Eiga von á því að smitum fjölgi næstu daga Sylvía Hall skrifar 30. júlí 2020 18:52 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir það hafa verið nauðsynlegt að grípa til þeirra aðgerða sem kynntar voru í dag vegna stöðunnar sem nú er uppi vegna kórónuveirufaraldursins. Smitum hafi fjölgað hratt undanfarna daga og þau eigi von á því að sú þróun haldi áfram. „Það er ljóst að það er orðið mjög langt síðan að svona mörg virk smit hafa verið og þeim fjölgaði mjög hratt síðustu dagana. Við eigum von á því að þeim haldi áfram að fjölga eitthvað næstu dagana og þess vegna teljum við mikilvægt að grípa til þessara aðgerða,“ sagði Víðir í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Breytingarnar taka gildi á hádegi á morgun og viðurkennir Víðir að fyrirvarinn hafi verið stuttur. Margar samkomur hafi verið skipulagðar um helgina og ljóst að áætlanir margra eru nú í uppnámi. Breytingarnar hafi áhrif á fjölda fólks en þetta hafi verið það skynsamlegasta í stöðunni. Virk smit hér á landi eru nú 39 og fjölgaði þeim um tíu milli sólarhringa. Einn var lagður inn á sjúkrahús og er það fyrsti einstaklingurinn með Covid-19 sem liggur á sjúkrahúsi frá því um miðjan maí. Enginn þrýstingur frá ferðaþjónustunni Á blaðamannafundi vegna hertra aðgerða í dag sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að það hafi ekki verið mistök að opna landið og liðka fyrir komu ferðamanna hingað til lands. Margir hafa gagnrýnt þá ákvörðun og jafnvel ýjað að því að ferðaþjónustan hafi þrýst á stjórnvöld. „Það er enginn þrýstingur á okkur frá ferðaþjónustunni. Við erum bara að reyna að finna skynsamlegustu leiðirnar, berjast á móti veirunni með sem minnstu tjóni en auðvitað hefur þetta áhrif á mjög marga,“ sagði Víðir um þá gagnrýni. Hann segir stjórnvöld vera að gera það sem þau telja skynsamlegt á landamærunum. Allir sem dvelja hér lengur en tíu daga þurfa að fara í tvöfalda sýnatöku sem og aðrir sem koma frá svokölluðum áhættusvæðum. „Við teljum að við séum að gera það sem þarf að gera núna með þessari tvöföldu sýnatöku og til allra sem dvelja hérna lengur en tíu daga, þá teljum við að við séum að stíga skynsamlegt skref.“ Hann biðlar til fólks að sýna ábyrgð og fara varlega um helgina. „Verum skynsöm og verum ábyrg. Tökum upplýstar og góðar ákvarðanir. Þurfum við endilega að vera á ferðinni? Getum við gert nýjar minningar í kringum þessa verslunarmannahelgi sem við höfum ekki gert áður?“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Stöndum saman í þessu“ Víðir Reynisson segir ljóst að með hertum samkomutakmörkunum sé ætlast til þess að fyrirhuguðum viðburðum næstu helgar verði slegið á frest. 30. júlí 2020 12:08 Þau sem dvelja hér til lengri tíma mesta áskorunin Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir eina helstu áskorunina í baráttunni við útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi séu Íslendingar sem komi erlendis frá og aðrir sem komi hingað til lands til þess að dveljast hér í lengri tíma. 30. júlí 2020 12:37 Tveimur hátíðum aflýst meðan nýju reglurnar voru kynntar Tveimur útihátíðum um verslunarmannahelgina var aflýst á meðan blaðamannafundur stjórnvalda um hertar kórónuveiruaðgerðir stóð yfir. 30. júlí 2020 11:30 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir hagsmuni sína af strandveiðum óverulega Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir það hafa verið nauðsynlegt að grípa til þeirra aðgerða sem kynntar voru í dag vegna stöðunnar sem nú er uppi vegna kórónuveirufaraldursins. Smitum hafi fjölgað hratt undanfarna daga og þau eigi von á því að sú þróun haldi áfram. „Það er ljóst að það er orðið mjög langt síðan að svona mörg virk smit hafa verið og þeim fjölgaði mjög hratt síðustu dagana. Við eigum von á því að þeim haldi áfram að fjölga eitthvað næstu dagana og þess vegna teljum við mikilvægt að grípa til þessara aðgerða,“ sagði Víðir í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Breytingarnar taka gildi á hádegi á morgun og viðurkennir Víðir að fyrirvarinn hafi verið stuttur. Margar samkomur hafi verið skipulagðar um helgina og ljóst að áætlanir margra eru nú í uppnámi. Breytingarnar hafi áhrif á fjölda fólks en þetta hafi verið það skynsamlegasta í stöðunni. Virk smit hér á landi eru nú 39 og fjölgaði þeim um tíu milli sólarhringa. Einn var lagður inn á sjúkrahús og er það fyrsti einstaklingurinn með Covid-19 sem liggur á sjúkrahúsi frá því um miðjan maí. Enginn þrýstingur frá ferðaþjónustunni Á blaðamannafundi vegna hertra aðgerða í dag sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að það hafi ekki verið mistök að opna landið og liðka fyrir komu ferðamanna hingað til lands. Margir hafa gagnrýnt þá ákvörðun og jafnvel ýjað að því að ferðaþjónustan hafi þrýst á stjórnvöld. „Það er enginn þrýstingur á okkur frá ferðaþjónustunni. Við erum bara að reyna að finna skynsamlegustu leiðirnar, berjast á móti veirunni með sem minnstu tjóni en auðvitað hefur þetta áhrif á mjög marga,“ sagði Víðir um þá gagnrýni. Hann segir stjórnvöld vera að gera það sem þau telja skynsamlegt á landamærunum. Allir sem dvelja hér lengur en tíu daga þurfa að fara í tvöfalda sýnatöku sem og aðrir sem koma frá svokölluðum áhættusvæðum. „Við teljum að við séum að gera það sem þarf að gera núna með þessari tvöföldu sýnatöku og til allra sem dvelja hérna lengur en tíu daga, þá teljum við að við séum að stíga skynsamlegt skref.“ Hann biðlar til fólks að sýna ábyrgð og fara varlega um helgina. „Verum skynsöm og verum ábyrg. Tökum upplýstar og góðar ákvarðanir. Þurfum við endilega að vera á ferðinni? Getum við gert nýjar minningar í kringum þessa verslunarmannahelgi sem við höfum ekki gert áður?“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Stöndum saman í þessu“ Víðir Reynisson segir ljóst að með hertum samkomutakmörkunum sé ætlast til þess að fyrirhuguðum viðburðum næstu helgar verði slegið á frest. 30. júlí 2020 12:08 Þau sem dvelja hér til lengri tíma mesta áskorunin Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir eina helstu áskorunina í baráttunni við útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi séu Íslendingar sem komi erlendis frá og aðrir sem komi hingað til lands til þess að dveljast hér í lengri tíma. 30. júlí 2020 12:37 Tveimur hátíðum aflýst meðan nýju reglurnar voru kynntar Tveimur útihátíðum um verslunarmannahelgina var aflýst á meðan blaðamannafundur stjórnvalda um hertar kórónuveiruaðgerðir stóð yfir. 30. júlí 2020 11:30 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir hagsmuni sína af strandveiðum óverulega Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
„Stöndum saman í þessu“ Víðir Reynisson segir ljóst að með hertum samkomutakmörkunum sé ætlast til þess að fyrirhuguðum viðburðum næstu helgar verði slegið á frest. 30. júlí 2020 12:08
Þau sem dvelja hér til lengri tíma mesta áskorunin Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir eina helstu áskorunina í baráttunni við útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi séu Íslendingar sem komi erlendis frá og aðrir sem komi hingað til lands til þess að dveljast hér í lengri tíma. 30. júlí 2020 12:37
Tveimur hátíðum aflýst meðan nýju reglurnar voru kynntar Tveimur útihátíðum um verslunarmannahelgina var aflýst á meðan blaðamannafundur stjórnvalda um hertar kórónuveiruaðgerðir stóð yfir. 30. júlí 2020 11:30