Viðskipti innlent

Nýr mann­auðs­stjóri EFLU kemur frá HR

Atli Ísleifsson skrifar
Sigríður Elín Guðlaugsdóttir
Sigríður Elín Guðlaugsdóttir EFLA

Sigríður Elín Guðlaugsdóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri mannauðs hjá EFLU verkfræðistofu.

Í tilkynningu frá EFLU segir að Sigríður Elín komi frá Háskólanum í Reykjavík þar sem hún starfaði síðastliðin sex ár sem framkvæmdastjóri mannauðs og gæða. Þar áður starfaði hún í þrettán ár hjá Íslenskri erfðagreiningu á mannauðssviði og sem mannauðsstjóri.

„Sigríður Elín er með MSc. gráðu í alþjóðlegri mannauðsstjórnun frá Háskólanum í Leicester, B.A. gráðu í félags- og atvinnulífsfræði frá HÍ og lauk AMP stjórnendanámi 2016 frá IESE í Barcelona. Sigríður sat um fimm ára skeið í stjórn Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi. Sigríður Elín er gift Bjarnhéðni Grétarssyni og eiga þau þrjár dætur.“

EFLA er verkfræði- og ráðgjafarfyrirtæki þar sem starfa um fjögur hundruð sérfræðingar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×