Kostar ráðherra minnst 52 milljónir að losna við Ólaf Helga Jakob Bjarnar skrifar 24. júlí 2020 11:00 Eins og fram hefur komið hefur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra farið þess á leit við Ólaf Helga Kjartansson lögreglustjóra að hann láti af störfum. Sé litið til fordæma liggur fyrir að það mun kosta ríkissjóð sitt. vísir/vilhelm Laun lögreglustjórans á Suðurnesjum nema 1.450.000 kr. á mánuði og þar af skal greiðsla fyrir yfirvinnu og álag sem starfinu fylgir nema 290.000 kr. á mánuði. Þetta þýðir að ef gengið verður frá starfslokum Ólafs Helga Kjartanssonar lögreglustjóra frá og með að telja í haust fær hann greiðslu sem nemur 52.200.000 krónur. Eins og fram hefur komið hefur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra lagt það til við Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, að hann víki úr starfi lögreglustjóra. Embættið vart starfhæft Innan embættisins hefur ástandinu verið lýst þannig að ekki verði við unað. Horft er til ráðherra með að höggva á hnútinn. Fjölmargir starfsmenn eru nú í veikindaleyfi, þeirra á meðal trúnaðarmaður starfsmanna, mannauðsstjóri og Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur embættisins því hefur verið haldið fram að hún leiði hóp fjórmenninga, sem í gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum, er kallaður „matarklúbburinn“, sem vinnur að því leynt og ljóst að koma lögreglustjóra frá. Auk Öldu Hrannar er um að ræða þau Helga Þ. Kristjánsson mannauðsstjóra, Bjarney Annelsdóttur yfirlögregluþjón og Pétur Ó. Jónsson fjármálastjóri. Þau hafa vísað þeim ásökunum alfarið á bug en ekki viljað tjá sig um málið umfram það. Um miðjan maí fór trúnaðarmaður embættisins með tvær kvartanir um meinta ósæmilega framkomu lögreglustjóra og lagði fram í dómsmálaráðuneytinu. Eftir það verður loft allt lævi blandið innan embættisins og ásakanir ganga á milli fylkinga. Ólafur Helgi á þrjú ár eftir í embætti Ólafur Helgi hefur sagt í samtali við fréttastofu að hann telji mikilvægt að friður ríki um starfsemi embættsins. Ólafur Helgi verður 67 ára í haust. Í fyrra var skipunartími hans sem lögreglustjóri á Suðurnesjum framlengdur. Skipunartími er til fimm ára en hins vegar verður Ólafur Helgi reglum samkvæmt að láta af störfum þegar hann verður sjötugur. Hér er því um að tefla þrjú ár og ef Áslaug Arna vill losna við hann þýðir það að öllum líkindum starfslokasamning sem kveður á um full laun til sjötugs nettó, aukreitis við það sem hann á rétt á. Við það bætast svo launatengd gjöld. Með einföldum útreikningi, sem eru mánaðarlaunin sinnum 12 mánuðir sinnum 3 ár nemur sú upphæð 52.200.000 krónur. Dómsmálaráðuneytið áætlar að kostnaðarmat starfslokasamnings Haraldar Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóra, hljóði upp á rúmar 47 milljónir króna án launatengdra gjalda. Með launatengdum gjöldum er kostnaðurinn 56,7 milljónir króna. Eins og áður sagði eru forsendurnar sem hér er lagt upp með þær að Ólafur Helgi haldi fullum launum út skipunartíma sinn. Ekki er þó loku fyrir það skotið að ef um verður að ræða að hann lætur af störfum verði komist að samkomulagi eins og gert var í tilfelli Haraldar. Full laun Haraldar út skipunartímann hefðu átt að vera um 105 milljónir króna með launatengdum gjöldum. Lögreglan Reykjanesbær Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra bað Ólaf um að láta af störfum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi það við Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, um að hann léti af störfum en hann hefur ekki orðið við því. 23. júlí 2020 18:09 Lögreglumenn á Suðurnesjum segja ásakanir alrangar Fjórmenningarnir innan lögreglunnar á Suðurnesjum, sem sagðir hafa viljað grafa undan lögreglustjóra, vísa á bug þeim ásökunum sem fram hafa verið settar. 23. júlí 2020 10:47 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Fleiri fréttir Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Styttir víða upp og kólnar Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Málið áfall fyrir embættið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Árásarmannsins enn leitað „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon Sjá meira
