Rannsaka dauða manns eftir að myndband sýndi lögreglu krjúpa á baki hans Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júlí 2020 21:45 Black Lives Matter mótmælaganga í Liege í Belgíu. EPA-EFE/JULIEN WARNAND Belgísk yfirvöld hafa hafið rannsókn á dauða manns eftir að myndbandi var deilt á samfélagsmiðlum sem sýna lögreglumann krjúpa á baki mannsins. Að sögn lögreglu var maðurinn, sem var 29 ára gamall Alsíringur, handtekinn fyrir utan kaffihús í Antwerp á sunnudag eftir að hann reyndi að ráðast á hóp fólks. Maðurinn lést á sjúkrahúsi nokkrum klukkustundum síðar. Dauði hans hefur verið borinn saman við dauða George Floyd, sem lést í maí eftir að lögregluþjónar krupu á hálsi hans við handtöku í Bandaríkjunum. Að sögn talsmanns lögreglu barst útkall til lögreglu vegna manns sem var í miklu uppnámi og hafði reynt að ráðast á fólk. Talsmaðurinn bætti því við að hann hafi virst vera í vímu og að hann hafi þegar verið slasaður. Þá sagði lögreglan í Antwerp á Twitter að hún myndi ekki tjá sig frekar um málið vegna rannsóknarhagsmuna. Maðurinn hefur verið nefndur á samfélagsmiðlum sem Akram og myllumerkin #JusticeForAkram og #MurderInAntwerp hafa verið algeng á samfélagsmiðlum. Þúsundir Belga mótmæltu kynþáttamisrétti í kjölfar dauða George Floyd og meira en 80 þúsund manns skrifuðu undir áskorun um að allar styttur af Leópold II Belgakonungi, hvers valdatíð í Austur-Kongó leiddi til dauða milljóna íbúa landsins, í Brussel höfuðborg Belgíu yrðu teknar niður. Stytta af konunginum hefur þegar verið tekin niður í Antwerp eftir að hún var skemmd í mótmælum. Belgía Dauði George Floyd Kynþáttafordómar Alsír Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Belgísk yfirvöld hafa hafið rannsókn á dauða manns eftir að myndbandi var deilt á samfélagsmiðlum sem sýna lögreglumann krjúpa á baki mannsins. Að sögn lögreglu var maðurinn, sem var 29 ára gamall Alsíringur, handtekinn fyrir utan kaffihús í Antwerp á sunnudag eftir að hann reyndi að ráðast á hóp fólks. Maðurinn lést á sjúkrahúsi nokkrum klukkustundum síðar. Dauði hans hefur verið borinn saman við dauða George Floyd, sem lést í maí eftir að lögregluþjónar krupu á hálsi hans við handtöku í Bandaríkjunum. Að sögn talsmanns lögreglu barst útkall til lögreglu vegna manns sem var í miklu uppnámi og hafði reynt að ráðast á fólk. Talsmaðurinn bætti því við að hann hafi virst vera í vímu og að hann hafi þegar verið slasaður. Þá sagði lögreglan í Antwerp á Twitter að hún myndi ekki tjá sig frekar um málið vegna rannsóknarhagsmuna. Maðurinn hefur verið nefndur á samfélagsmiðlum sem Akram og myllumerkin #JusticeForAkram og #MurderInAntwerp hafa verið algeng á samfélagsmiðlum. Þúsundir Belga mótmæltu kynþáttamisrétti í kjölfar dauða George Floyd og meira en 80 þúsund manns skrifuðu undir áskorun um að allar styttur af Leópold II Belgakonungi, hvers valdatíð í Austur-Kongó leiddi til dauða milljóna íbúa landsins, í Brussel höfuðborg Belgíu yrðu teknar niður. Stytta af konunginum hefur þegar verið tekin niður í Antwerp eftir að hún var skemmd í mótmælum.
Belgía Dauði George Floyd Kynþáttafordómar Alsír Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira