Tók sig til og ruddi Öxnadalsheiðina sjálfur svo vinirnir kæmust til útlanda Eiður Þór Árnason skrifar 10. janúar 2020 08:00 Hér sést Öxnadalsheiði við talsvert betri aðstæður en í fyrrakvöld og traktor sambærilegur þeim sem Finnur notaði. Vegagerðin/Aðsend Starfsmenn Finns ehf og Motul á Akureyri létu ófærð ekki stoppa sig þegar ætluðu sér að flýja íslenska veturinn og skella sér í utanlandsferð á meðan óveður gekk yfir landið. Þegar það var útséð að þeir myndu ekki komast frá Akureyri til Keflavíkur vegna ófærðar á Öxnadalsheiði greip yfirmaður þeirra til þess ráðs að ryðja heiðina á eigin vegum. RÚV greindi fyrst frá. Á miðvikudagskvöld gerði Finnur Aðalbjörnsson sér lítið fyrir og fór á stórum fjögur hundruð hestaafla Fendt traktor með snjóblásara yfir Öxnadalsheiðina. Þetta gerði hann til þess að tryggja að starfsmenn hans og vinir sem fylgdu honum á heiðinni kæmust á EM í handbolta og til Birmingham. Finnur Aðalbjörnsson, eigandi Finns ehf og hluthafi í Motul, kann vel við sig í snjónum.Aðsend Þaulvanur snjónum Finnur er ekki óvanur snjónum en samnefnt fyrirtæki hans er stórtækt í snjómokstri á Norðurlandi. Hann lagði þetta því til við Vegagerðina og var tekið vel í hugmyndina þar á bæ að hans sögn. „Ég þekki strákana sem moka heiðina og það var búið að stoppa þá af í mokstrinum út af veðri og ég talaði náttúrulega við þá líka. Ég ætlaði ekki að fara að gera eitthvað sem hefði verið vont bæði fyrir þá og Vegagerðina. Þetta var allt í fína lagi og allt í sátt og samlyndi.“ Að sögn Finns voru aðstæður á Öxnadalsheiðinni með versta móti þegar hann fór þar í gegn og jafnvel með því versta sem hann hafi séð. „Það var mjög slæmt. Veðrið, mikill snjór og rosa harður.“ Bílunum fjölgaði óvænt Verkið gekk þó vel og áður en hann vissi af var búið að fjölga verulega í bílalestinni. Þegar hann var kominn yfir heiðina taldi Finnur alls 23 bíla á eftir sér. „Ég ætlaði nú bara að fara með þessa fjóra bíla yfir sko, ekki neina fleiri.“ Finnur segist hafa verið um fjóra og hálfan tíma yfir heiðina í fyrra skiptið. Eftir það sneri hann við í Skagafirði og hjálpaði um sjö bílum til baka sem keyrðu á eftir honum norður. „Ég var miklu fljótari til baka því þá gat ég bara mokað sömu slóðina eftir mig. Þó að hún væri orðin full þá var snjórinn orðinn svo léttur að það var gott að blása.“ Vildi ekki skilja neinn eftir Hann segir að flestir bílarnir hafi verið vel búnir en þó hafi verið nokkur vandræði með einn þeirra sem var aðeins búinn eindrifi og fylgdi honum á leiðinni til baka. „Hann var bara alltaf fastur í slóðinni þó að það væri búið að moka, af því að hann sá ekki neitt. Hann keyrði út úr slóðinni og komst ekki inn í hana og við þurftum að hjálpa honum mjög oft á leiðinni.“ „Við gátum náttúrulega ekki skilið hann eftir þarna.“ Kom aftur heim níu klukkustundum síðar Finnur telur að klukkan hafi verið orðin um þrjú eftir miðnætti aðfaranótt fimmtudags þegar hann kom aftur til Akureyrar. Þá hafi verið liðnar um níu klukkustundir frá því að hann lagði af stað að heiman. Aðspurður segist Finnur vel geta hugsað sér að endurtaka leikinn. „Jájájá, það er alltaf gaman að fara í smá ævintýri maður. Það nennir enginn að horfa á vídeó öll kvöld eða DVD, maður verður eitthvað þreyttur á því.