Rússar hökkuðu fyrirtæki sem tengist kæru þingsins gegn Trump Kjartan Kjartansson skrifar 14. janúar 2020 11:45 Trump var kærður fyrir embættibrot fyrir þrýsting sem hann setti á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing sinn. Nú beina rússneskir hakkarar spjótum sínum að fyrirtækinu sem Trump vildi láta rannsaka. AP/Susan Walsh Tölvuþrjótar á vegum rússnesku leyniþjónustunnar brutust inn í tölvukerfi úkraínska gasfyrirtækisins Burisma sem hefur verið í miðpunkti kæruferlis Bandaríkjaþings gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna embættisbrota. Hvorki liggur fyrir hvað þrjótarnir komust yfir né eftir hverju þeir sóttust. Burisma hefur verið ofarlega á baugi í bandarískum stjórnmálum undanfarin misseri. Trump og bandamenn hans hafa án sannana sakað Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegan mótherja forsetans í kosningum síðar á þessu ári, um spillingu í Úkraínu í tengslum við að sonur hans, Hunter Biden, sat í stjórn fyrirtækisins. Trump og fulltrúar hans beittu úkraínsk stjórnvöld þrýstingi til að rannsaka Burisma og Biden auk stoðlausrar samsæriskenningar um meint afskipti Úkraínu af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings kærði Trump fyrir embættisbrot í desember og sakaði hann um að hafa misbeitt valdi sínu í þrýstingsherferðinni gegn Úkraínu. New York Times segir að rússneskir hakkarar á vegum GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, hafi byrjað tilraunir til að brjótast inn í tölvukerfi Burisma snemma í nóvember en þá var fjölmiðlafár í Bandaríkjunum yfir rannsókn þingsins á meintum embættisbrotum Trump. Sérfræðingar eru sagðir telja að tímasetning og umfang tölvuárása Rússa á fyrirtækið bendi til þess að þeir hafi leitað að mögulega vandræðalegum upplýsingum um Biden-feðgana, svipuðum þeim og Trump sóttist eftir frá úkraínskum stjórnvöldum í fyrra. Þegar Joe Biden var varaforseti og rak stefnu Bandaríkjastjórnar gagnvart Úkraínu tók sonur hans Hunter sæti í stjórn úkraínsks gasfyrirtækis. Trump hefur sakað Biden um misferli án frekari rökstuðnings.AP/John Locher Sömu aðferðir og í innbrotunum 2016 Aðferðir tölvuþrjótanna eru sagðar líkjast þeim sem voru notaðar til að brjótast inn í tölvupósta landsnefndar Demókrataflokksins og forsetaframboðs Hillary Clinton árið 2016. Rússar dreifðu tölvupóstum úr ránsfengnum meðal annars í gegnum uppljóstranavefinn Wikileaks og vef nettrölla og svonefndra botta. Í báðum tilfellum notuðu Rússarnir svonefndar vefveiðar (e. Phishing) til að stela notendanöfnum og lykilorðum Burisma. Þeir stofnuðu falsaðar vefsíður sem voru látnar líta út fyrir að tengjast Burisma og sendu svo falstölvupósta á starfsmenn til að fá þá til að skrá notendaupplýsingar sínar inn á vefsíðurnar. Bandaríska tölvuöryggisfyrirtækið Area 1 segir að hakkararnir hafi tekist að blekkja einhverja starfsmenn Burisma til að fá þeim notendaupplýsingar sínar með þessum hætti. New York Times segir að samhliða þessum tilraunum rússnesku leyniþjónustunnar hafi njósnarar hennar reynt að hafa uppi á skaðlegum upplýsingum um Biden-feðgana í Úkraínu. Þeir reynir að komast yfir tölvupósta, fjármálaupplýsinga og lagaleg skjöl, að sögn heimildarmanns blaðsins innan bandarísku ríkisstjórnarinnar. Bandaríska leyniþjónustan komst að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hefðu reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016, meðal annars með tölvuinnbrotinu hjá demókrötum og svonefndri tröllaverksmiðju sem dældi út fölskum áróðri sem var beint að bandarískum kjósendum. Vladímír Pútín, forseti, hafi skipað fyrir um afskiptin sem áttu að hjálpa Trump að ná kjöri. Sjö liðsmenn úkraínsku leyniþjónustunnar voru ákærðir í Bandaríkjunum vegna þess. Varað hefur verið við því að Rússar hyggi á frekari afskipti af forsetakosningunum sem fara fram í nóvember á þessu ári. Forval Demókrataflokksins til að velja forsetaframbjóðanda hefst mánudaginn 3. febrúar og hefur Biden alla jafna mælst með mesta stuðning frambjóðenda í skoðanakönnunum. