Fótbolti

Rúrik raðaði inn mörkum í Vatnaskógi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rúrik í Vatnaskógi í gær.
Rúrik í Vatnaskógi í gær. Mynd/Friðrik Páll Ragnarsson Schram

Þeir drengir sem voru mættir í sumarbúðir KFUM í Vatnaskógi ráku upp stór augu þegar þeir sáu knattspyrnumanninn Rúrik Gíslason á veisludegi skólans.

Veisludagurinn var haldinn í Vatnaskógi í gær þar sem hinn árlegi leikur á milli foringjaliðsins og stjörnu- og draumaliðs drengja fór fram.

Foringjaliðið var með atvinnumanninn Rúrik í sínum röðum en hann er nú án félags eftir að samningur hans við Sandhausen rann út fyrr í sumar.

Rúrik virðist engu hafa gleymt því hann raðaði inn mörkunum í mikilli rigningu í Vatnaskógi. Lokatölur urðu þó 6-4 sigur stjörnu- og draumaliðs drengja.

„Frábær dagur að baki og þakka Skógarmenn KFUM Rúrik kærlega fyrir að taka þátt í að búa til ógleymanlegar minningar fyrir 100 drengi!“ segir í færslu á vef sumarbúðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×