“ Akureyri Hörgársveit Samgöngur Veður Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Starfsmenn Finns ehf og Motul á Akureyri létu ófærð ekki stoppa sig þegar ætluðu sér að flýja íslenska veturinn og skella sér í utanlandsferð á meðan óveður gekk yfir landið. Þegar það var útséð að þeir myndu ekki komast frá Akureyri til Keflavíkur vegna ófærðar á Öxnadalsheiði greip yfirmaður þeirra til þess ráðs að ryðja heiðina á eigin vegum. RÚV greindi fyrst frá. Á miðvikudagskvöld gerði Finnur Aðalbjörnsson sér lítið fyrir og fór á stórum fjögur hundruð hestaafla Fendt traktor með snjóblásara yfir Öxnadalsheiðina. Þetta gerði hann til þess að tryggja að starfsmenn hans og vinir sem fylgdu honum á heiðinni kæmust á EM í handbolta og til Birmingham. Finnur Aðalbjörnsson, eigandi Finns ehf og hluthafi í Motul, kann vel við sig í snjónum.Aðsend Þaulvanur snjónum Finnur er ekki óvanur snjónum en samnefnt fyrirtæki hans er stórtækt í snjómokstri á Norðurlandi. Hann lagði þetta því til við Vegagerðina og var tekið vel í hugmyndina þar á bæ að hans sögn. „Ég þekki strákana sem moka heiðina og það var búið að stoppa þá af í mokstrinum út af veðri og ég talaði náttúrulega við þá líka. Ég ætlaði ekki að fara að gera eitthvað sem hefði verið vont bæði fyrir þá og Vegagerðina. Þetta var allt í fína lagi og allt í sátt og samlyndi.“ Að sögn Finns voru aðstæður á Öxnadalsheiðinni með versta móti þegar hann fór þar í gegn og jafnvel með því versta sem hann hafi séð. „Það var mjög slæmt. Veðrið, mikill snjór og rosa harður.“ Bílunum fjölgaði óvænt Verkið gekk þó vel og áður en hann vissi af var búið að fjölga verulega í bílalestinni. Þegar hann var kominn yfir heiðina taldi Finnur alls 23 bíla á eftir sér. „Ég ætlaði nú bara að fara með þessa fjóra bíla yfir sko, ekki neina fleiri.“ Finnur segist hafa verið um fjóra og hálfan tíma yfir heiðina í fyrra skiptið. Eftir það sneri hann við í Skagafirði og hjálpaði um sjö bílum til baka sem keyrðu á eftir honum norður. „Ég var miklu fljótari til baka því þá gat ég bara mokað sömu slóðina eftir mig. Þó að hún væri orðin full þá var snjórinn orðinn svo léttur að það var gott að blása.“ Vildi ekki skilja neinn eftir Hann segir að flestir bílarnir hafi verið vel búnir en þó hafi verið nokkur vandræði með einn þeirra sem var aðeins búinn eindrifi og fylgdi honum á leiðinni til baka. „Hann var bara alltaf fastur í slóðinni þó að það væri búið að moka, af því að hann sá ekki neitt. Hann keyrði út úr slóðinni og komst ekki inn í hana og við þurftum að hjálpa honum mjög oft á leiðinni.“ „Við gátum náttúrulega ekki skilið hann eftir þarna.“ Kom aftur heim níu klukkustundum síðar Finnur telur að klukkan hafi verið orðin um þrjú eftir miðnætti aðfaranótt fimmtudags þegar hann kom aftur til Akureyrar. Þá hafi verið liðnar um níu klukkustundir frá því að hann lagði af stað að heiman. Aðspurður segist Finnur vel geta hugsað sér að endurtaka leikinn. „Jájájá, það er alltaf gaman að fara í smá ævintýri maður. Það nennir enginn að horfa á vídeó öll kvöld eða DVD, maður verður eitthvað þreyttur á því.“
Akureyri Hörgársveit Samgöngur Veður Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent