Arteta öskraði á leikmenn Arsenal í hálfleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2020 09:30 Mikel Arteta öskraði ekki bara á sína leikmenn heldur einnig á dómarann eins og sjá má hér fyrir ofan. Getty/Julian Finney Mikel Arteta tókst að vekja sína menn í hálfleik í bikarsigrinum á Leeds United í gærkvöldi. Leeds United var miklu betra liðið í fyrri hálfleiknum en tókst ekki að skora þrátt fyrir að hafa skapað fjölda færa í hálfleiknum. Í stað þess náði Arsenal að laga sinn leik verulega og Reiss Nelson skoraði síðan eina mark leiksins á 55. mínútu. Arsenal liðið var jafngott í seinni hálfleik og það var lélegt í þeim fyrri. Leikmenn liðsins töluðu um hálfleiksræðu knattspyrnustjórans Mikel Arteta eftir leikinn. Honesty's the best policy.@m8artetapic.twitter.com/6TQSsjLwiX— Arsenal (@Arsenal) January 7, 2020 Arsenal markvörðurinn Emiliano Martinez sagði að Mikel Arteta hafi verið mjög reiður í hálfleik. „Stjórinn öskraði mikið. Hann var ekki ánægður því við vissum að þeir myndu spila svona og við bárum ekki virðingu fyrir því sem hann sagði fyrir leikinn,“ sagði Alexandre Lacazette við BBC One. Arsenal átti fullt af færum í seinni hálfleiknum þar á meðal skaut umræddur Alexandre Lacazette í slána úr aukaspyrnu. „Núna er ég virkilega ánægður en við sáum þarna tvö mismunandi lið. Liðið sem spilaði fyrstu þrjátíu mínútur leiksins og svo liðið eftir það,“ sagði Mikel Arteta við breska ríkisútvarpið eftir leikinn. 'They battered every team in the Championship, every three days. The way they play makes it really difficult and uncomfortable.' Mikel Arteta explains Arsenal's second-half turnaround #AFChttps://t.co/H2BA1Iioln— Telegraph Football (@TeleFootball) January 7, 2020 „Ég reyndi að segja þeim hvað þeir máttu búast við og eftir 32 mínútur höfðum við bara unnið eina tæklingu. Við breyttum hugarfarinu, lönguninni og skipulaginu í hálfleik og við vorum fyrir vikið allt annað lið,“ sagði Mikel Arteta. „Stundum þurfa menn að finna það á eigin skinni hversu erfitt þetta er. Ég hef horft á fullt af leikjum með Leeds liðinu og þeir hafa látið öll lið finna fyrir sér. Það var gott fyrir mína menn að læra af þessu og þjást aðeins inn á vellinum,“ sagði Mikel Arteta. Arsenal have now won more games across all competitions after six days in January (2) than they managed in November and December combined (1). Mikel Arteta F.C. pic.twitter.com/n34ssZc3gp— Squawka Football (@Squawka) January 6, 2020 Enski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira
Mikel Arteta tókst að vekja sína menn í hálfleik í bikarsigrinum á Leeds United í gærkvöldi. Leeds United var miklu betra liðið í fyrri hálfleiknum en tókst ekki að skora þrátt fyrir að hafa skapað fjölda færa í hálfleiknum. Í stað þess náði Arsenal að laga sinn leik verulega og Reiss Nelson skoraði síðan eina mark leiksins á 55. mínútu. Arsenal liðið var jafngott í seinni hálfleik og það var lélegt í þeim fyrri. Leikmenn liðsins töluðu um hálfleiksræðu knattspyrnustjórans Mikel Arteta eftir leikinn. Honesty's the best policy.@m8artetapic.twitter.com/6TQSsjLwiX— Arsenal (@Arsenal) January 7, 2020 Arsenal markvörðurinn Emiliano Martinez sagði að Mikel Arteta hafi verið mjög reiður í hálfleik. „Stjórinn öskraði mikið. Hann var ekki ánægður því við vissum að þeir myndu spila svona og við bárum ekki virðingu fyrir því sem hann sagði fyrir leikinn,“ sagði Alexandre Lacazette við BBC One. Arsenal átti fullt af færum í seinni hálfleiknum þar á meðal skaut umræddur Alexandre Lacazette í slána úr aukaspyrnu. „Núna er ég virkilega ánægður en við sáum þarna tvö mismunandi lið. Liðið sem spilaði fyrstu þrjátíu mínútur leiksins og svo liðið eftir það,“ sagði Mikel Arteta við breska ríkisútvarpið eftir leikinn. 'They battered every team in the Championship, every three days. The way they play makes it really difficult and uncomfortable.' Mikel Arteta explains Arsenal's second-half turnaround #AFChttps://t.co/H2BA1Iioln— Telegraph Football (@TeleFootball) January 7, 2020 „Ég reyndi að segja þeim hvað þeir máttu búast við og eftir 32 mínútur höfðum við bara unnið eina tæklingu. Við breyttum hugarfarinu, lönguninni og skipulaginu í hálfleik og við vorum fyrir vikið allt annað lið,“ sagði Mikel Arteta. „Stundum þurfa menn að finna það á eigin skinni hversu erfitt þetta er. Ég hef horft á fullt af leikjum með Leeds liðinu og þeir hafa látið öll lið finna fyrir sér. Það var gott fyrir mína menn að læra af þessu og þjást aðeins inn á vellinum,“ sagði Mikel Arteta. Arsenal have now won more games across all competitions after six days in January (2) than they managed in November and December combined (1). Mikel Arteta F.C. pic.twitter.com/n34ssZc3gp— Squawka Football (@Squawka) January 6, 2020
Enski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira