Löppin blá og marin: „Þetta var glórulaus tækling“ Sindri Sverrisson skrifar 20. júlí 2020 14:04 Hulda Hrund Arnarsdóttir fékk vænt högg á fótinn í leik gegn Val í síðustu viku. mynd/samsett „Þetta var glórulaus tækling,“ segir Hulda Hrund Arnarsdóttir, leikmaður Fylkis, sem birti í gær myndskeið af afar illa útlítandi löpp sinni eftir að hún meiddist í leik gegn Íslandsmeisturum Vals síðasta miðvikudag. Hún er mjög ósátt við viðbrögð dómara leiksins við brotinu. Þetta var bara boltinn - PepsiMax dómari pic.twitter.com/ELyE6tUsAJ— hulda.arnars8 (@huldaarnars8) July 19, 2020 Hulda fékk aukaspyrnu, eftir tæklingu Málfríðar Önnu Eiríksdóttur, en furðar sig á því að Málfríður skyldi ekki fá að minnsta kosti gult spjald. Tæklinguna má sjá hér að neðan. Hulda hefur ekki getað æft sem skyldi síðustu daga en vonast til að geta spilað með Fylki gegn Stjörnunni í kvöld. Valskonur höfðu misst hægri bakvörðinn Elísu Viðarsdóttur af velli með rautt spjald strax á 2. mínútu leiksins á miðvikudag. Málfríður kom svo inn á á 22. mínútu, eftir að Fylkir hafði komist í 1-0, til að taka við hægri bakvarðarstöðunni. Hulda er eins og fyrr segir afar ósátt við tæklinguna frá henni, sem sjá má hér að neðan. Klippa: Hulda meiddist gegn Val „Ég fékk sendingu út á kant, boltinn fór aðeins frá mér svo ég teygði mig í hann en þá kom hin gellan með sólann á undan. Ég fékk aukaspyrnuna en hún fékk ekkert spjald, og dómarinn sagði að þetta hefði eiginlega bara verið boltinn (sem hún tæklaði í) en það sést alla vega greinilega eftir á að hún fór nú líka í mig. Síðan í seinni hálfleik tæklaði ég, og þá sagði hann að þetta hefði verið alveg eins og þegar brotið var á mér, sem var greinilega ekki. Mér fannst því að maður ætti aðeins að skjóta á þessa Pepsi Max-dómara,“ segir Hulda við Vísi, óánægð með störf dómarans Gunnþórs Steinars Jónssonar. Heyrði Valsstelpurnar kalla: „Þú skuldar okkur“ „Þetta var frekar grófur leikur og mér fannst að dómarinn hefði getað vera betri og í betri takti við leikinn. Hann gaf þeim þetta rauða spjald í byrjun og eftir það fannst mér eins og að dómarinn vildi alltaf gefa þeim sénsinn, því hann væri búinn að gefa þeim rautt. Maður heyrði í Valsstelpunum kalla „þú skuldar okkur“ og eitthvað svoleiðis, og það virtist komast aðeins í hausinn á honum. Þetta var ógeðslega vont fyrst, og á meðan að maður lá í jörðinni heyrði maður áhorfendur og fleiri öskra að þetta hefði bara verið „boltinn“ – að það væri fáránlegt að dæma á þetta. Það pirraði mig, og svo fór það ennþá meira í taugarnar á mér þegar dómarinn sagði að þetta væri ekki spjald. Þetta var glórulaus tækling, líka því að það var alveg að koma hálfleikur, en ég fékk bara verkjatöflur í hálfleik og kælingu. Áverkinn kom á sköflunginn, sem sýnir að fóturinn hennar var ekkert á jörðinni. Ef að fóturinn fer fyrir ofan boltann þá er það bara spjald,“ segir Hulda. „Látum reyna á þetta í kvöld“ Hulda lék fram á 86. mínútu en fann vel fyrir meiðslunum daginn eftir og hefur ekki getað æft sem skyldi: „Ég náði aðeins að hlaupa í gær en má eiginlega ekkert senda boltann með vinstri. Það er heppilegt að þetta hafi verið vinstri fótur en ekki hægri. Við látum reyna á þetta í kvöld. Ég er að vinna á knattspyrnunámskeiði og daginn eftir þetta, þegar ég átti að vera að labba um og hjálpa krökkunum, þá gat ég það bara ekki. Það var ógeðslega sárt. En síðan hef ég hugsað vel um þetta,“ segir Hulda, en leikur Fylkis og Stjörnunnar hefst kl. 19.15 í Árbæ. Fylkiskonur, sem urðu Reykjavíkurmeistarar í vetur, hafa ekki tapað í fyrstu fjórum leikjum sínum í Pepsi Max-deildinni í sumar – unnið tvo en gert tvö jafntefli. Þær féllu úr Mjólkurbikarnum eftir 1-0 tap gegn Breiðabliki, þar sem Hulda segir dómgæsluna ekki heldur hafa verið til fyrirmyndar þar sem Fylkiskonur hafi til að mynda verið hlunnfarnar um víti. „Að koma úr tveggja vikna sóttkví í leiki gegn Breiðabliki og Val er alveg erfitt, svo ég myndi segja að við höfum komið vel út úr þessu og sýnt hvað við getum.“ Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Íslenski boltinn Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Sjá meira
