Klakabrynjaðir bílarnir frusu fastir við veginn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. janúar 2020 09:00 Bílarnir frusu fastir við veginn og voru svo klakabrynjaðir að hvorki sást inn um þá né út um þá. kyndill Björgunarsveitarfólk hjá Kyndli á Kirkjubæjarklaustri kom sex ferðamönnum við Núpá í Skaftárhreppi til bjargar um kvöldmatarleytið í gær. Ferðamennirnir, sem voru í þremur bílum, voru á leiðinni að austan en komust hvorki lönd né strönd. Ferðalöngunum var komið á hótel en bílarnir skildir eftir þar sem þeir höfðu frosið fastir við veginn vegna hita frá vélarrúmi. Um þetta leyti var verulega hvasst og voru vindhviður við fjallið Lómagnúp yfir 50 metrar á sekúndu. „Það voru þrír bílar sem komust að austan og lentu í vandræðum við Núpá í kófi og brjáluðu veðri. Þau voru bara stopp á þjóðveginum,“ segir Jón Hrafn Karlsson, gjaldkeri Kyndils, í samtali við Vísi sem fór við annan björgunarsveitarmann til aðstoðar fólkinu í gærkvöldi. Aðspurður hvort hann hafi áður séð bíla frjósa fasta við þjóðveginn svarar Jón því neitandi. „Ég hef aldrei séð þetta áður á ævinni en þegar bílarnir eru orðnir stopp í þessu kófi þá virðist hitinn frá vélunum náð að bræða snjóinn. Það lekur niður klaki og byggist bara upp samfelldur klaki frá malbikinu og inn í vélarrúmið á bílunum. Þeir eru bara steyptir fastir við veginn,“ segir Jón. Það var kóf og brjálað veður við Lómagnúp í gærkvöldi.kyndill Sást hvorki inn né út úr bílunum vegna klaka Bílarnir voru því skildir eftir og þar eru þeir enn, frosnir við veginn, en Jón segir von á verktaka fljótlega sem mun koma og losa þá af veginum. Eins og áður var veðrið á þessum slóðum snælduvitlaust í gærkvöldi. Ferðamennirnir voru því skiljanlega fegin að sjá björgunarsveitarmennina þegar þeir komu þeim til bjargar. „Bílarnir voru bara klakabrynjaðir, það sást hvorki inn í þá né út úr þeim þannig að fólkið vissi varla hvað sneri upp eða niður á meðan þau voru að bíða,“ segir Jón. Veðurspáin er áfram slæm í dag og er appelsínugul veðurviðvörun í gildi á Suðausturlandi. Björgunarsveitarfólk mannar því aftur lokunarpósta við Núpá í dag. „Það er arfavitlaust veður hérna fyrir austan, við Lómagnúp og á Skeiðarársandinum, en við erum að vona að hótelin haldi fólki í húsi allavega fram að hádegi,“ segir Jón. Ekkert ferðaveður sé á þessum slóðum. Björgunarsveitir Skaftárhreppur Veður Tengdar fréttir Lokaðir vegir, ófærð og viðvaranir Færðin spilltist víða á vegum landsins í nótt. Víða er ófært og hefur fjölda vega verið lokað. 14. janúar 2020 06:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Björgunarsveitarfólk hjá Kyndli á Kirkjubæjarklaustri kom sex ferðamönnum við Núpá í Skaftárhreppi til bjargar um kvöldmatarleytið í gær. Ferðamennirnir, sem voru í þremur bílum, voru á leiðinni að austan en komust hvorki lönd né strönd. Ferðalöngunum var komið á hótel en bílarnir skildir eftir þar sem þeir höfðu frosið fastir við veginn vegna hita frá vélarrúmi. Um þetta leyti var verulega hvasst og voru vindhviður við fjallið Lómagnúp yfir 50 metrar á sekúndu. „Það voru þrír bílar sem komust að austan og lentu í vandræðum við Núpá í kófi og brjáluðu veðri. Þau voru bara stopp á þjóðveginum,“ segir Jón Hrafn Karlsson, gjaldkeri Kyndils, í samtali við Vísi sem fór við annan björgunarsveitarmann til aðstoðar fólkinu í gærkvöldi. Aðspurður hvort hann hafi áður séð bíla frjósa fasta við þjóðveginn svarar Jón því neitandi. „Ég hef aldrei séð þetta áður á ævinni en þegar bílarnir eru orðnir stopp í þessu kófi þá virðist hitinn frá vélunum náð að bræða snjóinn. Það lekur niður klaki og byggist bara upp samfelldur klaki frá malbikinu og inn í vélarrúmið á bílunum. Þeir eru bara steyptir fastir við veginn,“ segir Jón. Það var kóf og brjálað veður við Lómagnúp í gærkvöldi.kyndill Sást hvorki inn né út úr bílunum vegna klaka Bílarnir voru því skildir eftir og þar eru þeir enn, frosnir við veginn, en Jón segir von á verktaka fljótlega sem mun koma og losa þá af veginum. Eins og áður var veðrið á þessum slóðum snælduvitlaust í gærkvöldi. Ferðamennirnir voru því skiljanlega fegin að sjá björgunarsveitarmennina þegar þeir komu þeim til bjargar. „Bílarnir voru bara klakabrynjaðir, það sást hvorki inn í þá né út úr þeim þannig að fólkið vissi varla hvað sneri upp eða niður á meðan þau voru að bíða,“ segir Jón. Veðurspáin er áfram slæm í dag og er appelsínugul veðurviðvörun í gildi á Suðausturlandi. Björgunarsveitarfólk mannar því aftur lokunarpósta við Núpá í dag. „Það er arfavitlaust veður hérna fyrir austan, við Lómagnúp og á Skeiðarársandinum, en við erum að vona að hótelin haldi fólki í húsi allavega fram að hádegi,“ segir Jón. Ekkert ferðaveður sé á þessum slóðum.
Björgunarsveitir Skaftárhreppur Veður Tengdar fréttir Lokaðir vegir, ófærð og viðvaranir Færðin spilltist víða á vegum landsins í nótt. Víða er ófært og hefur fjölda vega verið lokað. 14. janúar 2020 06:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Lokaðir vegir, ófærð og viðvaranir Færðin spilltist víða á vegum landsins í nótt. Víða er ófært og hefur fjölda vega verið lokað. 14. janúar 2020 06:00