Undirbýr frekari flutninga opinberra stofnana út á land Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júlí 2020 13:51 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra hyggst færa fleiri opinberar stofnanir út á land. Vísir/Vilhelm Félags- og barnamálaráðherra hyggst flytja fleiri opinberar stofnanir út á land á næstunni. Brunavarnasvið Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar verður flutt norður á Sauðárkrók í haust að ákvörðun ráðherrans en sérfræðingar innan deildarinnar hafa áður lýst því yfir að þeir hyggist ekki flytjast búflutningum norður. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að það væri mikilvægt fyrir landsbyggðina að þangað séu fluttar opinberar stofnanir. Því fylgi mikil verðmætasköpun sem einnig skapi fjölbreytni. „Það er þjóðhagslega mikilvægt, við erum að reyna að byggja allt upp hér í kring um landið. Atvinnuuppbyggingu, gjaldeyrisskapandi uppbyggingu, hvort sem er í ferðaþjónustu, landbúnaði, iðnaði, einhverri náttúrunýtingu og þessi tegund starfa sem opinber störf eru þau styðja mjög vel fyrir þá uppbyggingu,“ segir Ásmundur. „Skapar aukna fjölbreytni, skapar betri stoðir undir þessa auðlindanýtingu og gjaldeyrissköpun þjóðarinnar.“ Ákvörðun Ásmundar um að flytja brunavarnasvið Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hefur verið harðlega gagnrýnd af starfsmönnum þess og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Sex menn sem búa yfir sérþekkingu í brunamálum og starfa í deildinni eru allir búsettir á höfuðborgarsvæðinu og ætlar enginn þeirra að flytja búferlum til Sauðárkróks. „Ég held það sé alveg ljóst að um það séu pólitískt skiptar skoðanir hversu hart eigi að ganga fram í þessu. Mín skoðun er, og hefur alltaf verið, sú að við eigum að ráðast í róttækar aðgerðir til þess að dreifa hinum opinberu störfum betur,“ segir Ásmundur. „Við sjáum það að nágrannaþjóðir okkar, Norðmenn og Danir hafa verið að gera þetta með góðum árangri.“ Hann segist sannfærður um að mikill meirihluti þjóðarinnar vilji sjá meiri dreifingu á opinberum stofnunum um landið. „Ég held það þurfi að taka frekari pólitískar ákvarðanir um flutning opinberra starfa út á land, líkt og ég var að gera með Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.“ Hann tekur dæmi um flutning Matvælastofnunar á Selfoss, Landmælinga Íslands til Akraness og Atvinnuleysistryggingar á Skagaströnd. „Það er vinnustaður á Skagaströnd í dag sem skiptir miklu máli fyrir það samfélag. Ég held að við eigum að stíga frekari skref í þessa veruna.“ „Ég er að undirbúa frekari skref í þessa veruna. Frekari flutninga.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Passar landsbyggðin hvergi inn í excel? Ritari Framsóknar gagnrýnir flutning starfa frá landsbyggðinni og gagnrýni á flutninga starfa út á land. 14. júlí 2020 10:12 Landsbyggðafólk sótillt út í RÚV og Sigríði Dögg Sigurður Ingi skorar á RÚV að birta frétt um störf sem hafa verið flutt frá landsbyggð og til Reykjavíkur. 13. júlí 2020 16:22 Fresta lokun fangelsisins á Akureyri Dómsmálaráðherra segist hafa farið fram á það við fangelsismálastjóra að lokun fangelsisins á Akureyri verði frestað til 15. september. 16. júlí 2020 16:59 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Sjá meira
Félags- og barnamálaráðherra hyggst flytja fleiri opinberar stofnanir út á land á næstunni. Brunavarnasvið Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar verður flutt norður á Sauðárkrók í haust að ákvörðun ráðherrans en sérfræðingar innan deildarinnar hafa áður lýst því yfir að þeir hyggist ekki flytjast búflutningum norður. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að það væri mikilvægt fyrir landsbyggðina að þangað séu fluttar opinberar stofnanir. Því fylgi mikil verðmætasköpun sem einnig skapi fjölbreytni. „Það er þjóðhagslega mikilvægt, við erum að reyna að byggja allt upp hér í kring um landið. Atvinnuuppbyggingu, gjaldeyrisskapandi uppbyggingu, hvort sem er í ferðaþjónustu, landbúnaði, iðnaði, einhverri náttúrunýtingu og þessi tegund starfa sem opinber störf eru þau styðja mjög vel fyrir þá uppbyggingu,“ segir Ásmundur. „Skapar aukna fjölbreytni, skapar betri stoðir undir þessa auðlindanýtingu og gjaldeyrissköpun þjóðarinnar.“ Ákvörðun Ásmundar um að flytja brunavarnasvið Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hefur verið harðlega gagnrýnd af starfsmönnum þess og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Sex menn sem búa yfir sérþekkingu í brunamálum og starfa í deildinni eru allir búsettir á höfuðborgarsvæðinu og ætlar enginn þeirra að flytja búferlum til Sauðárkróks. „Ég held það sé alveg ljóst að um það séu pólitískt skiptar skoðanir hversu hart eigi að ganga fram í þessu. Mín skoðun er, og hefur alltaf verið, sú að við eigum að ráðast í róttækar aðgerðir til þess að dreifa hinum opinberu störfum betur,“ segir Ásmundur. „Við sjáum það að nágrannaþjóðir okkar, Norðmenn og Danir hafa verið að gera þetta með góðum árangri.“ Hann segist sannfærður um að mikill meirihluti þjóðarinnar vilji sjá meiri dreifingu á opinberum stofnunum um landið. „Ég held það þurfi að taka frekari pólitískar ákvarðanir um flutning opinberra starfa út á land, líkt og ég var að gera með Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.“ Hann tekur dæmi um flutning Matvælastofnunar á Selfoss, Landmælinga Íslands til Akraness og Atvinnuleysistryggingar á Skagaströnd. „Það er vinnustaður á Skagaströnd í dag sem skiptir miklu máli fyrir það samfélag. Ég held að við eigum að stíga frekari skref í þessa veruna.“ „Ég er að undirbúa frekari skref í þessa veruna. Frekari flutninga.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Passar landsbyggðin hvergi inn í excel? Ritari Framsóknar gagnrýnir flutning starfa frá landsbyggðinni og gagnrýni á flutninga starfa út á land. 14. júlí 2020 10:12 Landsbyggðafólk sótillt út í RÚV og Sigríði Dögg Sigurður Ingi skorar á RÚV að birta frétt um störf sem hafa verið flutt frá landsbyggð og til Reykjavíkur. 13. júlí 2020 16:22 Fresta lokun fangelsisins á Akureyri Dómsmálaráðherra segist hafa farið fram á það við fangelsismálastjóra að lokun fangelsisins á Akureyri verði frestað til 15. september. 16. júlí 2020 16:59 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Sjá meira
Passar landsbyggðin hvergi inn í excel? Ritari Framsóknar gagnrýnir flutning starfa frá landsbyggðinni og gagnrýni á flutninga starfa út á land. 14. júlí 2020 10:12
Landsbyggðafólk sótillt út í RÚV og Sigríði Dögg Sigurður Ingi skorar á RÚV að birta frétt um störf sem hafa verið flutt frá landsbyggð og til Reykjavíkur. 13. júlí 2020 16:22
Fresta lokun fangelsisins á Akureyri Dómsmálaráðherra segist hafa farið fram á það við fangelsismálastjóra að lokun fangelsisins á Akureyri verði frestað til 15. september. 16. júlí 2020 16:59