„Þetta var glórulaus tækling,“ segir Hulda Hrund Arnarsdóttir, leikmaður Fylkis, sem birti í gær myndskeið af afar illa útlítandi löpp sinni eftir að hún meiddist í leik gegn Íslandsmeisturum Vals síðasta miðvikudag. Hún er mjög ósátt við viðbrögð dómara leiksins við brotinu. Þetta var bara boltinn - PepsiMax dómari pic.twitter.com/ELyE6tUsAJ— hulda.arnars8 (@huldaarnars8) July 19, 2020 Hulda fékk aukaspyrnu, eftir tæklingu Málfríðar Önnu Eiríksdóttur, en furðar sig á því að Málfríður skyldi ekki fá að minnsta kosti gult spjald. Tæklinguna má sjá hér að neðan. Hulda hefur ekki getað æft sem skyldi síðustu daga en vonast til að geta spilað með Fylki gegn Stjörnunni í kvöld. Valskonur höfðu misst hægri bakvörðinn Elísu Viðarsdóttur af velli með rautt spjald strax á 2. mínútu leiksins á miðvikudag. Málfríður kom svo inn á á 22. mínútu, eftir að Fylkir hafði komist í 1-0, til að taka við hægri bakvarðarstöðunni. Hulda er eins og fyrr segir afar ósátt við tæklinguna frá henni, sem sjá má hér að neðan. Klippa: Hulda meiddist gegn Val „Ég fékk sendingu út á kant, boltinn fór aðeins frá mér svo ég teygði mig í hann en þá kom hin gellan með sólann á undan. Ég fékk aukaspyrnuna en hún fékk ekkert spjald, og dómarinn sagði að þetta hefði eiginlega bara verið boltinn (sem hún tæklaði í) en það sést alla vega greinilega eftir á að hún fór nú líka í mig. Síðan í seinni hálfleik tæklaði ég, og þá sagði hann að þetta hefði verið alveg eins og þegar brotið var á mér, sem var greinilega ekki. Mér fannst því að maður ætti aðeins að skjóta á þessa Pepsi Max-dómara,“ segir Hulda við Vísi, óánægð með störf dómarans Gunnþórs Steinars Jónssonar. Heyrði Valsstelpurnar kalla: „Þú skuldar okkur“ „Þetta var frekar grófur leikur og mér fannst að dómarinn hefði getað vera betri og í betri takti við leikinn. Hann gaf þeim þetta rauða spjald í byrjun og eftir það fannst mér eins og að dómarinn vildi alltaf gefa þeim sénsinn, því hann væri búinn að gefa þeim rautt. Maður heyrði í Valsstelpunum kalla „þú skuldar okkur“ og eitthvað svoleiðis, og það virtist komast aðeins í hausinn á honum. Þetta var ógeðslega vont fyrst, og á meðan að maður lá í jörðinni heyrði maður áhorfendur og fleiri öskra að þetta hefði bara verið „boltinn“ – að það væri fáránlegt að dæma á þetta. Það pirraði mig, og svo fór það ennþá meira í taugarnar á mér þegar dómarinn sagði að þetta væri ekki spjald. Þetta var glórulaus tækling, líka því að það var alveg að koma hálfleikur, en ég fékk bara verkjatöflur í hálfleik og kælingu. Áverkinn kom á sköflunginn, sem sýnir að fóturinn hennar var ekkert á jörðinni. Ef að fóturinn fer fyrir ofan boltann þá er það bara spjald,“ segir Hulda. „Látum reyna á þetta í kvöld“ Hulda lék fram á 86. mínútu en fann vel fyrir meiðslunum daginn eftir og hefur ekki getað æft sem skyldi: „Ég náði aðeins að hlaupa í gær en má eiginlega ekkert senda boltann með vinstri. Það er heppilegt að þetta hafi verið vinstri fótur en ekki hægri. Við látum reyna á þetta í kvöld. Ég er að vinna á knattspyrnunámskeiði og daginn eftir þetta, þegar ég átti að vera að labba um og hjálpa krökkunum, þá gat ég það bara ekki. Það var ógeðslega sárt. En síðan hef ég hugsað vel um þetta,“ segir Hulda, en leikur Fylkis og Stjörnunnar hefst kl. 19.15 í Árbæ. Fylkiskonur, sem urðu Reykjavíkurmeistarar í vetur, hafa ekki tapað í fyrstu fjórum leikjum sínum í Pepsi Max-deildinni í sumar – unnið tvo en gert tvö jafntefli. Þær féllu úr Mjólkurbikarnum eftir 1-0 tap gegn Breiðabliki, þar sem Hulda segir dómgæsluna ekki heldur hafa verið til fyrirmyndar þar sem Fylkiskonur hafi til að mynda verið hlunnfarnar um víti. „Að koma úr tveggja vikna sóttkví í leiki gegn Breiðabliki og Val er alveg erfitt, svo ég myndi segja að við höfum komið vel út úr þessu og sýnt hvað við getum.“
Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Íslenski boltinn Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Sjá meira