Dómarinn lét alla varnarlínuna líta illa út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júlí 2020 23:00 Urs Schnyder er FIFA dómari og er líka í frábæru formi. Hann er líka frár á fæti. Getty/Eurasia Sport Knattspyrnudómarar þurfa að vera í góðu formi til að ráða við hraðann í fótboltaleikjum nútímans. Sumir dómaranna eru aftur á móti í það góðu formi, að þeir láta leikmennina sem þeir dæma hjá, líta illa út. Gott dæmi um það að gott líkamlegt form dómarans kemur frekar illa út fyrir leikmenn var í leik í svissnesku deildinni um helgina. Dómarinn Urs Schnyder var þá að dæma leik FC Thun og Neuchâtel Xamax en þarna voru að mætast tvö lið í neðri hlutanum. Grégory Karlen, leikmaður Thun, slapp í gegn um vörn Neuchâtel Xamax í uppbótatíma leiksins og stakk alla varnarlínuna af. Sá eini sem fylgdi honum eitthvað eftir var dómarinn Urs Schnyder. Það gerði Urs Schnyder þrátt fyrir að byrja langt á eftir varnarmönnum Neuchâtel Xamax. Thun var þarna tveimur mörkum yfir og leikurinn að renna út en það breytir ekki því að varnarmennirnir litu ekki vel út í samanburði við dómarann sem var búinn að hlaupa allan leikinn eins og þeir. Það má sjá þetta skondna atvik hér fyrir neðan. This is brilliant. FC Thun attack and the referee Urs Schnyder is faster at getting back than the entire Neuchatel Xamax defence. ?? No wonder Xamax are at the bottom of the Super League. ?? @_shaeringpic.twitter.com/ft1levrSq8— ?????????????????????????? - Craig King (@FootballSwissEN) July 12, 2020 Það þarf kannski ekki að koma mikið á óvart en lið Neuchâtel Xamax er í neðsta sæti svissnesku deildarinnar. Liðið hefur aðeins unnið 4 af 30 leikjum og er búið að fá á sig 55 mörk. Urs Schnyder gæti svo sem alveg verið að spila sjálfur því hann er bara 34 ára gamall. Hann hefur þrátt fyrir ungan aldur dæmt mjög lengi en fyrsti leikur hans í svissnesku deildinni var tímabilið 2011-12. Urs Schnyder varð síðan alþjóðlegur dómari árið 2018. Hann starfar sem leikfimikennari í menntaskóla í hlutastarfi á móti dómgæslunni. Fótbolti Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Fleiri fréttir Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sjá meira
Knattspyrnudómarar þurfa að vera í góðu formi til að ráða við hraðann í fótboltaleikjum nútímans. Sumir dómaranna eru aftur á móti í það góðu formi, að þeir láta leikmennina sem þeir dæma hjá, líta illa út. Gott dæmi um það að gott líkamlegt form dómarans kemur frekar illa út fyrir leikmenn var í leik í svissnesku deildinni um helgina. Dómarinn Urs Schnyder var þá að dæma leik FC Thun og Neuchâtel Xamax en þarna voru að mætast tvö lið í neðri hlutanum. Grégory Karlen, leikmaður Thun, slapp í gegn um vörn Neuchâtel Xamax í uppbótatíma leiksins og stakk alla varnarlínuna af. Sá eini sem fylgdi honum eitthvað eftir var dómarinn Urs Schnyder. Það gerði Urs Schnyder þrátt fyrir að byrja langt á eftir varnarmönnum Neuchâtel Xamax. Thun var þarna tveimur mörkum yfir og leikurinn að renna út en það breytir ekki því að varnarmennirnir litu ekki vel út í samanburði við dómarann sem var búinn að hlaupa allan leikinn eins og þeir. Það má sjá þetta skondna atvik hér fyrir neðan. This is brilliant. FC Thun attack and the referee Urs Schnyder is faster at getting back than the entire Neuchatel Xamax defence. ?? No wonder Xamax are at the bottom of the Super League. ?? @_shaeringpic.twitter.com/ft1levrSq8— ?????????????????????????? - Craig King (@FootballSwissEN) July 12, 2020 Það þarf kannski ekki að koma mikið á óvart en lið Neuchâtel Xamax er í neðsta sæti svissnesku deildarinnar. Liðið hefur aðeins unnið 4 af 30 leikjum og er búið að fá á sig 55 mörk. Urs Schnyder gæti svo sem alveg verið að spila sjálfur því hann er bara 34 ára gamall. Hann hefur þrátt fyrir ungan aldur dæmt mjög lengi en fyrsti leikur hans í svissnesku deildinni var tímabilið 2011-12. Urs Schnyder varð síðan alþjóðlegur dómari árið 2018. Hann starfar sem leikfimikennari í menntaskóla í hlutastarfi á móti dómgæslunni.
Fótbolti Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Fleiri fréttir Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sjá meira