Fjórar tegundir erfiðra einstaklinga á vinnustöðum Rakel Sveinsdóttir skrifar 22. janúar 2020 09:00 Eyþór Eðvarðsson hefur starfað við stjórnendaþjálfun og ráðgjöf síðan 1996, bæði hér og í Hollandi. Vísir/Vilhelm Eyþór Eðvarðsson, stjórnendaþjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun, segir tilhneigingu til að leita skýringa hjá starfsfólki þegar kemur að erfiðum starfsmannamálum. Eyþór, sem er með MA í vinnusálfræði, segir mikilvægt fyrir stjórnendur að vera meðvitaðir um að orsakirnar geta legið víðar. „Dæmi um það er starfsmaður sem fær ekki kennslu og leiðsögn í starfinu með þeim afleiðingum að samstarfsmennirnir verða pirraðir og samstarfið versnar. Slæmt umtal fer af stað sem hefur áhrif á starfsmanninn. Hann verður óánægður og þá fer stjórnandinn að setja pressu á starfsmanninn um að standa sig betur.“ Aðspurður um hvað orsakar í flestum tilfellum erfið starfsmannamál segir Eyþór það geta verið margt en gróflega megi setja ástæðurnar í þrjá flokka. „Í fyrsta lagi getur orsökin legið hjá starfsmanninum, t.d. neikvætt viðhorf, áhugaleysi, metnaðarleysi, kæruleysi, persónuleiki, vantar hæfni, vantar þekkingu, kann ekki eða skilur ekki. Í öðru lagi getur ástæðan legið í hópnum, t.d. slæmur mórall, einelti, kynferðisleg áreitni, leiðinleg stemming, slæm menning slæm, hópþrýstingur, rígur. Í þriðja lagi getur orsökin verið tengd vinnuumhverfinu og skipulagi. Dæmi um það er slæmar vinnuaðstæður, bilið tölva, skortur á upplýsingum, slæm stjórnun, skortur á stefnu, verklagsreglum eða fundum.“ Eyþór segir fólk þurfa að líta í eigin barm og meta sitt eigið viðhorf, áður en það dæmir annað fólk sem „erfiða“ einstaklinga. „Allir geta verið erfiðir í hugum annarra og það sem einum finnst erfitt er ekki víst að öðrum finnist það. Ein leið til að meta hvort viðkomandi sé „erfiður einstaklingur“ er hvort fleiri en þú séu að upplifa það sama. Ef enginn kannast við það sem þú ert að upplifa getur skýringin legið hjá þér. Einnig skiptir máli hversu oft þú upplifir viðkomandi erfiðan. Ef samstarfsmaður er hranalegur bara fyrir mánaðamót er það kannski ekki svo erfitt en ef hann er hranalegur á hverjum degi þá er viðkomandi erfiður.“ Eyþór er með MA-gráðu í vinnusálfræði frá Free University í Amsterdam. Hann hefur starfað með flestum stærri fyrirtækjum Íslands, bæði í góðæri og krísum.Vísir/Vilhelm Erfiðir einstaklingar: 4 týpur sem margir þekkja En er eitthvað sem einkennir einstaklinga sem teljast „erfiðir“? „Þekktar eru nokkrar staðalmyndir af erfiðum einstaklingum eins og nöldrurum sem eru með allt á hornum sér, kvarta yfir öllu og við alla. Önnur týpa er leyniskyttan sem stingur þig í bakið, segir um þig sögur og grefur undan þér. Hann er oftast með hóp á bak við sig. Vitringar eru síðan með svörin við öllu og tjá sig eins og þeir séu með réttu svörin. Einræðisherrarnir vilja einir ráða og láta þig sjá það og finna.“ Lumar þú á einhverju ráði fyrir fólk sem starfar með einstakling sem flokka má í einhvern af fyrrgreindum hópi? „Við vitringana virkar vel að hafa í huga að þeir eru þrír alveg eins og í stóru bókinni. Í fyrsta lagi alvitringar sem vita allt og muna allt. Þeir eru sjaldnast vandamálið og við hin sem vitum lítið erum oft bara ánægð með að einhver sé með allt í kollinum. Í öðru lagi smávitringar sem eru alltaf að leiðrétta alla með atriði sem engu máli skipta. Þeir geta drepið góða sögumenn mjög hratt og eyðilagt kaffi- og matartíma. Í þriðja lagi eru þeir raunverulega erfiðu vitringar sem tala eins og þeir hafi sannleikann í vasanum og enginn annar viti það sem þeir vita. Þeir gera lítið úr öðrum svo að fólk þorir ekki að mótmæla þeim. Mikilvægt er að passa að falla ekki í þá gryfju að verða gagn-sérfræðingur bara til að vera á móti vitringnum. Hann sér fljótt í gegnum það og nær þér þar strax. Það sem virkar best er að fara í hlutverk spyrilsins með því að spyrja þá kryfjandi spurninga og láta þá standa fyrir sínum svörum. Þá kemur oft í ljós að þekking þeirra er ekki mikil. Stundum borgar sig ekki að reyna að takast á við þá.“ Að sögn Eyþórs er hins vegar mikilvægast að erfiðir samstarfsfélagar ráði ekki ferðinni. „Helsta ráðið er að láta þá erfiðu ekki stjórna því hvað þú segir eða hvernig þú hefur samskipti og ekki láta æsa sig upp. Margt annað mætti telja til,“ segir Eyþór að lokum. Vinnumarkaður Tengdar fréttir Yfirmenn oftast gerendur í eineltismálum á vinnustað Erfið starfsmannamál: Einelti á vinnustöðum jókst í kjölfar bankahruns en minnkaði aftur þegar atvinnuástand batnaði. Stjórnendur eru oftast gerendur. 22. janúar 2020 12:00 Ekki aðeins #metoo mál sem starfsfólk þegir yfir Erfið starfsmannamál: Í samtali við Gyðu Kristjánsdóttur, ráðgjafa hjá Hagvangi, kemur í ljós að enn er nokkuð um að fólk er ekki að segja frá erfiðum málum á vinnustað. 22. janúar 2020 10:00 Könnun: Er leyst úr erfiðum starfsmannamálum á þínum vinnustað? Erfið starfsmannamál: Taktu þátt í könnun og svaraðu spurningu um hvernig þinn vinnustaður leysir úr erfiðum starfsmannamálum. 22. janúar 2020 09:00 Mest lesið Kilroy hafi eitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Eyþór Eðvarðsson, stjórnendaþjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun, segir tilhneigingu til að leita skýringa hjá starfsfólki þegar kemur að erfiðum starfsmannamálum. Eyþór, sem er með MA í vinnusálfræði, segir mikilvægt fyrir stjórnendur að vera meðvitaðir um að orsakirnar geta legið víðar. „Dæmi um það er starfsmaður sem fær ekki kennslu og leiðsögn í starfinu með þeim afleiðingum að samstarfsmennirnir verða pirraðir og samstarfið versnar. Slæmt umtal fer af stað sem hefur áhrif á starfsmanninn. Hann verður óánægður og þá fer stjórnandinn að setja pressu á starfsmanninn um að standa sig betur.“ Aðspurður um hvað orsakar í flestum tilfellum erfið starfsmannamál segir Eyþór það geta verið margt en gróflega megi setja ástæðurnar í þrjá flokka. „Í fyrsta lagi getur orsökin legið hjá starfsmanninum, t.d. neikvætt viðhorf, áhugaleysi, metnaðarleysi, kæruleysi, persónuleiki, vantar hæfni, vantar þekkingu, kann ekki eða skilur ekki. Í öðru lagi getur ástæðan legið í hópnum, t.d. slæmur mórall, einelti, kynferðisleg áreitni, leiðinleg stemming, slæm menning slæm, hópþrýstingur, rígur. Í þriðja lagi getur orsökin verið tengd vinnuumhverfinu og skipulagi. Dæmi um það er slæmar vinnuaðstæður, bilið tölva, skortur á upplýsingum, slæm stjórnun, skortur á stefnu, verklagsreglum eða fundum.“ Eyþór segir fólk þurfa að líta í eigin barm og meta sitt eigið viðhorf, áður en það dæmir annað fólk sem „erfiða“ einstaklinga. „Allir geta verið erfiðir í hugum annarra og það sem einum finnst erfitt er ekki víst að öðrum finnist það. Ein leið til að meta hvort viðkomandi sé „erfiður einstaklingur“ er hvort fleiri en þú séu að upplifa það sama. Ef enginn kannast við það sem þú ert að upplifa getur skýringin legið hjá þér. Einnig skiptir máli hversu oft þú upplifir viðkomandi erfiðan. Ef samstarfsmaður er hranalegur bara fyrir mánaðamót er það kannski ekki svo erfitt en ef hann er hranalegur á hverjum degi þá er viðkomandi erfiður.