Framkvæmdastjóri Capacent furðar sig á útskýringum Ara Trausta Jakob Bjarnar skrifar 8. janúar 2020 13:00 Halldór framkvæmdastjóri telur það ómaklegt og furðu sæta af hálfu þingmanna að vilja skella skuldinni á Capacent. Halldór Þorkelsson framkvæmdastjóri Capacent segir að sér komi afstaða meirihluta Þingvallanefndar vegna Ólínu-málsins svokallaðs mjög á óvart. Ólínu Þorvarðardóttur voru dæmdar bætur sem nemur 20 milljónum í kjölfar þess að jafnréttisnefnd taldi á henni brotið þegar gengið var fram hjá henni við ráðningu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum, en hún sótti um starfið. Allt Capacent að kenna Páll Magnússon þingmaður situr í nefndinni og hann sagði í samtali við Vísi, að hann teldi hugsanlegt að ríkissjóður ætti kröfu á hendur Capacent, sem annaðist umsóknarferlið. Páll sagði að láðst hafi að færa til bókar hið huglæga mat meirihluta nefndarinnar sem lá til grundvallar þegar hún ákvað að ráða heldur Einar Á. E. Sæmundsen til að gegna stöðunni. Og það skrifist á Capacent. Ari Trausti Guðmundsson, formaður nefndarinnar, tók í sama streng og sagði að hann væri algerlega blautur á bak við eyrun í því sem snýr að opinberum ráðningum; hann hafi alveg treyst á Capacent í þessum efnum. Þingvallanefnd efndi til sérstaks fundar vegna Ólínu-málsins. Ari Trausti lýsti því yfir eftir fundinn að hann væri alveg reynslulaus á þessu sviði og hafi því alveg treyst á Capacent.Vísir/Egill Halldór undrast það mjög að Ari Trausti vilji með þessum hætti skella skuldinni á Capacent. Aðkoma fyrirtækisins að ráðningum og ráðningarferli sé alveg skýrt. Hún sé ráðgefandi en það sé viðskiptavina að taka ákvörðun. „Við teljum að það sé skýrt hvað felst í aðkomu okkar hverju sinni.“Þannig að þessar útskýringar Ara Trausta koma þér þá í opna skjöldu?„Já, þær gerðu það, mjög svo, verulega,“ segir Halldór og útskýrir að hann og þau hjá Capacent séu sannfærð um ágæti aðkomu fyrirtækisins. Að biðjast aldrei afsökunar Afstaða og útskýringar Þingvallanefndar hefur verið til umfjöllunar á samfélagsmiðlum og sitt sýnist hverjum um þær. Þannig hefur Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus, sem hefur langa reynslu af starfi innan hins opinbera, talið málið til marks um þá almennu viðleitni sem ríkir meðal kjörinna fulltrúa, að vilja varpa frá sér ábyrgð. Almennt sé þeim fyrirmunað að játa á sig mistök eða skipta um skoðun. „Að biðjast aldrei afsökunar er í raun og veru bara ein birtingarmynd miklu djúprættara og alvarlegra vandamáls í íslenskri stjórmála- og samskiptamenningu: Að viðurkenna aldrei mistök. Alveg sama þótt allir viti að maður hefur gert mistök, og alveg sama þótt maður viti að allir viti að maður gerði mistök - maður viðurkennir það ekki. Það væri veikleikamerki. Maður sem viðurkennir mistök er búinn að vera - virðast margir halda,“ segir Eiríkur. Páll Magnússon telur það vert að skoða hvort Capacent sé ekki bótaskylt gagnvart ríkissjóði, þar sem þeir áttu að hafa umsjón með umsóknarferlinu.visir/vilhelm Eiríkur segir jafnframt að ef menn geri aldrei mistök, þá þurfi auðvitað aldrei að biðjast afsökunar. Af sjálfu leiði. „Í stað þess að viðurkenna mistök kennir maður öðrum um. Formaður Þingvallanefndar kennir ráðningarstofu um og varaformaðurinn vill gera minnihlutann samábyrgan. Formaðurinn vísar líka til eigin reynsluleysis í ráðningarmálum, eins og það sé einhver afsökun - hann er formaður stjórnsýslunefndar sem hefur tiltekið hlutverk og á að setja sig inn í málin.“ Pistill Eiríks hefur vakið mikla athygli og hafa ýmsir orðið til að dreifa honum áfram um samfélagsmiðilinn. Starfsmönnum Capacent sárnar að vera kennt um „Við höfum komið að svona verkefnum í áratugi,“ segir Halldór. „Hér er fólk sem hefur langan starfsaldur og mikla reynslu af ferlum sem þessum. Halldór hjá Capacent telur að staða fyrirtæksins hafi alltaf legið ljós fyrir, þeirra væri að veita ráðgjöf en ekki að taka ákvörðun né þá heldur bera ábyrgð á því hvernig að málum væri staðið. Þetta kemur vissulega á óvart og fólk hér tekur svona nærri sér.“ Halldór bendir jafnframt á að Capacent hafi um áratugaskeið veitt ráðgjöf í tengslum við opinberar ráðningar. „Það samstarf, við hina ýmsu fulltrúa hins opinbera, hefur verið afskaplega farsælt. Ávallt er farið yfir það með viðskiptavinum í tengslum við opinberar ráðningar hvað í þjónustu fyrirtækisins felst áður en ráðgjöf er veitt. Capacent veitir ekki lagalega ráðgjöf í tengslum við ráðningar. Þá er það ávallt á valdsviði opinberra aðila að taka ákvörðun á öllum stigum í ráðningarferli hverju sinni.“ Að öllu þessu samanlögðu hljóti það að vera í verkahring Þingvallanefndar að taka ákvarðanir á öllum stigum í ráðningarferli þjóðgarðsvarðar. Það er mat Capacent að Þingvallanefnd hafi fengið faglega og haldgóða ráðgjöf. Alþingi Stjórnsýsla Þingvellir Tengdar fréttir Páll telur ríkissjóð líklega eiga kröfu á hendur Capacent vegna Ólínu-málsins Páll Magnússon er sannfærður um að sá hæfari varð fyrir valinu. 6. janúar 2020 13:24 Ólína fær 20 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Ríkislögmaður hefur komist að samkomulagi við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur um greiðslu bóta þegar sem gengið var framhjá henni við ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Bótaafjárhæðin nemur 20 milljónum. 5. janúar 2020 18:30 Setti traust sitt á Capacent enda blautur á bak við eyrun í opinberum ráðningum Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar, segir það auðvitað þannig að nefndin beri ábyrgð á því að umsækjandi um stöðu þjóðgarðsvarðar fékk 20 milljóna króna bótagreiðslu frá ríkinu. 7. janúar 2020 16:05 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Halldór Þorkelsson framkvæmdastjóri Capacent segir að sér komi afstaða meirihluta Þingvallanefndar vegna Ólínu-málsins svokallaðs mjög á óvart. Ólínu Þorvarðardóttur voru dæmdar bætur sem nemur 20 milljónum í kjölfar þess að jafnréttisnefnd taldi á henni brotið þegar gengið var fram hjá henni við ráðningu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum, en hún sótti um starfið. Allt Capacent að kenna Páll Magnússon þingmaður situr í nefndinni og hann sagði í samtali við Vísi, að hann teldi hugsanlegt að ríkissjóður ætti kröfu á hendur Capacent, sem annaðist umsóknarferlið. Páll sagði að láðst hafi að færa til bókar hið huglæga mat meirihluta nefndarinnar sem lá til grundvallar þegar hún ákvað að ráða heldur Einar Á. E. Sæmundsen til að gegna stöðunni. Og það skrifist á Capacent. Ari Trausti Guðmundsson, formaður nefndarinnar, tók í sama streng og sagði að hann væri algerlega blautur á bak við eyrun í því sem snýr að opinberum ráðningum; hann hafi alveg treyst á Capacent í þessum efnum. Þingvallanefnd efndi til sérstaks fundar vegna Ólínu-málsins. Ari Trausti lýsti því yfir eftir fundinn að hann væri alveg reynslulaus á þessu sviði og hafi því alveg treyst á Capacent.Vísir/Egill Halldór undrast það mjög að Ari Trausti vilji með þessum hætti skella skuldinni á Capacent. Aðkoma fyrirtækisins að ráðningum og ráðningarferli sé alveg skýrt. Hún sé ráðgefandi en það sé viðskiptavina að taka ákvörðun. „Við teljum að það sé skýrt hvað felst í aðkomu okkar hverju sinni.“Þannig að þessar útskýringar Ara Trausta koma þér þá í opna skjöldu?„Já, þær gerðu það, mjög svo, verulega,“ segir Halldór og útskýrir að hann og þau hjá Capacent séu sannfærð um ágæti aðkomu fyrirtækisins. Að biðjast aldrei afsökunar Afstaða og útskýringar Þingvallanefndar hefur verið til umfjöllunar á samfélagsmiðlum og sitt sýnist hverjum um þær. Þannig hefur Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus, sem hefur langa reynslu af starfi innan hins opinbera, talið málið til marks um þá almennu viðleitni sem ríkir meðal kjörinna fulltrúa, að vilja varpa frá sér ábyrgð. Almennt sé þeim fyrirmunað að játa á sig mistök eða skipta um skoðun. „Að biðjast aldrei afsökunar er í raun og veru bara ein birtingarmynd miklu djúprættara og alvarlegra vandamáls