Landsbyggðafólk sótillt út í RÚV og Sigríði Dögg Jakob Bjarnar skrifar 13. júlí 2020 16:22 Sigurður Ingi er með athyglisverðan snúning á frétt Sigríðar Daggar um að ráðherrar Framsóknarflokksins vilji flytja ríkisstofnanir heim í sitt kjördæmi: Hann vill meina að það sé lofsvert. visir/vilhelm/Eggert Þór Jónsson Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður á fréttastofu Ríkisútvarpsins, hefur sjaldan eða aldrei fengið eins mikil viðbrögð við frétt sem hún hefur gert. Og hefur hún þó fjallað um mörg átakamál í gegnum tíðina. „Já, engin smá viðbrögð,“ segir hún í samtali við Vísi. En hún fjallaði um aðgerðir sem ráðherrar Framsóknarflokksins hafa gripið til og ganga út á það að flytja ríkisstofnanir út á land. Sigríður Dögg komst að því, og setti fram með myndrænum hætti, að fylgni væri milli þess hvert störfin færu og svo kjördæma þeirra ráðherra sem í hlut áttu. Hún hafnar því alfarið að hún hafi lagt einhverja sérstaka merkingu sjálf í þessa staðreynd; hver og einn hljóti að túlka hana á eigin ábyrgð. Í sjö skipti af átta hafa ráðherrar sem flutt hafa stofnanir út á land frá aldamótum verið úr röðum Framsóknarflokksins. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra flytur Brunavarnasvið Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til Sauðárkróks í haust. Í þrjú skipti hafa stofnanirnar farið í kjördæmi ráðherrans. Sigurður Ingi skorar á RÚV Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, birti nú fyrr í dag færslu á Facebook-síðu sína þar sem hann gerir fréttina að umtalsefni. Hann snýr fréttinni upp í lof um Framsókn. Segir engin ný tíðindi hér, heldur vantalið ef eitthvað er. „Það væri flott fréttamennska hjá RÚV - allra landsmanna að birta hinn listann, þ.e.a.s yfir stjórnmálaflokka sem flytja störf frá landsbyggðum til Reykjavíkur. Skora hér með á RÚV,“ segir Sigurður Ingi. Hann segir það heldur ekkert nýtt að Framsókn þori, Framsókn sé róttækur umbótaflokkur og eini flokkurinn á Íslandi sem flytur störf frá höfuðborg úti á land og framfylgir sömu stefnu um byggðaaðgerð og ríkisstjórnir alla annarra Norðurlanda sem hafa flutt stofnanir í stórum stíl frá höfuðborgum til landsbyggða. „Á því sviði stendur Framsókn í stafni stjórnmálanna. Hlakka til að sjá frétt frá RÚV um störf frá landsbyggðunum til Reykjavíkur,“ segir Sigurður Ingi. Landsbyggðafólk krefst afsökunarbeiðni frá Sigríði Dögg Aðalsteinn Jónsson, fyrrverandi formaður Landsambands sauðfjárbænda, er einn þeirra landsbyggðamanna sem er ekki kátur. Hann birti harðorðan pistil á sinni Fb-síðu vegna fréttar Sigríðar Daggar. Segist ekki geta orða bundist: „Hroki og rangfærslur prýddu þessa frétt svo að þessi fréttamaður væri best komin á togara fjarri tal og netsambandi,“ segir Aðalsteinn. Aðalsteinn Jónsson á Jökuldal. Hann er ágætt dæmi um landsbyggðamann sem er afar ósáttur við fréttaflutninginn. Aðalsteinn er ekki einn um það að telja halla á landsbyggðina á fréttum Ríkisútvarpsins.visir/Arnar Hann bendir á að ekki hafi verið rétt til fært í fréttinni með kjördæmi, segist ekki vita til að Jón Kristjánsson hafi verið þingmaður á Vesturlandi eða Valgerður Sverrisdóttir þingmaður í Norðvestur kjördæmi. En, þær rangfærslur hafa verið leiðréttar í frétt RÚV. „Er ekki nýbúið að tilkynna lokun á fangelsi á Akureyri, er ekki sífellt verið að færa störf af landsbyggðinni til höfuðborgarsvísins. Er ekki dreifbýlið að greiða flutningskostnað raforku fyrir þéttbýlið? Sigríður Dögg Auðunsdóttir þarf að biðja fólkið á landsbyggðinni afsökunar.“ Man varla eftir öðrum eins viðbrögðum „Ég man varla eftir jafn sterkum viðbrögðum við einni lítilli frétt eins og ég hef fengið við þessari. Margir virðast mjög reiðir yfir því að ég skyldi gera þau leiðinlegu mistök að rugla saman norðurlandi eystra og vestra í tilfelli tveggja ráðherra, Valgerðar Sverrisdóttur og Jóns Kristjánsson, sem við leiðréttum á vef okkar strax í gær,“ segir Sigríður Dögg. Sigríður Dögg Auðunsdóttir man vart eftir öðrum eins viðbrögðum við nokkurri frétt sem hún hefur unnið.Eggert Þór Jónsson Hún segir þetta nú ekki fyrstu smávægilegu mistökin sem hún hefur gert og þótt það sé alltaf mjög leiðinlegt að gera mistök í frétt, þá hafði þessi ruglingur á eystri og vestri nú ekki áhrif á fréttina sjálfa. „Sem fjallar um þá staðreynd að Framsóknarflokkurinn er sá flokkur sem hefur flutt flestar stofnanir út á land frá aldamótum. Ég hef nú líka fengið heilmikil jákvæð viðbrögð við fréttinni frá fólki sem er þakklátt þessari samantekt.“ Sigríður Dögg segir að þeim hjá RÚV hafi jafnframt borist áskoranir, meðal annars frá formanni Framsóknarflokksins eins og áður sagði, að fjalla einnig um störf sem flutt hafa verið frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins: „Við fögnum öllum góðum ábendingum að fréttum og hvetjum fólk til þess að senda okkur upplýsingar um hvað sem þeim þykir fréttnæmt.“ Byggðamál Reykjavík Fjölmiðlar Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður á fréttastofu Ríkisútvarpsins, hefur sjaldan eða aldrei fengið eins mikil viðbrögð við frétt sem hún hefur gert. Og hefur hún þó fjallað um mörg átakamál í gegnum tíðina. „Já, engin smá viðbrögð,“ segir hún í samtali við Vísi. En hún fjallaði um aðgerðir sem ráðherrar Framsóknarflokksins hafa gripið til og ganga út á það að flytja ríkisstofnanir út á land. Sigríður Dögg komst að því, og setti fram með myndrænum hætti, að fylgni væri milli þess hvert störfin færu og svo kjördæma þeirra ráðherra sem í hlut áttu. Hún hafnar því alfarið að hún hafi lagt einhverja sérstaka merkingu sjálf í þessa staðreynd; hver og einn hljóti að túlka hana á eigin ábyrgð. Í sjö skipti af átta hafa ráðherrar sem flutt hafa stofnanir út á land frá aldamótum verið úr röðum Framsóknarflokksins. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra flytur Brunavarnasvið Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til Sauðárkróks í haust. Í þrjú skipti hafa stofnanirnar farið í kjördæmi ráðherrans. Sigurður Ingi skorar á RÚV Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, birti nú fyrr í dag færslu á Facebook-síðu sína þar sem hann gerir fréttina að umtalsefni. Hann snýr fréttinni upp í lof um Framsókn. Segir engin ný tíðindi hér, heldur vantalið ef eitthvað er. „Það væri flott fréttamennska hjá RÚV - allra landsmanna að birta hinn listann, þ.e.a.s yfir stjórnmálaflokka sem flytja