Sport

Ty­son ætlar að rota Roy Jones þrátt fyrir við­varanir

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tyson ætlar ekki að fara inn í hringinn og leika sér - heldur til þess að rota mótherjann.
Tyson ætlar ekki að fara inn í hringinn og leika sér - heldur til þess að rota mótherjann. vísir/getty

Mike Tyson snýr aftur í boxhringinn í september er hann berst í fyrsta skipti í fimmtán ár. Hann ætlar að boxa við aðra goðsögn í boxleiknum, Roy Jones Jr.

Íþróttanefnd Kaliforníu, sem heldur bardagann, hefur þó varað þá við. Í tilkynningu frá þeim segir að þeir eigi að fara varlega og leitast eftir því að meiða ekki hvorn annan.

Hinn 54 ára gamli Tyson er ekki á sama máli og hann er ekki að fara inn í bardagann bara til þess að leika sér.

„Þetta er leita og eyðileggja fyrir mér [e. search and destroy]. Ég hlakka til að endurheimta velgengi mína,“ sagði hann í samtali við TMZ.

„Ef möguleikinn á rothöggi kemur þá mun ég taka þann möguleika. Við erum báðir atvinnumenn. Við vitum hvernig við eigum að sjá um okkur og það sem gerist, gerist.“

„Svona er bardagaleikurinn og að meiða fólk er að sem ég hugsa um,“ sagði ískaldur Tyson.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×