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Rússland Úkraína Tengdar fréttir Ákæra Trump fyrir að misnota vald sitt og standa í vegi þingsins Demókratar hafað opinberað tvær ákærur gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. 10. desember 2019 14:15 Vitni tengdi Trump við þrýsting á Úkraínu með beinum hætti Starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu greindi frá símtali Trump og annars erindreka um rannsóknir á pólitískum andstæðingi Bandaríkjaforseta. 14. nóvember 2019 12:00 Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33 Hefur aldrei barist gegn spillingu í Úkraínu: „Forsetanum er drullusama um Úkraínu“ Bandamenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa ítrekað haldið því fram að honum sé annt um að berjast gegn kerfisbundinni spillingu í Úkraínu. Með því að halda aftur af tæplega 400 dollara neyðaraðstoð, sem þingið hafði samþykkt, hafi forsetinn verið að kanna vilja yfirvalda Úkraínu til að berjast gegn spillingu. Markmiðið hafi ekki verið að beita Úkraínumenn þrýstingi. 21. nóvember 2019 10:30 Þjóðaröryggisráðgjafi Trump vildi ekki taka þátt í „dópviðskiptum“ Fyrrverandi yfirmaður málefna Rússlands og Evrópu hjá þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna bar vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump forseta í gær. 15. október 2019 11:01 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Tölvuþrjótar á vegum rússnesku leyniþjónustunnar brutust inn í tölvukerfi úkraínska gasfyrirtækisins Burisma sem hefur verið í miðpunkti kæruferlis Bandaríkjaþings gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna embættisbrota. Hvorki liggur fyrir hvað þrjótarnir komust yfir né eftir hverju þeir sóttust. Burisma hefur verið ofarlega á baugi í bandarískum stjórnmálum undanfarin misseri. Trump og bandamenn hans hafa án sannana sakað Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegan mótherja forsetans í kosningum síðar á þessu ári, um spillingu í Úkraínu í tengslum við að sonur hans, Hunter Biden, sat í stjórn fyrirtækisins. Trump og fulltrúar hans beittu úkraínsk stjórnvöld þrýstingi til að rannsaka Burisma og Biden auk stoðlausrar samsæriskenningar um meint afskipti Úkraínu af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings kærði Trump fyrir embættisbrot í desember og sakaði hann um að hafa misbeitt valdi sínu í þrýstingsherferðinni gegn Úkraínu. New York Times segir að rússneskir hakkarar á vegum GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, hafi byrjað tilraunir til að brjótast inn í tölvukerfi Burisma snemma í nóvember en þá var fjölmiðlafár í Bandaríkjunum yfir rannsókn þingsins á meintum embættisbrotum Trump. Sérfræðingar eru sagðir telja að tímasetning og umfang tölvuárása Rússa á fyrirtækið bendi til þess að þeir hafi leitað að mögulega vandræðalegum upplýsingum um Biden-feðgana, svipuðum þeim og Trump sóttist eftir frá úkraínskum stjórnvöldum í fyrra. Þegar Joe Biden var varaforseti og rak stefnu Bandaríkjastjórnar gagnvart Úkraínu tók sonur hans Hunter sæti í stjórn úkraínsks gasfyrirtækis. Trump hefur sakað Biden um misferli án frekari rökstuðnings.AP/John Locher Sömu aðferðir og í innbrotunum 2016 Aðferðir tölvuþrjótanna eru sagðar líkjast þeim sem voru notaðar til að brjótast inn í tölvupósta landsnefndar Demókrataflokksins og forsetaframboðs Hillary Clinton árið 2016. Rússar dreifðu tölvupóstum úr ránsfengnum meðal annars í gegnum uppljóstranavefinn Wikileaks og vef nettrölla og svonefndra botta. Í báðum tilfellum notuðu Rússarnir svonefndar vefveiðar (e. Phishing) til að stela notendanöfnum og lykilorðum Burisma. Þeir stofnuðu falsaðar vefsíður sem voru látnar líta út fyrir að tengjast Burisma og sendu svo falstölvupósta á starfsmenn til að fá þá til að skrá notendaupplýsingar sínar inn á vefsíðurnar. Bandaríska tölvuöryggisfyrirtækið Area 1 segir að hakkararnir hafi tekist að blekkja einhverja starfsmenn Burisma til að fá þeim notendaupplýsingar sínar með þessum hætti. New York Times segir að samhliða þessum tilraunum rússnesku leyniþjónustunnar hafi njósnarar hennar reynt að hafa uppi á skaðlegum upplýsingum um Biden-feðgana í Úkraínu. Þeir reynir að komast yfir tölvupósta, fjármálaupplýsinga og lagaleg skjöl, að sögn heimildarmanns blaðsins innan bandarísku ríkisstjórnarinnar. Bandaríska leyniþjónustan komst að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hefðu reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016, meðal annars með tölvuinnbrotinu hjá demókrötum og svonefndri tröllaverksmiðju sem dældi út fölskum áróðri sem var beint að bandarískum kjósendum. Vladímír Pútín, forseti, hafi skipað fyrir um afskiptin sem áttu að hjálpa Trump að ná kjöri. Sjö liðsmenn úkraínsku leyniþjónustunnar voru ákærðir í Bandaríkjunum vegna þess. Varað hefur verið við því að Rússar hyggi á frekari afskipti af forsetakosningunum sem fara fram í nóvember á þessu ári. Forval Demókrataflokksins til að velja forsetaframbjóðanda hefst mánudaginn 3. febrúar og hefur Biden alla jafna mælst með mesta stuðning frambjóðenda í skoðanakönnunum.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Rússland Úkraína Tengdar fréttir Ákæra Trump fyrir að misnota vald sitt og standa í vegi þingsins Demókratar hafað opinberað tvær ákærur gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. 10. desember 2019 14:15 Vitni tengdi Trump við þrýsting á Úkraínu með beinum hætti Starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu greindi frá símtali Trump og annars erindreka um rannsóknir á pólitískum andstæðingi Bandaríkjaforseta. 14. nóvember 2019 12:00 Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33 Hefur aldrei barist gegn spillingu í Úkraínu: „Forsetanum er drullusama um Úkraínu“ Bandamenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa ítrekað haldið því fram að honum sé annt um að berjast gegn kerfisbundinni spillingu í Úkraínu. Með því að halda aftur af tæplega 400 dollara neyðaraðstoð, sem þingið hafði samþykkt, hafi forsetinn verið að kanna vilja yfirvalda Úkraínu til að berjast gegn spillingu. Markmiðið hafi ekki verið að beita Úkraínumenn þrýstingi. 21. nóvember 2019 10:30 Þjóðaröryggisráðgjafi Trump vildi ekki taka þátt í „dópviðskiptum“ Fyrrverandi yfirmaður málefna Rússlands og Evrópu hjá þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna bar vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump forseta í gær. 15. október 2019 11:01 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Ákæra Trump fyrir að misnota vald sitt og standa í vegi þingsins Demókratar hafað opinberað tvær ákærur gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. 10. desember 2019 14:15
Vitni tengdi Trump við þrýsting á Úkraínu með beinum hætti Starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu greindi frá símtali Trump og annars erindreka um rannsóknir á pólitískum andstæðingi Bandaríkjaforseta. 14. nóvember 2019 12:00
Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33
Hefur aldrei barist gegn spillingu í Úkraínu: „Forsetanum er drullusama um Úkraínu“ Bandamenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa ítrekað haldið því fram að honum sé annt um að berjast gegn kerfisbundinni spillingu í Úkraínu. Með því að halda aftur af tæplega 400 dollara neyðaraðstoð, sem þingið hafði samþykkt, hafi forsetinn verið að kanna vilja yfirvalda Úkraínu til að berjast gegn spillingu. Markmiðið hafi ekki verið að beita Úkraínumenn þrýstingi. 21. nóvember 2019 10:30
Þjóðaröryggisráðgjafi Trump vildi ekki taka þátt í „dópviðskiptum“ Fyrrverandi yfirmaður málefna Rússlands og Evrópu hjá þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna bar vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump forseta í gær. 15. október 2019 11:01