Segja mótmælendur pyntaða í haldi hvít-rússnesku lögreglunnar Andri Eysteinsson skrifar 13. ágúst 2020 23:32 Mikil mótmæli hafa verið á götum höfuðborgarinnar Minsk síðustu daga. EPA Fjöldi aðgerðasinna og mannréttindasamtaka segja að mótmælendur sem handteknir hafa verið í mótmælum gegn Alexander Lúkasjenkó, hinum þaulsetna forseta Hvíta-Rússlands, hafi verið beittir pyntingum í haldi lögreglu. Lúkasjenkó, sem hefur verið við völd frá árinu 1994, var endurkjörinn síðasta sunnudag á umdeildan hátt. Þegar talið var upp úr kjörkössunum vann forsetinn stórsigur en andstæðingar hans neita að samþykkja opinberar niðurstöður og saka Lúkasjenkó og hvít-rússnesk yfirvöld um kosningasvik. Á kosningakvöldið sjálft, eftir að niðurstöður einu útgönguspárinnar sem Lúkasjenkó hafði leyft voru birtar, flykktust mótmælendur út á götur borga landsins og lýstu yfir óánægju sinni. Síðan þá hafa á sjöunda þúsund manns verið handtekin. Barin, afklædd og lamin Þau hinna handteknu sem sleppt hefur verið úr haldi hafa greint frá því að hafa verið beitt harðræði og pyntingum á meðan fangelsun þeirra stóð. BBC greinir frá því að myndir hafi birst á samfélagsmiðlinum Nexta þar sem mótmælendur hafi sýnt meiðsli sín sem lögregla hafi valdið. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja þá að fangar hafi verið barðir, neyddir til að bera sig og þeim hafi verið hótað nauðgun. “Þau hafa sagt okkur að fangaklefarnir hafi orðið að pyntingaklefum þar sem mótmælendur eru neyddir til að liggja á meðan að lögregla sparkar og lemur þau með kylfum,” segir Marie Struthers yfirmaður Austur-Evrópu og Mið-Asíudeildar Amnesty International. Þá hafa mannréttindasérfræðingar úr röðum Sameinuðu Þjóðanna sagt að viðbrögð hvítrússneskra stjórnvalda við mótmælunum hafi verið hörð og tekið á þeim með of mikilli og ónauðsynlegri hörku. Innanríkisráðherra Hvíta-Rússlands, Júrí Karajév, hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hann segist bera ábyrgð á því að mótmælendur hafi meiðst í mótmælunum og bað þá særðu afsökunar. Tveir hafa látið lífið í mótmælunum samkvæmt yfirvöldum. Einn í höfuðborginni Minsk og annar í borginni Gomel í suð-austurhluta Hvíta-Rússlands. Hvíta-Rússland Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Fjöldi aðgerðasinna og mannréttindasamtaka segja að mótmælendur sem handteknir hafa verið í mótmælum gegn Alexander Lúkasjenkó, hinum þaulsetna forseta Hvíta-Rússlands, hafi verið beittir pyntingum í haldi lögreglu. Lúkasjenkó, sem hefur verið við völd frá árinu 1994, var endurkjörinn síðasta sunnudag á umdeildan hátt. Þegar talið var upp úr kjörkössunum vann forsetinn stórsigur en andstæðingar hans neita að samþykkja opinberar niðurstöður og saka Lúkasjenkó og hvít-rússnesk yfirvöld um kosningasvik. Á kosningakvöldið sjálft, eftir að niðurstöður einu útgönguspárinnar sem Lúkasjenkó hafði leyft voru birtar, flykktust mótmælendur út á götur borga landsins og lýstu yfir óánægju sinni. Síðan þá hafa á sjöunda þúsund manns verið handtekin. Barin, afklædd og lamin Þau hinna handteknu sem sleppt hefur verið úr haldi hafa greint frá því að hafa verið beitt harðræði og pyntingum á meðan fangelsun þeirra stóð. BBC greinir frá því að myndir hafi birst á samfélagsmiðlinum Nexta þar sem mótmælendur hafi sýnt meiðsli sín sem lögregla hafi valdið. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja þá að fangar hafi verið barðir, neyddir til að bera sig og þeim hafi verið hótað nauðgun. “Þau hafa sagt okkur að fangaklefarnir hafi orðið að pyntingaklefum þar sem mótmælendur eru neyddir til að liggja á meðan að lögregla sparkar og lemur þau með kylfum,” segir Marie Struthers yfirmaður Austur-Evrópu og Mið-Asíudeildar Amnesty International. Þá hafa mannréttindasérfræðingar úr röðum Sameinuðu Þjóðanna sagt að viðbrögð hvítrússneskra stjórnvalda við mótmælunum hafi verið hörð og tekið á þeim með of mikilli og ónauðsynlegri hörku. Innanríkisráðherra Hvíta-Rússlands, Júrí Karajév, hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hann segist bera ábyrgð á því að mótmælendur hafi meiðst í mótmælunum og bað þá særðu afsökunar. Tveir hafa látið lífið í mótmælunum samkvæmt yfirvöldum. Einn í höfuðborginni Minsk og annar í borginni Gomel í suð-austurhluta Hvíta-Rússlands.
Hvíta-Rússland Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira