorri Steinn Guðjónsson 7/2, Alexander Petersson 7, Sturla Ásgeirsson 5, Vignir Svavarsson 3, Ásgeir Örn Hallgrímsson 3, Ólafur Stefánsson 3/1, Róbert Gunnarsson 3, Aron Pálmarsson 2, Guðjón Valur Sigurðsson 2, Arnór Atlason 2, Ólafur Guðmundsson 1. EM 2020 í handbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Ísland mætir Rússlandi í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í handbolta 2020 í Malmö í dag. Leikurinn hefst klukkan 17:15 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Ísland er með tvö stig í E-riðli eftir sigurinn frækna á Danmörku á laugardaginn, 30-31. Rússland tapaði hins vegar fyrir Ungverjalandi, 26-25, og verður að vinna í dag. Í tilefni af leiknum gegn Rússlandi í dag hefur Vísir rifjað upp fjóra eftirminnilegustu leiki Íslendinga og Rússa á stórmótum í gegnum tíðina.Ísland 19-23 Samveldið, ÓL 1992Landsmenn fylgdust vel með leiknum gegn Samveldinu í undanúrslitum Ólympíuleikanna 1992. Þessi mynd er af forsíðu DV 7. ágúst.skjáskot af timarit.isÍslenska landsliðið kom á óvart á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992 og komst alla leið í undanúrslit. Þar mætti Ísland Samveldinu. Leikurinn var jafn þótt Rússar væru með frumkvæðið. Staðan í hálfleik var 9-11, Samveldinu í vil. Ísland komst yfir í seinni hálfleik, 16-15, en Samveldið svaraði með þremur mörkum í röð, náði undirtökunum og vann að lokum fjögurra marka sigur, 19-23. „Það vantaði meiri yfirvegun hjá strákunum þegar við náðum forystunni í síðari hálfleik. Gegn liði eins og Samveldismönnum má ekkert gefa eftir því þá er leikurinn farinn,“ sagði landsliðsþjálfarinn Þorbergur Aðalsteinsson við DV eftir leikinn. Íslendingar mættu Frökkum í leiknum um bronsið og lutu í lægra haldi, 24-20. Fjórða sætið varð niðurstaðan sem var þá besti árangur Íslands á Ólympíuleikum. Samveldið varð Ólympíumeistari eftir sigur á Svíþjóð í úrslitaleiknum, 20-22.Mörk Íslands: Valdimar Grímsson 6/2, Geir Sveinsson 5, Júlíus Jónasson 4, Héðinn Gilsson 2, Sigurður Bjarnason 1, Jakob Sigurðsson 1.Ísland 34-32 Rússland, EM 2006Arnór Atlason skoraði tvö mörk gegn Rússum á EM 2006.vísir/epaÍsland tapaði fyrstu ellefu leikjunum gegn Rússlandi á stórmótum. Fyrsti sigurinn kom loks í milliriðli á EM 2006. Íslendingar léku frábærlega í leiknum í St. Gallen, eins og þeir gerðu á löngum köflum á EM í Sviss. Þeir byrjuðu reyndar illa og lentu 1-4 undir en komu svo með 9-1 áhlaup og náðu yfirhöndinni. Alexander Petersson kjálkabrotnaði snemma leiks en lét það ekki á sig fá. Alexander, sem er með svipað háan sársaukaþröskuld og innbrotsþjófarnir í Home Alone myndunum, lék frábærlega og skoraði fjögur mörk. Hann spilaði hins vegar ekki fleiri leiki á EM. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur Íslendinga með ellefu mörk. Ólafur Stefánsson, sem meiddist í fyrsta leik mótsins gegn Serbíu og Svartfjallalandi, skoraði átta mörk og gaf tíu stoðsendingar. Lemstrað íslenskt lið tapaði naumlega fyrir Króatíu, 28-29, í næsta leik sínum í milliriðli. Og í síðasta leiknum eyðilagði óbermið Kjetil Strand svo allt, ósælla minninga.Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 11, Ólafur Stefánsson 8, Alexander Petersson 4, Róbert Gunnarsson 4, Snorri Steinn Guðjónsson 4/1, Arnór Atlason 2, Vignir Svavarsson 1.Ísland 33-31 Rússland, ÓL 2008Snorri Steinn skorar eitt tólf marka sinna gegn Rússum á Ólympíuleikunum 2008.vísir/gettyÍslendingar gáfu tóninn á Ólympíuleikunum 2008 með því að vinna Rússa, 33-31, í fyrsta leik sínum í Peking. Snorri Steinn Guðjónsson átti stórleik og skoraði tólf mörk úr jafn mörgum skotum. Sigurinn var öruggari en lokatölurnar gefa til kynna því Rússland skoraði sjö af síðustu níu mörkum leiksins. Björgvin Páll Gústavsson lék sinn fyrsta leik á stórmóti og varði tólf skot, eða 35% þeirra skota sem hann fékk á sig. Ingimundur Ingimundarson átti einnig eftirminnilega innkomu í vörnina. Guðjón Valur gat ekki leikið vegna meiðsla en Sturla Ásgeirsson fyllti skarð hans og skoraði þrjú mörk. Íslendingar sýndu styrk sinn strax í fyrsta leik og fylgdu því eftir með sigri á Þjóðverjum í næsta leik, 33-29. Íslensku leikmennirnir komust svo alla leið í úrslit og fengu silfur og fálkaorðu við heimkomuna.Mörk Íslands: Snorri Steinn Guðjónsson 12/6, Alexander Petersson 6, Arnór Atlason 6, Sturla Ásgeirsson 3, Ólafur Stefánsson 3, Róbert Gunnarsson 2, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1.Ísland 38-30 Rússland, EM 2010Vignir Svavarsson skorar gegn Rússum á EM 2010.vísir/epaAuðveldasti leikur Íslands á EM 2010 var gegn Rússlandi. Eftir að hafa gert jafntefli við Króata, 26-26, í fyrsta leik sínum í milliriðli rústuðu Íslendingar Rússum, 38-30, í öðrum leiknum. Þetta var þriðji sigur Íslands í síðustu fjórum leikjum gegn Rússlandi á stórmótum. Leikurinn í Vín var aldrei spennandi. Ísland komst í 8-2 og munurinn í hálfleik var níu mörk, 19-10. Guðmundur Guðmundsson gat leyft sér þann munað að hvíla lykilmenn í seinni hálfleiknum sem var aldrei spennandi. Ellefu leikmenn Íslands skoruðu í leiknum. Snorri Steinn og Alexander voru markahæstir með sjö mörk hvor. Björgvin Páll varði 16 skot (41%). Ísland sem tryggði sér svo sæti í undanúrslitum með sigri á Noregi, 35-34, í miklum spennuleik. Íslendingar töpuðu fyrir Frökkum í undanúrslitunum en unnu Pólverja í bronsleiknum og fenug því verðlaun á öðru stórmótinu í röð.Mörk Íslands: Snorri Steinn Guðjónsson 7/2, Alexander Petersson 7, Sturla Ásgeirsson 5, Vignir Svavarsson 3, Ásgeir Örn Hallgrímsson 3, Ólafur Stefánsson 3/1, Róbert Gunnarsson 3, Aron Pálmarsson 2, Guðjón Valur Sigurðsson 2, Arnór Atlason 2, Ólafur Guðmundsson 1.
EM 2020 í handbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira