Innlent

Vega­fram­kvæmdir víða í kvöld

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Víða verða framkvæmdir í kvöld og nótt.
Víða verða framkvæmdir í kvöld og nótt. Vísir/Vilhelm

Í kvöld, fimmtudag, og aðfaranótt föstudags verður unnið við malbiksviðgerðir á Þjóðvegi eitt frá Borgarnesi að melahverfi. Vinnan fer fram á milli klukkan 19 og 7 í fyrramálið. Þrengt verður að umferð og henni stýrt eftir þörfum. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.

Þá verður unnið að því að fræsa gatnamót Miklubrautar og Lönguhlíðar frá klukkan 23 og 2 í í kvöld og nótt. Gatnamótunum verður lokað og viðeigandi merkingar um og hjáleiðir settar upp. Vegagerðin beinir þeim tilmælum til vegfarenda að virða merkingar og hraðatakmarkanir vegna framkvæmdanna.

Þá verður hægri akrein Vesturlandsvegar malbikuð, frá beygjurampi við Suðurlandsveg að beygjurampi við Höfðabakka. Þrengt verður í eina akrein en rampar upp á Suðurlandsveg og Höfðabakka verða lokaðir. Gert er ráð fyrir því að framkvæmdir komi til með að standa frá klukkan 18 til 3 í nótt.

Nánari upplýsingar um framkvæmdir á vegum má finna á vef Vegagerðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×