Fótbolti

Kroos fagnaði titlinum með hamborgara og frönskum

Sindri Sverrisson skrifar
Toni Kroos glaðbeittur eftir að titillinn var í höfn í gærkvöld.
Toni Kroos glaðbeittur eftir að titillinn var í höfn í gærkvöld. VÍSIR/GETTY

Hvernig fagna menn, þaulvanir í þeim fræðum, því að vinna spænska meistaratitilinn í fótbolta? Þjóðverjinn Toni Kroos fékk sér að minnsta kosti hamborgara og franskar.

Kroos birti mynd af sér með „meistaramáltíðina“ á Instagram og má hver og einn hafa sína skoðun á því hversu girnileg hún er.

View this post on Instagram

Champions dinner

A post shared by Toni Kroos (@toni.kr8s) on

Kroos hefur nú unnið spænska meistaratitilinn tvisvar með Real Madrid, orðið Evrópumeistari í þrígang og unnið fleiri titla með liðinu. Hann varð einu sinni Evrópumeistari með Bayern München, og Þýskalandsmeistari í þrígang, og þá varð hann heimsmeistari með þýska landsliðinu árið 2014. Fleiri titla mætti nefna.

„Við erum virkilega ánægðir. Það var markmið tímabilsins að vinna deildina,“ sagði Kroos í gærkvöld eftir sigur á Villarreal í næstsíðustu umferð, en þar með var titillinn í höfn hjá Real.

Tímabilinu er þó ekki lokið hjá Real en liðið mætir Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu 7. ágúst. City vann fyrri leikinn í Madrid, 2-1, í febrúar en svo var hlé gert á keppninni vegna kórónuveirufaraldursins. Seinni leikur liðanna fer fram í Manchester og sigurliðið mætir Lyon eða Juventus í 8-liða úrslitum 15. ágúst, í stökum leik í Portúgal.


Tengdar fréttir

Sjáðu meistarafögnuð Real og furðuvítið

Zinedine Zidane og lærisveinar hans í Real Madrid fagna vel í kvöld eftir að hafa tryggt sér spænska meistaratitilinn. Real hefur nú orðið Spánarmeistari 34 sinnum, langoftast allra.

Real Madrid spænskur meistari

Real Madrid varð í kvöld spænskur meistari í fótbolta í 34. sinn þegar liðið vann Villarreal 2-1 á heimavelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×