í íslenskri stjórmála- og samskiptamenningu: Að viðurkenna aldrei mistök. Alveg sama þótt allir viti að maður hefur gert mistök, og alveg sama þótt maður viti að allir viti að maður gerði mistök - maður viðurkennir það ekki. Það væri veikleikamerki. Maður sem viðurkennir mistök er búinn að vera - virðast margir halda,“ segir Eiríkur. Páll Magnússon telur það vert að skoða hvort Capacent sé ekki bótaskylt gagnvart ríkissjóði, þar sem þeir áttu að hafa umsjón með umsóknarferlinu.visir/vilhelm Eiríkur segir jafnframt að ef menn geri aldrei mistök, þá þurfi auðvitað aldrei að biðjast afsökunar. Af sjálfu leiði. „Í stað þess að viðurkenna mistök kennir maður öðrum um. Formaður Þingvallanefndar kennir ráðningarstofu um og varaformaðurinn vill gera minnihlutann samábyrgan. Formaðurinn vísar líka til eigin reynsluleysis í ráðningarmálum, eins og það sé einhver afsökun - hann er formaður stjórnsýslunefndar sem hefur tiltekið hlutverk og á að setja sig inn í málin.“ Pistill Eiríks hefur vakið mikla athygli og hafa ýmsir orðið til að dreifa honum áfram um samfélagsmiðilinn. Starfsmönnum Capacent sárnar að vera kennt um „Við höfum komið að svona verkefnum í áratugi,“ segir Halldór. „Hér er fólk sem hefur langan starfsaldur og mikla reynslu af ferlum sem þessum. Halldór hjá Capacent telur að staða fyrirtæksins hafi alltaf legið ljós fyrir, þeirra væri að veita ráðgjöf en ekki að taka ákvörðun né þá heldur bera ábyrgð á því hvernig að málum væri staðið. Þetta kemur vissulega á óvart og fólk hér tekur svona nærri sér.“ Halldór bendir jafnframt á að Capacent hafi um áratugaskeið veitt ráðgjöf í tengslum við opinberar ráðningar. „Það samstarf, við hina ýmsu fulltrúa hins opinbera, hefur verið afskaplega farsælt. Ávallt er farið yfir það með viðskiptavinum í tengslum við opinberar ráðningar hvað í þjónustu fyrirtækisins felst áður en ráðgjöf er veitt. Capacent veitir ekki lagalega ráðgjöf í tengslum við ráðningar. Þá er það ávallt á valdsviði opinberra aðila að taka ákvörðun á öllum stigum í ráðningarferli hverju sinni.“ Að öllu þessu samanlögðu hljóti það að vera í verkahring Þingvallanefndar að taka ákvarðanir á öllum stigum í ráðningarferli þjóðgarðsvarðar. Það er mat Capacent að Þingvallanefnd hafi fengið faglega og haldgóða ráðgjöf.
Alþingi Stjórnsýsla Þingvellir Tengdar fréttir Páll telur ríkissjóð líklega eiga kröfu á hendur Capacent vegna Ólínu-málsins Páll Magnússon er sannfærður um að sá hæfari varð fyrir valinu. 6. janúar 2020 13:24 Ólína fær 20 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Ríkislögmaður hefur komist að samkomulagi við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur um greiðslu bóta þegar sem gengið var framhjá henni við ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Bótaafjárhæðin nemur 20 milljónum. 5. janúar 2020 18:30 Setti traust sitt á Capacent enda blautur á bak við eyrun í opinberum ráðningum Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar, segir það auðvitað þannig að nefndin beri ábyrgð á því að umsækjandi um stöðu þjóðgarðsvarðar fékk 20 milljóna króna bótagreiðslu frá ríkinu. 7. janúar 2020 16:05 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Páll telur ríkissjóð líklega eiga kröfu á hendur Capacent vegna Ólínu-málsins Páll Magnússon er sannfærður um að sá hæfari varð fyrir valinu. 6. janúar 2020 13:24
Ólína fær 20 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Ríkislögmaður hefur komist að samkomulagi við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur um greiðslu bóta þegar sem gengið var framhjá henni við ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Bótaafjárhæðin nemur 20 milljónum. 5. janúar 2020 18:30
Setti traust sitt á Capacent enda blautur á bak við eyrun í opinberum ráðningum Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar, segir það auðvitað þannig að nefndin beri ábyrgð á því að umsækjandi um stöðu þjóðgarðsvarðar fékk 20 milljóna króna bótagreiðslu frá ríkinu. 7. janúar 2020 16:05