Innlent

Fimm konur sóttu um starf sýslumannsins í Vestmannaeyjum

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Frá Þjóðhátíð í Eyjum. Myndin er tekin árið 2018.
Frá Þjóðhátíð í Eyjum. Myndin er tekin árið 2018. Vísir/sigurjón

Samkvæmt upplýsingum frá Dómsmálaráðuneytinu bárust fimm umsóknir um stöðu sýslumannsins í Vestmannaeyjum, sem auglýst var laus til umsóknar í lok síðasta árs. Eyjafréttir birti lista yfir umsækjendur, en eingöngu konur sóttust eftir starfinu. Á meðal umsækjanda er staðgengill sýslumannsins í Vestmannaeyjum, en ekki hefur verið starfandi sýslumaður frá því snemma á síðasta ári.

Umsækjendur:

Sæunn Magnúsdóttir – staðgengill sýslumannsins í Vestmannaeyjum

Aníta Óðinsdóttir – Lögmaður

Arndís Soffía Sigurðardóttir – staðgengill sýslumannsins á Suðurlandi

Guðbjörg Anna Bergsdóttir – Lögmaður

Ragnheiður Jónsdóttir – Lögmaður


Tengdar fréttir

Bæjarstjórn ályktar um brotthvarf sýslumanns

Kristín Þórðardóttir, sýslumaður á Suðurlandi verður sett tímabundið sem sýslumaður í Vestmannaeyjum á morgun. Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir ekkert samráð hafa verið haft við bæjaryfirvöld um breytingarnar og gera hefði mátt aðrar ráðstafanir.

Páll stendur við ræðuna þrátt fyrir athugasemdir ráðuneytisins

Dómsmálaráðuneytið segir að Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins geti ekki hafa hitt fyrir "sendinefnd hjá dómsmálaráðuneytinu“ í Vestmannaeyjum þar sem enginn starfsmaður ráðuneytisins hafi farið þangað í embættiserindum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×