störf frá landsbyggðum til Reykjavíkur. Skora hér með á RÚV,“ segir Sigurður Ingi. Hann segir það heldur ekkert nýtt að Framsókn þori, Framsókn sé róttækur umbótaflokkur og eini flokkurinn á Íslandi sem flytur störf frá höfuðborg úti á land og framfylgir sömu stefnu um byggðaaðgerð og ríkisstjórnir alla annarra Norðurlanda sem hafa flutt stofnanir í stórum stíl frá höfuðborgum til landsbyggða. „Á því sviði stendur Framsókn í stafni stjórnmálanna. Hlakka til að sjá frétt frá RÚV um störf frá landsbyggðunum til Reykjavíkur,“ segir Sigurður Ingi. Landsbyggðafólk krefst afsökunarbeiðni frá Sigríði Dögg Aðalsteinn Jónsson, fyrrverandi formaður Landsambands sauðfjárbænda, er einn þeirra landsbyggðamanna sem er ekki kátur. Hann birti harðorðan pistil á sinni Fb-síðu vegna fréttar Sigríðar Daggar. Segist ekki geta orða bundist: „Hroki og rangfærslur prýddu þessa frétt svo að þessi fréttamaður væri best komin á togara fjarri tal og netsambandi,“ segir Aðalsteinn. Aðalsteinn Jónsson á Jökuldal. Hann er ágætt dæmi um landsbyggðamann sem er afar ósáttur við fréttaflutninginn. Aðalsteinn er ekki einn um það að telja halla á landsbyggðina á fréttum Ríkisútvarpsins.visir/Arnar Hann bendir á að ekki hafi verið rétt til fært í fréttinni með kjördæmi, segist ekki vita til að Jón Kristjánsson hafi verið þingmaður á Vesturlandi eða Valgerður Sverrisdóttir þingmaður í Norðvestur kjördæmi. En, þær rangfærslur hafa verið leiðréttar í frétt RÚV. „Er ekki nýbúið að tilkynna lokun á fangelsi á Akureyri, er ekki sífellt verið að færa störf af landsbyggðinni til höfuðborgarsvísins. Er ekki dreifbýlið að greiða flutningskostnað raforku fyrir þéttbýlið? Sigríður Dögg Auðunsdóttir þarf að biðja fólkið á landsbyggðinni afsökunar.“ Man varla eftir öðrum eins viðbrögðum „Ég man varla eftir jafn sterkum viðbrögðum við einni lítilli frétt eins og ég hef fengið við þessari. Margir virðast mjög reiðir yfir því að ég skyldi gera þau leiðinlegu mistök að rugla saman norðurlandi eystra og vestra í tilfelli tveggja ráðherra, Valgerðar Sverrisdóttur og Jóns Kristjánsson, sem við leiðréttum á vef okkar strax í gær,“ segir Sigríður Dögg. Sigríður Dögg Auðunsdóttir man vart eftir öðrum eins viðbrögðum við nokkurri frétt sem hún hefur unnið.Eggert Þór Jónsson Hún segir þetta nú ekki fyrstu smávægilegu mistökin sem hún hefur gert og þótt það sé alltaf mjög leiðinlegt að gera mistök í frétt, þá hafði þessi ruglingur á eystri og vestri nú ekki áhrif á fréttina sjálfa. „Sem fjallar um þá staðreynd að Framsóknarflokkurinn er sá flokkur sem hefur flutt flestar stofnanir út á land frá aldamótum. Ég hef nú líka fengið heilmikil jákvæð viðbrögð við fréttinni frá fólki sem er þakklátt þessari samantekt.“ Sigríður Dögg segir að þeim hjá RÚV hafi jafnframt borist áskoranir, meðal annars frá formanni Framsóknarflokksins eins og áður sagði, að fjalla einnig um störf sem flutt hafa verið frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins: „Við fögnum öllum góðum ábendingum að fréttum og hvetjum fólk til þess að senda okkur upplýsingar um hvað sem þeim þykir fréttnæmt.“
Byggðamál Reykjavík Fjölmiðlar Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent