United og Leicester gætu mæst í hreinum úrslitaleik um Meistaradeildarsæti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júlí 2020 14:00 Leicester City tekur á móti Manchester United í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn. getty/Gary Prior Sá möguleiki er fyrir hendi að Manchester United og Leicester City þurfi að mætast í hreinum úrslitaleik um sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Þau mætast í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn og gætu þurft að mætast aftur skömmu síðar. Þrennt þarf að gerast til að þessi úrslitaleikur verði að veruleika: United þarf að vinna West Ham, 5-3, í kvöld, Leicester að vinna United, 1-0, á sunnudaginn og Chelsea að fá a.m.k. þrjú stig úr síðustu tveimur deildarleikjum sínum. Ef svo ólíklega vill til að allt þetta þrennt gangi eftir verða United og Leicester jöfn að stigum og með alveg jafna markatölu, 68-39. Þá þarf grípa til úrslitaleiks um fjórða og síðasta sæti Englands í Meistaradeildinni. If Man United win 5-3 against West Ham, lose 1-0 to Leicester and Chelsea take at least three points from their final two matches, there will be a playoff to decide fourth spot.Man United and Leicester will be tied on points, goal difference, goals scored and goals conceded pic.twitter.com/9FlwxOgPbE— ESPN FC (@ESPNFC) July 21, 2020 Leicester og United eru jöfn að stigum í 4. og 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Þau eru bæði með 62 stig en Chelsea er í 3. sætinu með 63 stig. Leicester hefur leikið 37 leiki en United og Chelsea 36. United tekur á móti West Ham í kvöld og Chelsea sækir Englandsmeistara Liverpool heim. Ef Chelsea vinnur Liverpool tryggir liðið sér Meistaradeildarsæti. Staða efstu tíu liða í ensku úrvalsdeildinni. Leicester fær svo United í heimsókn í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar klukkan 15:00 á sunnudaginn. Chelsea mætir þá Wolves á Stamford Bridge. Ef United vinnur West Ham í kvöld dugir liðinu jafntefli gegn Leicester í lokaumferðinni til að tryggja sér Meistaradeildarsæti. Jafnvel þótt United takist ekki að ná 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á liðið enn möguleika á að ná Meistaradeildarsæti með því að vinna Evrópudeildina. Henni lýkur í næsta mánuði. United er svo gott sem komið áfram í átta liða úrslit keppninnar eftir 0-5 sigur á LASK Linz í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitunum. Leicester hefur aðeins einu sinni leikið í Meistaradeildinni, tímabilið 2016-17, eftir að liðið varð Englandsmeistari. Sama í hvaða sæti endar þetta tímabil í verður það næstbesti árangur liðsins frá upphafi í ensku úrvalsdeildinni. Aldrei áður hefur það gerst að lið mætist í hreinum úrslitaleik um Meistaradeildarsæti. Það hefur þó hist þannig á að lið sem eru í baráttu um Meistaradeildarsæti mætist í lokaumferðinni. Það gerðist t.a.m. 2003 þegar Chelsea tryggði sér Meistaradeildarsæti með 2-1 sigri á Liverpool á Brúnni. Sumarið eftir keypti Roman Abramovich Chelsea og í kjölfarið hófst blómaskeið félagsins. Enski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Sjá meira
Sá möguleiki er fyrir hendi að Manchester United og Leicester City þurfi að mætast í hreinum úrslitaleik um sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Þau mætast í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn og gætu þurft að mætast aftur skömmu síðar. Þrennt þarf að gerast til að þessi úrslitaleikur verði að veruleika: United þarf að vinna West Ham, 5-3, í kvöld, Leicester að vinna United, 1-0, á sunnudaginn og Chelsea að fá a.m.k. þrjú stig úr síðustu tveimur deildarleikjum sínum. Ef svo ólíklega vill til að allt þetta þrennt gangi eftir verða United og Leicester jöfn að stigum og með alveg jafna markatölu, 68-39. Þá þarf grípa til úrslitaleiks um fjórða og síðasta sæti Englands í Meistaradeildinni. If Man United win 5-3 against West Ham, lose 1-0 to Leicester and Chelsea take at least three points from their final two matches, there will be a playoff to decide fourth spot.Man United and Leicester will be tied on points, goal difference, goals scored and goals conceded pic.twitter.com/9FlwxOgPbE— ESPN FC (@ESPNFC) July 21, 2020 Leicester og United eru jöfn að stigum í 4. og 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Þau eru bæði með 62 stig en Chelsea er í 3. sætinu með 63 stig. Leicester hefur leikið 37 leiki en United og Chelsea 36. United tekur á móti West Ham í kvöld og Chelsea sækir Englandsmeistara Liverpool heim. Ef Chelsea vinnur Liverpool tryggir liðið sér Meistaradeildarsæti. Staða efstu tíu liða í ensku úrvalsdeildinni. Leicester fær svo United í heimsókn í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar klukkan 15:00 á sunnudaginn. Chelsea mætir þá Wolves á Stamford Bridge. Ef United vinnur West Ham í kvöld dugir liðinu jafntefli gegn Leicester í lokaumferðinni til að tryggja sér Meistaradeildarsæti. Jafnvel þótt United takist ekki að ná 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á liðið enn möguleika á að ná Meistaradeildarsæti með því að vinna Evrópudeildina. Henni lýkur í næsta mánuði. United er svo gott sem komið áfram í átta liða úrslit keppninnar eftir 0-5 sigur á LASK Linz í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitunum. Leicester hefur aðeins einu sinni leikið í Meistaradeildinni, tímabilið 2016-17, eftir að liðið varð Englandsmeistari. Sama í hvaða sæti endar þetta tímabil í verður það næstbesti árangur liðsins frá upphafi í ensku úrvalsdeildinni. Aldrei áður hefur það gerst að lið mætist í hreinum úrslitaleik um Meistaradeildarsæti. Það hefur þó hist þannig á að lið sem eru í baráttu um Meistaradeildarsæti mætist í lokaumferðinni. Það gerðist t.a.m. 2003 þegar Chelsea tryggði sér Meistaradeildarsæti með 2-1 sigri á Liverpool á Brúnni. Sumarið eftir keypti Roman Abramovich Chelsea og í kjölfarið hófst blómaskeið félagsins.
Enski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Sjá meira