Laun lögreglustjórans á Suðurnesjum nema 1.450.000 kr. á mánuði og þar af skal greiðsla fyrir yfirvinnu og álag sem starfinu fylgir nema 290.000 kr. á mánuði. Þetta þýðir að ef gengið verður frá starfslokum Ólafs Helga Kjartanssonar lögreglustjóra frá og með að telja í haust fær hann greiðslu sem nemur 52.200.000 krónur. Eins og fram hefur komið hefur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra lagt það til við Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, að hann víki úr starfi lögreglustjóra. Embættið vart starfhæft Innan embættisins hefur ástandinu verið lýst þannig að ekki verði við unað. Horft er til ráðherra með að höggva á hnútinn. Fjölmargir starfsmenn eru nú í veikindaleyfi, þeirra á meðal trúnaðarmaður starfsmanna, mannauðsstjóri og Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur embættisins því hefur verið haldið fram að hún leiði hóp fjórmenninga, sem í gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum, er kallaður „matarklúbburinn“, sem vinnur að því leynt og ljóst að koma lögreglustjóra frá. Auk Öldu Hrannar er um að ræða þau Helga Þ. Kristjánsson mannauðsstjóra, Bjarney Annelsdóttur yfirlögregluþjón og Pétur Ó. Jónsson fjármálastjóri. Þau hafa vísað þeim ásökunum alfarið á bug en ekki viljað tjá sig um málið umfram það. Um miðjan maí fór trúnaðarmaður embættisins með tvær kvartanir um meinta ósæmilega framkomu lögreglustjóra og lagði fram í dómsmálaráðuneytinu. Eftir það verður loft allt lævi blandið innan embættisins og ásakanir ganga á milli fylkinga. Ólafur Helgi á þrjú ár eftir í embætti Ólafur Helgi hefur sagt í samtali við fréttastofu að hann telji mikilvægt að friður ríki um starfsemi embættsins. Ólafur Helgi verður 67 ára í haust. Í fyrra var skipunartími hans sem lögreglustjóri á Suðurnesjum framlengdur. Skipunartími er til fimm ára en hins vegar verður Ólafur Helgi reglum samkvæmt að láta af störfum þegar hann verður sjötugur. Hér er því um að tefla þrjú ár og ef Áslaug Arna vill losna við hann þýðir það að öllum líkindum starfslokasamning sem kveður á um full laun til sjötugs nettó, aukreitis við það sem hann á rétt á. Við það bætast svo launatengd gjöld. Með einföldum útreikningi, sem eru mánaðarlaunin sinnum 12 mánuðir sinnum 3 ár nemur sú upphæð 52.200.000 krónur. Dómsmálaráðuneytið áætlar að kostnaðarmat starfslokasamnings Haraldar Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóra, hljóði upp á rúmar 47 milljónir króna án launatengdra gjalda. Með launatengdum gjöldum er kostnaðurinn 56,7 milljónir króna. Eins og áður sagði eru forsendurnar sem hér er lagt upp með þær að Ólafur Helgi haldi fullum launum út skipunartíma sinn. Ekki er þó loku fyrir það skotið að ef um verður að ræða að hann lætur af störfum verði komist að samkomulagi eins og gert var í tilfelli Haraldar. Full laun Haraldar út skipunartímann hefðu átt að vera um 105 milljónir króna með launatengdum gjöldum.
Lögreglan Reykjanesbær Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra bað Ólaf um að láta af störfum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi það við Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, um að hann léti af störfum en hann hefur ekki orðið við því. 23. júlí 2020 18:09 Lögreglumenn á Suðurnesjum segja ásakanir alrangar Fjórmenningarnir innan lögreglunnar á Suðurnesjum, sem sagðir hafa viljað grafa undan lögreglustjóra, vísa á bug þeim ásökunum sem fram hafa verið settar. 23. júlí 2020 10:47 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Fleiri fréttir Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Styttir víða upp og kólnar Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Málið áfall fyrir embættið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Árásarmannsins enn leitað „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon Sjá meira
Dómsmálaráðherra bað Ólaf um að láta af störfum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi það við Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, um að hann léti af störfum en hann hefur ekki orðið við því. 23. júlí 2020 18:09
Lögreglumenn á Suðurnesjum segja ásakanir alrangar Fjórmenningarnir innan lögreglunnar á Suðurnesjum, sem sagðir hafa viljað grafa undan lögreglustjóra, vísa á bug þeim ásökunum sem fram hafa verið settar. 23. júlí 2020 10:47
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent