Þór kemur við í Bolungarvík til að sækja fólk í áfallateymi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. janúar 2020 09:53 Myndin var tekin af áhöfninni á Þór í nótt. landhelgisgæslan Varðskipið Þór lagði af stað frá Ísafirði til Flateyrar laust eftir klukkan 9 í morgun með áfallateymi og matvöru. Að því er fram kemur í Facebook-færslu Landhelgisgæslunnar mun Þór koma við í Bolungarvík þar sem tveir úr áfallateyminu verða sóttir. Er gert ráð fyrir því að skipið verði komið til Flateyrar um klukkan ellefu. Skipið hefur verið til taks á Ísafirði síðustu daga vegna veðursins en í nótt flutti það björgunarsveitarfólk, lækni og lögreglumenn til Flateyrar sem voru ferjaðir í land með léttbátum skipsins í nótt. Þór flutti unglingsstúlku sem lenti í öðru snjóflóðanna á Flateyri í gærkvöldi frá bænum til Ísafjarðar. Með í för var móðir stúlkunnar, Anna S. Sigurðardóttir, sem segir á Facebook-síðu sinni að þær mæðgur hafi farið á sjúkrahúsið á Ísafirði. Hún hafi farið í betri bátsferðir en hún hefði ekki viljað sigla með öðru skipi. Dóttir hennar sé 100% í lagi, aðeins með nokkrar skrámur. Anna segir þetta þvílíkt kraftaverk enda var dóttir hennar grafin undir snjónum í 40 mínútur. Kveðst hún ævinlega þakklát björgunarsveitinni á Flateyri fyrir snör handtök við að grafa dóttur hennar upp úr snjónum. Nú ætli þær mæðgur að hvíla sig eftir átök næturinnar. Bolungarvík Landhelgisgæslan Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Rýma fjögur hús í Seljalandshverfi á Ísafirði Ákveðið hefur verið að rýma fjögur hús í Seljalandshverfi á Ísafirði vegna snjóflóðahættu. 15. janúar 2020 09:04 Lífsreynsla stúlkunnar „eins og í verstu martröð“ Fjármálaráðherra segir erfitt til þess að hugsa að varnargörðunum við Flateyri hafi ekki tekist að bægja allri hættunni frá í gærkvöld. 15. janúar 2020 09:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Varðskipið Þór lagði af stað frá Ísafirði til Flateyrar laust eftir klukkan 9 í morgun með áfallateymi og matvöru. Að því er fram kemur í Facebook-færslu Landhelgisgæslunnar mun Þór koma við í Bolungarvík þar sem tveir úr áfallateyminu verða sóttir. Er gert ráð fyrir því að skipið verði komið til Flateyrar um klukkan ellefu. Skipið hefur verið til taks á Ísafirði síðustu daga vegna veðursins en í nótt flutti það björgunarsveitarfólk, lækni og lögreglumenn til Flateyrar sem voru ferjaðir í land með léttbátum skipsins í nótt. Þór flutti unglingsstúlku sem lenti í öðru snjóflóðanna á Flateyri í gærkvöldi frá bænum til Ísafjarðar. Með í för var móðir stúlkunnar, Anna S. Sigurðardóttir, sem segir á Facebook-síðu sinni að þær mæðgur hafi farið á sjúkrahúsið á Ísafirði. Hún hafi farið í betri bátsferðir en hún hefði ekki viljað sigla með öðru skipi. Dóttir hennar sé 100% í lagi, aðeins með nokkrar skrámur. Anna segir þetta þvílíkt kraftaverk enda var dóttir hennar grafin undir snjónum í 40 mínútur. Kveðst hún ævinlega þakklát björgunarsveitinni á Flateyri fyrir snör handtök við að grafa dóttur hennar upp úr snjónum. Nú ætli þær mæðgur að hvíla sig eftir átök næturinnar.
Bolungarvík Landhelgisgæslan Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Rýma fjögur hús í Seljalandshverfi á Ísafirði Ákveðið hefur verið að rýma fjögur hús í Seljalandshverfi á Ísafirði vegna snjóflóðahættu. 15. janúar 2020 09:04 Lífsreynsla stúlkunnar „eins og í verstu martröð“ Fjármálaráðherra segir erfitt til þess að hugsa að varnargörðunum við Flateyri hafi ekki tekist að bægja allri hættunni frá í gærkvöld. 15. janúar 2020 09:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30
Rýma fjögur hús í Seljalandshverfi á Ísafirði Ákveðið hefur verið að rýma fjögur hús í Seljalandshverfi á Ísafirði vegna snjóflóðahættu. 15. janúar 2020 09:04
Lífsreynsla stúlkunnar „eins og í verstu martröð“ Fjármálaráðherra segir erfitt til þess að hugsa að varnargörðunum við Flateyri hafi ekki tekist að bægja allri hættunni frá í gærkvöld. 15. janúar 2020 09:00