Veður

Styttir víða upp og kólnar

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður á bilinu fimm til þrettán stig, hlýjast fyrir norðan.
Hiti verður á bilinu fimm til þrettán stig, hlýjast fyrir norðan. Vísir/Vilhelm

Lægð suðvestur af Reykjanesi nálgast nú landið en skil hennar fóru allhratt yfir landið í nótt með tilheyrandi vindi og vætu.

Á vef Veðurstofunnar segir að lægin fari svo til austurs með suðurströndinni í dag og verði vindur því norðvestlægari. Það mun víða stytta upp og kólna heldur. Þó geri spár ráð fyrir að rigni áfram á Suðausturlandi.

Hiti verður á bilinu fimm til þrettán stig, hlýjast fyrir norðan.

„Á morgun, fimmtudaginn 1. maí er síðan komin vestan gola eða kaldi með smá skúrum á víð og dreif og fremur svölu veðri, en bjart og hlýtt suðaustantil.

Líkur eru á súld um landið vestanvert annað kvöld,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Vestan 3-13 m/s og víða smáskúrir, en þurrt og hvassast suðaustanlands. Hiti 4 til 15 stig, hlýjast á Suðausturlandi.

Á föstudag: Vestan- og síðar norðvestanátt, strekkingur austast, annars hægari. Skýjað með köflum og fremur milt veður, en skýjað og dálitlar skúrir og svalara fyrir norðan.

Á laugardag: Suðlæg átt 3-8, skýjað og sums staðar lítilsháttar væta, einkum vestantil um kvöldið, en bjartviðri fyrir norðan og austan. Hlýnandi veður.

Á sunnudag: Suðvestan 5-10 með rigningu eða súld, en þurrviðri eystra. Fremur hlýtt í veðri, einkum norðaustantil.

Á mánudag og þriðjudag: Suðvestanátt og vætusamt, en þurrt að kalla eystra og fremur svalt í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×