“ Eyþór er með MA-gráðu í vinnusálfræði frá Free University í Amsterdam. Hann hefur starfað með flestum stærri fyrirtækjum Íslands, bæði í góðæri og krísum.Vísir/Vilhelm Erfiðir einstaklingar: 4 týpur sem margir þekkja En er eitthvað sem einkennir einstaklinga sem teljast „erfiðir“? „Þekktar eru nokkrar staðalmyndir af erfiðum einstaklingum eins og nöldrurum sem eru með allt á hornum sér, kvarta yfir öllu og við alla. Önnur týpa er leyniskyttan sem stingur þig í bakið, segir um þig sögur og grefur undan þér. Hann er oftast með hóp á bak við sig. Vitringar eru síðan með svörin við öllu og tjá sig eins og þeir séu með réttu svörin. Einræðisherrarnir vilja einir ráða og láta þig sjá það og finna.“ Lumar þú á einhverju ráði fyrir fólk sem starfar með einstakling sem flokka má í einhvern af fyrrgreindum hópi? „Við vitringana virkar vel að hafa í huga að þeir eru þrír alveg eins og í stóru bókinni. Í fyrsta lagi alvitringar sem vita allt og muna allt. Þeir eru sjaldnast vandamálið og við hin sem vitum lítið erum oft bara ánægð með að einhver sé með allt í kollinum. Í öðru lagi smávitringar sem eru alltaf að leiðrétta alla með atriði sem engu máli skipta. Þeir geta drepið góða sögumenn mjög hratt og eyðilagt kaffi- og matartíma. Í þriðja lagi eru þeir raunverulega erfiðu vitringar sem tala eins og þeir hafi sannleikann í vasanum og enginn annar viti það sem þeir vita. Þeir gera lítið úr öðrum svo að fólk þorir ekki að mótmæla þeim. Mikilvægt er að passa að falla ekki í þá gryfju að verða gagn-sérfræðingur bara til að vera á móti vitringnum. Hann sér fljótt í gegnum það og nær þér þar strax. Það sem virkar best er að fara í hlutverk spyrilsins með því að spyrja þá kryfjandi spurninga og láta þá standa fyrir sínum svörum. Þá kemur oft í ljós að þekking þeirra er ekki mikil. Stundum borgar sig ekki að reyna að takast á við þá.“ Að sögn Eyþórs er hins vegar mikilvægast að erfiðir samstarfsfélagar ráði ekki ferðinni. „Helsta ráðið er að láta þá erfiðu ekki stjórna því hvað þú segir eða hvernig þú hefur samskipti og ekki láta æsa sig upp. Margt annað mætti telja til,“ segir Eyþór að lokum.
Vinnumarkaður Tengdar fréttir Yfirmenn oftast gerendur í eineltismálum á vinnustað Erfið starfsmannamál: Einelti á vinnustöðum jókst í kjölfar bankahruns en minnkaði aftur þegar atvinnuástand batnaði. Stjórnendur eru oftast gerendur. 22. janúar 2020 12:00 Ekki aðeins #metoo mál sem starfsfólk þegir yfir Erfið starfsmannamál: Í samtali við Gyðu Kristjánsdóttur, ráðgjafa hjá Hagvangi, kemur í ljós að enn er nokkuð um að fólk er ekki að segja frá erfiðum málum á vinnustað. 22. janúar 2020 10:00 Könnun: Er leyst úr erfiðum starfsmannamálum á þínum vinnustað? Erfið starfsmannamál: Taktu þátt í könnun og svaraðu spurningu um hvernig þinn vinnustaður leysir úr erfiðum starfsmannamálum. 22. janúar 2020 09:00 Mest lesið Kilroy hafi eitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Yfirmenn oftast gerendur í eineltismálum á vinnustað Erfið starfsmannamál: Einelti á vinnustöðum jókst í kjölfar bankahruns en minnkaði aftur þegar atvinnuástand batnaði. Stjórnendur eru oftast gerendur. 22. janúar 2020 12:00
Ekki aðeins #metoo mál sem starfsfólk þegir yfir Erfið starfsmannamál: Í samtali við Gyðu Kristjánsdóttur, ráðgjafa hjá Hagvangi, kemur í ljós að enn er nokkuð um að fólk er ekki að segja frá erfiðum málum á vinnustað. 22. janúar 2020 10:00
Könnun: Er leyst úr erfiðum starfsmannamálum á þínum vinnustað? Erfið starfsmannamál: Taktu þátt í könnun og svaraðu spurningu um hvernig þinn vinnustaður leysir úr erfiðum starfsmannamálum. 22. janúar 2020 09:00