Segir vatnið eina gullið sem kemur úr Skaftáreldahrauni Kristján Már Unnarsson skrifar 26. júlí 2020 22:10 Anna Magdalena Buda er rekstrarstjóri Klausturbleikju á Kirkjubæjarklaustri. Hér er hún við eldisstöðina á Teygingalæk í jaðri Brunahrauns, sem sést fyrir aftan. Stöð 2/Einar Árnason. Kalt vatn sem sprettur undan Skaftáreldahrauni er grunnur tveggja eldisstöðva í Skaftárhreppi sem báðar sérhæfa sig í bleikjueldi. Fiskeldisfræðingur, sem stýrir öðru fyrirtækinu, segir vatnið í raun eina gullið í Eldhrauni. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Klausturbleikjan er eitt þekktasta vörumerki Kirkjubæjarklausturs en fyrirtækið á 25 ára sögu. Það sem kannski færri vita er að þessi frægi matfiskur á í raun ungu hrauni uppeldi sitt að þakka. Eldisstöð Klausturbleikjunnar er á jörðinni Teygingalæk á Brunasandi. Pólsk hjón, þau Anna Magdalena Buda og Wojciech Jaroslaw Buda, eru meðal sex starfsmanna og Anna stýrir rekstrinum. Wojciech Jaroslaw Buda sinnir eldiskerjum. Hann hóf störf hjá Klausturbleikju fyrir tólf árum þegar hann flutti frá Póllandi til Kirkjubæjarklausturs. Fyrir aftan má sjá hraunið sem rann í Skaftáreldum árið 1783.Stöð 2/Einar Árnason. „Þetta er Klausturbleikjustöð, fiskistöð,“ segir Anna og dásamar afurðina: „Þetta er mjög góð bleikja, íslenskt sælgæti hundrað prósent,“ segir hún. Eldiskerin eru í jaðri Brunahrauns, eystri álmu hraunsins sem rann í Skaftáreldum 1783. Anna segir vatnið undan hrauninu vera lykilinn í eldi bleikjunnar en hitastig þess er stöðugt. „Þetta er mjög kalt vatn,“ segir hún og nefnir einnig að fóðrið sé gott. Drífa Bjarnadóttir fiskeldisfræðingur og framkvæmdastjóri Lindarfisks.Stöð 2/Einar Árnason. Í landi Botna í Eldhrauni, vestri álmu Skaftáreldahrauns, hóf eldisstöðin Lindarfiskur að slátra fyrir fimm árum. Framkvæmdastjórinn og fiskeldisfræðingurinn Drífa Bjarnadóttir leynir því ekki að þau byggi á frægð Klausturbleikju. „Þetta er bleikja af sama stofni. Við tökum hrogn frá sama stað og Klausturbleikjan. Þetta er alið í samskonar vatni. Þetta er vatn úr sama jöklinum. Og á svipuðu fóðri og svo framvegis.“ Frá Botnum í Meðallandi. Hér sprettur Eldvatn undan Skaftáreldahrauni.Stöð 2/Einar Árnason. -Og þetta er vatn sem sprettur undan Eldhrauni? „Ó, já. Þetta er í rauninni það eina sem er gull í þessu hrauni, - er vatnið. Vegna þess að hraunið er svo rosalega góð sía fyrir vatnið. Það kemur alveg tandurhreint,“ segir Drífa. Sex manns starfa hjá Lindarfiski en vinnslan er í Vík í Mýrdal. En er ekkert mál að selja bleikjuna? „Það var ekkert mál. Svo kom covid og þá náttúrlega fóru allir túristarnir heim til sín. En það er aðeins að lagast. Þannig að við erum bjartsýn.“ Eldvatn í Meðallandi sprettur undan Eldhrauni í landi Botna. Fiskeldisstöðin er til hægri. Þarna er Eldvatn stíflað til að afla raforku í lítilli heimarafstöð.Stöð 2/Einar Árnason. Já, veitingastaðir sem þjóna erlendum ferðamönnum hafa mest keypt bleikjuna. „Við gerðum okkur ekki almennilega grein fyrir því hversu mikið við værum háð ferðamanninum fyrr en þetta dundi yfir,“ segir Drífa Bjarnadóttir, fiskeldisfræðingur og framkvæmdastjóri Lindarfisks. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fiskeldi Landbúnaður Matur Skaftárhreppur Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Tengdar fréttir Segir rétta tímann núna til að reisa sex milljarða sveitahótel Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er byrjaður á sex milljarða króna framkvæmdum við hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Það verður langstærsti vinnustaður Skaftárhrepps. 9. júlí 2020 21:49 Útlendingar búsettir á Íslandi eru búbót hjá ferðaþjónustubændum Útlendingar sem búa á Íslandi hafa reynst drjúg búbót í kórónufaraldrinum fyrir ferðaþjónustubændur í Skaftárhreppi, sem segjast bjartsýnir á að komast í gegnum hremmingarnar. 13. júlí 2020 22:55 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Kalt vatn sem sprettur undan Skaftáreldahrauni er grunnur tveggja eldisstöðva í Skaftárhreppi sem báðar sérhæfa sig í bleikjueldi. Fiskeldisfræðingur, sem stýrir öðru fyrirtækinu, segir vatnið í raun eina gullið í Eldhrauni. