Kínverjar sagðir vilja losna við Trump en Rússar beita sér gegn Biden Kjartan Kjartansson skrifar 7. ágúst 2020 21:30 Kosningar fara fram í Bandaríkjunum 3. nóvember, ekki aðeins til forseta heldur einnig Bandaríkjaþings. Mörg erlend ríki telja sig hafa hagsmuni af því hvernig fer. AP/Tony Dejak Yfirmaður einnar leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna telur að kínversk stjórnvöld vonist til þess að Donald Trump nái ekki endurkjöri sem forseti í haust og reynir að beita áhrifum sínum í aðdraganda kosninga í haust. Rússa telur hann beita sér til að koma höggi á Joe Biden, væntanlegan frambjóðanda Demókrataflokksins. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá William Evanina, forstjóra Gagnnjósna- og öryggismiðstöðvar Bandaríkjanna, um tilraunir erlendra ríkja til þess að hafa áhrifa á kosningarnar í nóvember, að sögn Washington Post. Kínversk stjórnvöld telja Trump „óútreiknanlegan“ og vilja heldur að hann verði ekki áfram forseti eftir kosningarnar. Evanina segir þau þrýsta á stjórnmálamenn sem þau telja vinna gegn hagsmunum sínum og verjast gagnrýni á Kína. Trump hefur eldað grátt silfur saman við stjórnvöld í Beijing. Viðskiptastríð upphófst þegar Trump skellti verndartollum á kínverskar innflutningsvörur og Kínverjar svöruðu í sömum mynt. Þá hefur ríkisstjórn Trump beitt sér fyrir því að vestræn ríki úthýsi kínverska tæknifyrirtækinu Huawei úr 5G-væðingu sinni. Ríkin tvö ráku ræðismenn úr landi á dögunum. JUST IN: In new statement, top counterintel official Evanina confirms what @kyledcheney and I reported last week: Intel officials believe that Russia is using a range of measures to primarily denigrate former Vice President Biden in runup to election. https://t.co/I11E6frl1D pic.twitter.com/t3EOOqYubU— Natasha Bertrand (@NatashaBertrand) August 7, 2020 Rússar rægja Biden Varðandi Rússa, sem reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 til að hjálpa Trump að ná kjöri, telur Evanina að þeir vilji nú vinna gegn Biden, fyrrverandi varaforseta, sem mælist nú með afgerandi forskot á Trump í skoðanakönnunum á landsvísu. „Við teljum að Rússland noti fjölda leiða til að fyrst og fremst rægja Biden varaforseta og það sem það lítur á sem „ráðandi öfl“ sem eru andsnúin Rússlandi,“ segir í yfirlýsingu Evanina. Ástæðan fyrir andstöðu stjórnvalda í Kreml við Biden er meðal annars talin gagnrýni hans á þau þegar hann var varaforseti Baracks Obama og aðild hans að stefnu þeirrar ríkisstjórnar gagnvart Úkraínu. Rússar háðu stórfelldan upplýsingahernað fyrir forsetakosningarnar árið 2016 sem byggðist meðal annars á tölvuinnbrotum í tölvupósta Demókrataflokksins sem var lekið í gegnum vefsíðuna Wikileaks. Íranar eru einnig sagðir vinna gegn bandarískum stofunum og Trump forseta. Stjórnvöld í Teheran eru talin reyna að sundra Bandaríkjamönnum fyrir kosningarnar. Evanina telur Írana beina kröftum sínum að áróðri og upplýsingafalsi á samfélagsmiðlum. Þeir óttist að verði Trump endurkjörin haldi harðlínustefna Bandaríkjastjórnar gagnvart þeim áfram, að því er AP-fréttastofan segir. Trump sagði Bandaríkin frá kjarnorkusamningi heimsveldanna við Íran árið 2018 og lagði aftur á viðskiptaþvinganir sem höfðu verið afnumndar með honum. Þá felldi Bandaríkjaher yfirmann sérveitar íranska byltingarvarðarins fyrr á þessu ári. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Kína Íran Donald Trump Tengdar fréttir Utanríkisráðherrann gekk á Rússa um meint verðlaunafé í Afganistan Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa varað rússneskan starfsbróður sinn eindregið við því að greiða talibönum verðlaunafé fyrir að drepa bandaríska hermenn í Afganistan. 7. ágúst 2020 19:38 Twitter merkir reikninga ríkisfjölmiðla Tístum frá ríkisfjölmiðlum verður ekki lengur haldið að notendum samfélagsmiðilsins Twitter og byrjar er að merkja reikninga miðlanna sérstaklega. Rússneski fjölmiðillinn RT og kínverska Xinhua-ríkisfréttastofan eru á meðal þeirra sem verða fyrir áhrifum af breytingunum. 6. ágúst 2020 20:24 Telja Rússa standa að upplýsingafalsi um faraldurinn Rússneska leyniþjónustan er sögð dreifa fölskum upplýsingum um kórónuveiruheimsfaraldurinn á enskumælandi vefsíðum sem beint er að fólki í Bandaríkjunum og öðrum vestrænum ríkjum, að sögn bandarískra embættismanna. Áróðurinn er sagður ýmist upphefja Rússland eða gera lítið úr Bandaríkjunum. 29. júlí 2020 16:06 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Yfirmaður einnar leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna telur að kínversk stjórnvöld vonist til þess að Donald Trump nái ekki endurkjöri sem forseti í haust og reynir að beita áhrifum sínum í aðdraganda kosninga í haust. Rússa telur hann beita sér til að koma höggi á Joe Biden, væntanlegan frambjóðanda Demókrataflokksins. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá William Evanina, forstjóra Gagnnjósna- og öryggismiðstöðvar Bandaríkjanna, um tilraunir erlendra ríkja til þess að hafa áhrifa á kosningarnar í nóvember, að sögn Washington Post. Kínversk stjórnvöld telja Trump „óútreiknanlegan“ og vilja heldur að hann verði ekki áfram forseti eftir kosningarnar. Evanina segir þau þrýsta á stjórnmálamenn sem þau telja vinna gegn hagsmunum sínum og verjast gagnrýni á Kína. Trump hefur eldað grátt silfur saman við stjórnvöld í Beijing. Viðskiptastríð upphófst þegar Trump skellti verndartollum á kínverskar innflutningsvörur og Kínverjar svöruðu í sömum mynt. Þá hefur ríkisstjórn Trump beitt sér fyrir því að vestræn ríki úthýsi kínverska tæknifyrirtækinu Huawei úr 5G-væðingu sinni. Ríkin tvö ráku ræðismenn úr landi á dögunum. JUST IN: In new statement, top counterintel official Evanina confirms what @kyledcheney and I reported last week: Intel officials believe that Russia is using a range of measures to primarily denigrate former Vice President Biden in runup to election. https://t.co/I11E6frl1D pic.twitter.com/t3EOOqYubU— Natasha Bertrand (@NatashaBertrand) August 7, 2020 Rússar rægja Biden Varðandi Rússa, sem reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 til að hjálpa Trump að ná kjöri, telur Evanina að þeir vilji nú vinna gegn Biden, fyrrverandi varaforseta, sem mælist nú með afgerandi forskot á Trump í skoðanakönnunum á landsvísu. „Við teljum að Rússland noti fjölda leiða til að fyrst og fremst rægja Biden varaforseta og það sem það lítur á sem „ráðandi öfl“ sem eru andsnúin Rússlandi,“ segir í yfirlýsingu Evanina. Ástæðan fyrir andstöðu stjórnvalda í Kreml við Biden er meðal annars talin gagnrýni hans á þau þegar hann var varaforseti Baracks Obama og aðild hans að stefnu þeirrar ríkisstjórnar gagnvart Úkraínu. Rússar háðu stórfelldan upplýsingahernað fyrir forsetakosningarnar árið 2016 sem byggðist meðal annars á tölvuinnbrotum í tölvupósta Demókrataflokksins sem var lekið í gegnum vefsíðuna Wikileaks. Íranar eru einnig sagðir vinna gegn bandarískum stofunum og Trump forseta. Stjórnvöld í Teheran eru talin reyna að sundra Bandaríkjamönnum fyrir kosningarnar. Evanina telur Írana beina kröftum sínum að áróðri og upplýsingafalsi á samfélagsmiðlum. Þeir óttist að verði Trump endurkjörin haldi harðlínustefna Bandaríkjastjórnar gagnvart þeim áfram, að því er AP-fréttastofan segir. Trump sagði Bandaríkin frá kjarnorkusamningi heimsveldanna við Íran árið 2018 og lagði aftur á viðskiptaþvinganir sem höfðu verið afnumndar með honum. Þá felldi Bandaríkjaher yfirmann sérveitar íranska byltingarvarðarins fyrr á þessu ári.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Kína Íran Donald Trump Tengdar fréttir Utanríkisráðherrann gekk á Rússa um meint verðlaunafé í Afganistan Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa varað rússneskan starfsbróður sinn eindregið við því að greiða talibönum verðlaunafé fyrir að drepa bandaríska hermenn í Afganistan. 7. ágúst 2020 19:38 Twitter merkir reikninga ríkisfjölmiðla Tístum frá ríkisfjölmiðlum verður ekki lengur haldið að notendum samfélagsmiðilsins Twitter og byrjar er að merkja reikninga miðlanna sérstaklega. Rússneski fjölmiðillinn RT og kínverska Xinhua-ríkisfréttastofan eru á meðal þeirra sem verða fyrir áhrifum af breytingunum. 6. ágúst 2020 20:24 Telja Rússa standa að upplýsingafalsi um faraldurinn Rússneska leyniþjónustan er sögð dreifa fölskum upplýsingum um kórónuveiruheimsfaraldurinn á enskumælandi vefsíðum sem beint er að fólki í Bandaríkjunum og öðrum vestrænum ríkjum, að sögn bandarískra embættismanna. Áróðurinn er sagður ýmist upphefja Rússland eða gera lítið úr Bandaríkjunum. 29. júlí 2020 16:06 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Utanríkisráðherrann gekk á Rússa um meint verðlaunafé í Afganistan Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa varað rússneskan starfsbróður sinn eindregið við því að greiða talibönum verðlaunafé fyrir að drepa bandaríska hermenn í Afganistan. 7. ágúst 2020 19:38
Twitter merkir reikninga ríkisfjölmiðla Tístum frá ríkisfjölmiðlum verður ekki lengur haldið að notendum samfélagsmiðilsins Twitter og byrjar er að merkja reikninga miðlanna sérstaklega. Rússneski fjölmiðillinn RT og kínverska Xinhua-ríkisfréttastofan eru á meðal þeirra sem verða fyrir áhrifum af breytingunum. 6. ágúst 2020 20:24
Telja Rússa standa að upplýsingafalsi um faraldurinn Rússneska leyniþjónustan er sögð dreifa fölskum upplýsingum um kórónuveiruheimsfaraldurinn á enskumælandi vefsíðum sem beint er að fólki í Bandaríkjunum og öðrum vestrænum ríkjum, að sögn bandarískra embættismanna. Áróðurinn er sagður ýmist upphefja Rússland eða gera lítið úr Bandaríkjunum. 29. júlí 2020 16:06