Bræður heiðraðir á 100 ára starfsafmæli: „Einfalt, þægilegt og engin keppni“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. september 2024 20:30 Bræðurnir Jón Gils og Steindór Óli Ólasynir hafa starfað hjá sama fyrirtæki síðan 1974. Vísir/Ívar Bræðurnir sem saman fagna hundrað ára starfsafmæli hjá sama fyrirtæki segja samstarfið hafa verið einfalt, þægilegt og laust við keppni í þá hálfu öld sem þeir hafa verið samstarfsfélagar. Það hafi sjaldan eða aldrei hvarflað að þeim að skipta um vinnu. Bræðrunum Steindóri Óla og Jóni Gils Ólasonum var vel fagnað á vinnusvæði Ístaks í Svartsengi í dag. Þeir hafa báðir starfað hjá fyrirtækinu í fimmtíu ár og voru heiðraðir af því tilefni í dag. „Það hefur verið lítið mál. Bara mjög einfalt, þægilegt og engin keppni,“ segir Jón Gils, spurður hvernig hafi gengið að vinna saman í öll þessi ár. Slógu í gegn í Hvalfjarðargöngum Þótt bræðurnir séu ef til vill ekki mikið gefnir fyrir kastljós fjölmiðla prýddu þeir forsíðu DV þann 3. október 1997. Um nóttina höfðu þeir bræður mæst miðja vegu í Hvalfjarðargöngunum þegar þau voru opnuð í gegn, fimm mánuðum á undan áætlun. „Þetta er nóttin áður en formlegt gegnumskot átti sér stað. Þá kom þarna einhver blaðasnápur og tók af okkur mynd sem ekki átti að fara í loftið,“ rifjar Steindór Óli upp, en þeim var afhent innrammað eintak af myndinni í tilefni áfanga hundrað ára starfsafmælisins í dag. Forsíðumyndin sem Þorvaldur Örn Kristmundsson ljósmyndari tók var síðan valin fréttamynd ársins 1997. Bræðurnir hafa sinnt óteljandi verkefnum í gegnum tíðina, en um þessar mundir verkstýrir Steindór til að mynda gerð varnargarða við Grindavík. Spurðir hvað hafi staðið upp úr á löngum ferli segja þeir erfitt að velja eitthvað eitt. Það var faðir þeirra sem einnig starfaði hjá fyrirtækinu sem skaffaði þeim vinnu á sínum tíma árið 1974, og þá var ekki aftur snúið. Feðgarnir eru heldur ekki þeir einu í fjölskyldunni sem hafa starfað hjá Ístak, en bæði eiginkona og tveir synir Steindórs Óla starfa einnig hjá fyrirtækinu. Hvarflaði einhvern tímann að ykkur að prófa eitthvað annað? „Ég sótti einhvern tímann um hjá öðrum en þeir höfnuðu mér allir,“ svarar Steindór. Jón Gils segist sjálfur ekki hafa séð ástæðu til að leita annað. „Það voru einhver tilboð í gangi á einhverjum tímapunkti en maður hugsaði það mjög stutt. Og svo hélt maður bara áfram,“ segir Jón Gils. Tímamót Byggingariðnaður Grindavík Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Sjá meira
Bræðrunum Steindóri Óla og Jóni Gils Ólasonum var vel fagnað á vinnusvæði Ístaks í Svartsengi í dag. Þeir hafa báðir starfað hjá fyrirtækinu í fimmtíu ár og voru heiðraðir af því tilefni í dag. „Það hefur verið lítið mál. Bara mjög einfalt, þægilegt og engin keppni,“ segir Jón Gils, spurður hvernig hafi gengið að vinna saman í öll þessi ár. Slógu í gegn í Hvalfjarðargöngum Þótt bræðurnir séu ef til vill ekki mikið gefnir fyrir kastljós fjölmiðla prýddu þeir forsíðu DV þann 3. október 1997. Um nóttina höfðu þeir bræður mæst miðja vegu í Hvalfjarðargöngunum þegar þau voru opnuð í gegn, fimm mánuðum á undan áætlun. „Þetta er nóttin áður en formlegt gegnumskot átti sér stað. Þá kom þarna einhver blaðasnápur og tók af okkur mynd sem ekki átti að fara í loftið,“ rifjar Steindór Óli upp, en þeim var afhent innrammað eintak af myndinni í tilefni áfanga hundrað ára starfsafmælisins í dag. Forsíðumyndin sem Þorvaldur Örn Kristmundsson ljósmyndari tók var síðan valin fréttamynd ársins 1997. Bræðurnir hafa sinnt óteljandi verkefnum í gegnum tíðina, en um þessar mundir verkstýrir Steindór til að mynda gerð varnargarða við Grindavík. Spurðir hvað hafi staðið upp úr á löngum ferli segja þeir erfitt að velja eitthvað eitt. Það var faðir þeirra sem einnig starfaði hjá fyrirtækinu sem skaffaði þeim vinnu á sínum tíma árið 1974, og þá var ekki aftur snúið. Feðgarnir eru heldur ekki þeir einu í fjölskyldunni sem hafa starfað hjá Ístak, en bæði eiginkona og tveir synir Steindórs Óla starfa einnig hjá fyrirtækinu. Hvarflaði einhvern tímann að ykkur að prófa eitthvað annað? „Ég sótti einhvern tímann um hjá öðrum en þeir höfnuðu mér allir,“ svarar Steindór. Jón Gils segist sjálfur ekki hafa séð ástæðu til að leita annað. „Það voru einhver tilboð í gangi á einhverjum tímapunkti en maður hugsaði það mjög stutt. Og svo hélt maður bara áfram,“ segir Jón Gils.
Tímamót Byggingariðnaður Grindavík Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Sjá meira