Jarðskjálfti á Reykjanesi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júlí 2020 23:47 Samkvæmt Veðurstofunni varð skjálftinn skammt frá Fagradalsfjalli á Reykjanesi. Loftmyndir Snarpur jarðskjálfti sem var 5 að stærð varð við Fagradalsfjall á Reykjanesi um klukkan 23:36 í kvöld, samkvæmt fyrstu niðurstöðum á vef Veðurstofunnar. Unnið er að nánari staðsetningu og stærðarútreikngum. Skjálftinn fannst vel á Suðurnesjum, víða á höfuðborgarsvæðinu, austur í Landeyjar og upp í Holta- og Landssveit á Suðurlandi, sem og vestur á Akranes, ef marka má færslur á samfélagsmiðlum. Veðurstofunni hafa einnig borist óstaðfestar tilkynningar um grjótrhun úr Fagradalsfjalli, en í samtali við Vísi sagði náttúruvársérfræðingur hjá stofnuninni að ein náttúruvá, til dæmis jarðskjálfti, gæti oft leitt til annarrar, til að mynda grjóthruns. Skjálftinn er skráður 5 að stærð, þrjá kílómetra norður af Fagradalsfjalli, í óyfirförnum frumniðurstöðum sem finna má á vef Veðurstofunnar. Margir minni eftirskjálftar hafa mælst á svæðinu í kjölfar stóra skjálftans, sá stærsti 3,5 að stærð klukkan 00:08, samkvæmt óyfirförnum frumniðurstöðum. Sá skjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum, samkvæmt ábendingum sem fréttastofu hafa borist. JARÐSKJÁLFTI— Margrét Erla Maack (@mokkilitli) July 19, 2020 Alvöru jarðskjálfti hér í gamla vesturbænum - eitt stykki titrandi fjölbýlishús. Eru landsmenn ekki allir óhultir? #skjálfti— Isold Uggadottir (@IsoldUggadottir) July 19, 2020 Þessi skjálfti titraði sæmilega í Árbænum. Hasar í Grindavík?— Sigfús Örn (@sigfusorn) July 19, 2020 Skjálfti! 🦖— Nína Richter (@Kisumamma) July 19, 2020 Okei hvað var þetta stór jarðskjálfti!? Verður eldgos í Reykjavík? Hvar eru jarðskjálftafræðingarnir!?!— Þorsteinn V. (@idnadarmadurinn) July 19, 2020 Jarðskjálfti!! Fannst vel hér á Nesinu.— Árni Helgason (@arnih) July 19, 2020 Í tilkynningu frá almannavörnum segir að um 700 skjálftar hafi orðið við Fagradalsfjall í dag og viðbúið sé að þeir verði fleiri. Fólk er hvatt til að kynna sér viðbrögð vegna jarðskjálfta sem finna má hér. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Sjá meira
Snarpur jarðskjálfti sem var 5 að stærð varð við Fagradalsfjall á Reykjanesi um klukkan 23:36 í kvöld, samkvæmt fyrstu niðurstöðum á vef Veðurstofunnar. Unnið er að nánari staðsetningu og stærðarútreikngum. Skjálftinn fannst vel á Suðurnesjum, víða á höfuðborgarsvæðinu, austur í Landeyjar og upp í Holta- og Landssveit á Suðurlandi, sem og vestur á Akranes, ef marka má færslur á samfélagsmiðlum. Veðurstofunni hafa einnig borist óstaðfestar tilkynningar um grjótrhun úr Fagradalsfjalli, en í samtali við Vísi sagði náttúruvársérfræðingur hjá stofnuninni að ein náttúruvá, til dæmis jarðskjálfti, gæti oft leitt til annarrar, til að mynda grjóthruns. Skjálftinn er skráður 5 að stærð, þrjá kílómetra norður af Fagradalsfjalli, í óyfirförnum frumniðurstöðum sem finna má á vef Veðurstofunnar. Margir minni eftirskjálftar hafa mælst á svæðinu í kjölfar stóra skjálftans, sá stærsti 3,5 að stærð klukkan 00:08, samkvæmt óyfirförnum frumniðurstöðum. Sá skjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum, samkvæmt ábendingum sem fréttastofu hafa borist. JARÐSKJÁLFTI— Margrét Erla Maack (@mokkilitli) July 19, 2020 Alvöru jarðskjálfti hér í gamla vesturbænum - eitt stykki titrandi fjölbýlishús. Eru landsmenn ekki allir óhultir? #skjálfti— Isold Uggadottir (@IsoldUggadottir) July 19, 2020 Þessi skjálfti titraði sæmilega í Árbænum. Hasar í Grindavík?— Sigfús Örn (@sigfusorn) July 19, 2020 Skjálfti! 🦖— Nína Richter (@Kisumamma) July 19, 2020 Okei hvað var þetta stór jarðskjálfti!? Verður eldgos í Reykjavík? Hvar eru jarðskjálftafræðingarnir!?!— Þorsteinn V. (@idnadarmadurinn) July 19, 2020 Jarðskjálfti!! Fannst vel hér á Nesinu.— Árni Helgason (@arnih) July 19, 2020 Í tilkynningu frá almannavörnum segir að um 700 skjálftar hafi orðið við Fagradalsfjall í dag og viðbúið sé að þeir verði fleiri. Fólk er hvatt til að kynna sér viðbrögð vegna jarðskjálfta sem finna má hér. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Sjá meira