Fótbolti

Hætt 32 ára gömul eftir rúm­lega hundrað lands­­leiki og tíu bikara

Anton Ingi Leifsson skrifar
Eni Aluko í leik með Juventus.
Eni Aluko í leik með Juventus. vísir/getty

Eni Aluko, fyrrum landsliðskona Englands, hefur ákveðið að setja skóna upp í hillu eftir átján ára feril.

Þessi 32 ára framherji tilkynnti um ákvörðun sína á samskiptamiðlum í morgun en hún hefur leikið lengstum af í Englandi.

Einnig fór hún til Bandaríkjanna en endaði svo ferilinn hjá Juventus þar sem hún varð bæði ítalskur meistari og bikarmeistari.







Í ítarlegum pistli þar sem hún útskýrir ástæðuna fyrir því afhverju hún sé að hætta en hún segir einnig að hún hafi einnig verið nærri því að hætta árið 2012.

Árið 2017 ásakaði Aluko fyrrum enska landsliðsþjálfarann, Mark Sampson, um rasisma en hann var svo síðar meir rekinn. Hann baðst svo afsökunar tveimur árum síðar.







Aluko hóf sinn feril hjá Birmingham en hún náði að spila 102 landsleiki fyrir England og skora í þeim 33 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×