Sport

Í beinni í dag: Lukaku, Zlatan, golf og úr­slita­keppnin í NFL

Anton Ingi Leifsson skrifar
Brot af því besta í dag.
Brot af því besta í dag. vísir/getty/samsett

Það verður nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í allan dag.

Dagurinn hefst strax klukkan níu er Opna Suður-Afríkumótið í golfi fer fram en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni.

PGA mótið Sony Open fer fram í Havaí einnig um helgina en útsending þaðan hefst á miðnætti.







Þrír leikir verð svo á dagskrá í ítalska boltanum í dag. Cagliari fær AC Milan í heimsókn og spurningin er hvort að Zlatan Ibrahimovic verði kominn í byrjunarlið Mílanóliðsins.

Stórleikur dagsins er þó klukkan 19.40 er Inter og Atalanta mætast. Inter jafnt Juventus á toppnum en Atalanta í 5. sætinu.







Úrslitakeppni NFL-deildarinnar heldur áfram en tveir ansi áhugaverðir leikir eru á dagskránni í dag.

Allar beinu útsendingar Stöðvar 2 næstu daga má sjá hér.

Beinar útsendingar dagsins:

09.00 South Africa Open (Stöð 2 Golf)

12.25 Brentford - QPR (Stöð 2 Sport)

13.55 Cagliari - AC Milan (Stöð 2 Sport 2)

16.55 Lazio - Napoli (Stöð 2 Sport)

19.40 Inter - Atalanta (Stöð 2 Sport 2)

21.20 San Francisco 49ers - Minnesota Vikings (Stöð 2 Sport)

00.00 Sony Open in Hawaii

01.05 Baltimore Ravens - Tennessee Titans (Stöð 2 Sport)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×