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Klausturbleikjan er eitt þekktasta vörumerki Kirkjubæjarklausturs en fyrirtækið á 25 ára sögu. Það sem kannski færri vita er að þessi frægi matfiskur á í raun ungu hrauni uppeldi sitt að þakka. Eldisstöð Klausturbleikjunnar er á jörðinni Teygingalæk á Brunasandi. Pólsk hjón, þau Anna Magdalena Buda og Wojciech Jaroslaw Buda, eru meðal sex starfsmanna og Anna stýrir rekstrinum. Wojciech Jaroslaw Buda sinnir eldiskerjum. Hann hóf störf hjá Klausturbleikju fyrir tólf árum þegar hann flutti frá Póllandi til Kirkjubæjarklausturs. Fyrir aftan má sjá hraunið sem rann í Skaftáreldum árið 1783.Stöð 2/Einar Árnason. „Þetta er Klausturbleikjustöð, fiskistöð,“ segir Anna og dásamar afurðina: „Þetta er mjög góð bleikja, íslenskt sælgæti hundrað prósent,“ segir hún. Eldiskerin eru í jaðri Brunahrauns, eystri álmu hraunsins sem rann í Skaftáreldum 1783. Anna segir vatnið undan hrauninu vera lykilinn í eldi bleikjunnar en hitastig þess er stöðugt. „Þetta er mjög kalt vatn,“ segir hún og nefnir einnig að fóðrið sé gott. Drífa Bjarnadóttir fiskeldisfræðingur og framkvæmdastjóri Lindarfisks.Stöð 2/Einar Árnason. Í landi Botna í Eldhrauni, vestri álmu Skaftáreldahrauns, hóf eldisstöðin Lindarfiskur að slátra fyrir fimm árum. Framkvæmdastjórinn og fiskeldisfræðingurinn Drífa Bjarnadóttir leynir því ekki að þau byggi á frægð Klausturbleikju. „Þetta er bleikja af sama stofni. Við tökum hrogn frá sama stað og Klausturbleikjan. Þetta er alið í samskonar vatni. Þetta er vatn úr sama jöklinum. Og á svipuðu fóðri og svo framvegis.“ Frá Botnum í Meðallandi. Hér sprettur Eldvatn undan Skaftáreldahrauni.Stöð 2/Einar Árnason. -Og þetta er vatn sem sprettur undan Eldhrauni? „Ó, já. Þetta er í rauninni það eina sem er gull í þessu hrauni, - er vatnið. Vegna þess að hraunið er svo rosalega góð sía fyrir vatnið. Það kemur alveg tandurhreint,“ segir Drífa. Sex manns starfa hjá Lindarfiski en vinnslan er í Vík í Mýrdal. En er ekkert mál að selja bleikjuna? „Það var ekkert mál. Svo kom covid og þá náttúrlega fóru allir túristarnir heim til sín. En það er aðeins að lagast. Þannig að við erum bjartsýn.“ Eldvatn í Meðallandi sprettur undan Eldhrauni í landi Botna. Fiskeldisstöðin er til hægri. Þarna er Eldvatn stíflað til að afla raforku í lítilli heimarafstöð.Stöð 2/Einar Árnason. Já, veitingastaðir sem þjóna erlendum ferðamönnum hafa mest keypt bleikjuna. „Við gerðum okkur ekki almennilega grein fyrir því hversu mikið við værum háð ferðamanninum fyrr en þetta dundi yfir,“ segir Drífa Bjarnadóttir, fiskeldisfræðingur og framkvæmdastjóri Lindarfisks. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fiskeldi Landbúnaður Matur Skaftárhreppur Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Tengdar fréttir Segir rétta tímann núna til að reisa sex milljarða sveitahótel Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er byrjaður á sex milljarða króna framkvæmdum við hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Það verður langstærsti vinnustaður Skaftárhrepps. 9. júlí 2020 21:49 Útlendingar búsettir á Íslandi eru búbót hjá ferðaþjónustubændum Útlendingar sem búa á Íslandi hafa reynst drjúg búbót í kórónufaraldrinum fyrir ferðaþjónustubændur í Skaftárhreppi, sem segjast bjartsýnir á að komast í gegnum hremmingarnar. 13. júlí 2020 22:55 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Segir rétta tímann núna til að reisa sex milljarða sveitahótel Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er byrjaður á sex milljarða króna framkvæmdum við hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Það verður langstærsti vinnustaður Skaftárhrepps. 9. júlí 2020 21:49
Útlendingar búsettir á Íslandi eru búbót hjá ferðaþjónustubændum Útlendingar sem búa á Íslandi hafa reynst drjúg búbót í kórónufaraldrinum fyrir ferðaþjónustubændur í Skaftárhreppi, sem segjast bjartsýnir á að komast í gegnum hremmingarnar. 13. júlí 2020 22:55