Chelsea sagt tilbúið að eyða hundrað milljónum evra í Oblak Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júlí 2020 08:00 Jan Oblak i leik með Atletico Madrid á móti Liverpool í Meistaradeildinni. Hann er hér á undan Mohamed Salah í boltann. EPA-EFE/PETER POWELL Spænska blaðið AS slær því upp að Chelsea sé tilbúið að borga hundrað milljónir evra fyrir slóvenska markvörðinn Jan Oblak hjá Atletico Madrid. Það gera 90,7 milljónir punda og sextán milljarðar íslenskra króna. Það eru bara tæp tvö ár síðan að Chelsea borgaði 80 milljónir evra fyrir spænska markvörðinn Kepa Arrizabalaga en Kepa hefur ekki staðið undir væntingum á Stamford Bridge. Chelsea gerði Kepa þá að dýrasta markverði fótboltasögunnar og hann er það ennþá. Kepa Arrizabalaga sló þá metið sem Alisson Becker átti um tíma. Chelsea are reportedly willing to offer 100m euros (£90.7m) for Atletico Madrid keeper Jan Oblak.Latest transfer rumours: https://t.co/1iW3hFksO9 pic.twitter.com/LSQ6NpVAE0— BBC Sport (@BBCSport) July 14, 2020 Kepa Arrizabalaga gæti vissulega verið hluti af kaupunum á Oblak en Chelsea mun væntanlega losa sig við hann kaupi félagið nýjan aðalmarkvörð. Með því gæti Lundúnafélagið lækkað kaupverðið verulega. Frank Lampard vill greinilega breyta um markvörð og það eru fáir betri markverðir í heiminum en einmitt hinn 27 ára gamli Jan Oblak. Jan Oblak er tveimur árum eldri en Kepa Arrizabalaga sem skiptir þó minna máli í tilfelli markvarða. 27 ár er enginn aldur fyrir markvörð og Jan Oblak ætti að eiga sín bestu ár eftir. Atlético Madrid hefur engan áhuga á því að missa Jan Oblak en það eru hins vegar mjög miklir peningar í boði fyrir hann á erfiðum tímum. Jan Oblak skrifaði undir nýjan samning árið 2019 og rennur hann ekki út fyrr en árið 2023. Það er hægt að kaupa upp samninginn hans fyrir 120 milljónir evra sem er ekki mjög langt frá því sem Chelsea virðist vera tilbúið að borga fyrir hann. Enski boltinn Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira
Spænska blaðið AS slær því upp að Chelsea sé tilbúið að borga hundrað milljónir evra fyrir slóvenska markvörðinn Jan Oblak hjá Atletico Madrid. Það gera 90,7 milljónir punda og sextán milljarðar íslenskra króna. Það eru bara tæp tvö ár síðan að Chelsea borgaði 80 milljónir evra fyrir spænska markvörðinn Kepa Arrizabalaga en Kepa hefur ekki staðið undir væntingum á Stamford Bridge. Chelsea gerði Kepa þá að dýrasta markverði fótboltasögunnar og hann er það ennþá. Kepa Arrizabalaga sló þá metið sem Alisson Becker átti um tíma. Chelsea are reportedly willing to offer 100m euros (£90.7m) for Atletico Madrid keeper Jan Oblak.Latest transfer rumours: https://t.co/1iW3hFksO9 pic.twitter.com/LSQ6NpVAE0— BBC Sport (@BBCSport) July 14, 2020 Kepa Arrizabalaga gæti vissulega verið hluti af kaupunum á Oblak en Chelsea mun væntanlega losa sig við hann kaupi félagið nýjan aðalmarkvörð. Með því gæti Lundúnafélagið lækkað kaupverðið verulega. Frank Lampard vill greinilega breyta um markvörð og það eru fáir betri markverðir í heiminum en einmitt hinn 27 ára gamli Jan Oblak. Jan Oblak er tveimur árum eldri en Kepa Arrizabalaga sem skiptir þó minna máli í tilfelli markvarða. 27 ár er enginn aldur fyrir markvörð og Jan Oblak ætti að eiga sín bestu ár eftir. Atlético Madrid hefur engan áhuga á því að missa Jan Oblak en það eru hins vegar mjög miklir peningar í boði fyrir hann á erfiðum tímum. Jan Oblak skrifaði undir nýjan samning árið 2019 og rennur hann ekki út fyrr en árið 2023. Það er hægt að kaupa upp samninginn hans fyrir 120 milljónir evra sem er ekki mjög langt frá því sem Chelsea virðist vera tilbúið að borga fyrir hann.
Enski boltinn Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira